Flott frammistaða á ADCC 2011

ADCC 2011Gunnar stóð sig afar vel á ADCC mótinu sem fram fór í Nottingham á Englandi 24.-25. september síðastliðinn. Hann sigraði m.a. Marko Helen núverandi og tvöfaldan Evrópumeistara og margfaldan Finnlandsmeistara. Gunnar sótti stíft alla glímuna sem þó fór í tvöfalda framlengingu og endaði með nokkuð öruggum sigri Gunnars á stigum. Þá sigraði Gunnar einnig hinn brasílíska Bruno Frazzato sem er bæði núverandi Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Bruno er reyndar fjórfaldur Braslilíumeistari í sínum þyngdarflokki og heimsmeistari frá 2007. Gunnar hafði talsverða yfirburði í glímunni við Bruno og sótti stíft á hann en sigraði á stigum að lokum. Hvorki Marko né Bruno skoruðu nein stig á Gunnar né voru nálægt því. Í -88kg flokknum féll Gunnar naumlega út fyrir Andre Galvao sem bæði sigraði þyngdarflokkinn og opna flokkinn og var maður mótsins. Andre skoraði stig á Gunnar þegar aðeins um 20 sekúndur voru eftir af glímunni. Gunnar tapaði einnig með minnsta mögulega stigamun fyrir sjálfum Alexandre “Xande” Ribeiro (6 földum heimsmeistara og tvöföldum ADCC meistara) sem er hátt í 20kg þyngri en Gunnar en Xande hafnaði í þriðja sæti í -99kg flokknum og í þriðja sæti í opna flokknum.

Mótinu hafa verið gerð ágæt skil í fjölmiðlum og hér má finna góða umfjöllun um gengi Gunnars á Mjölnisvefnum. Læt það duga Smile Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal (á ensku) tekið við Gunnar eftir mótið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband