4.10.2007 | 20:40
Gunnar sigrar Driss El Bakara í Dublin - berst aftur nk. laugardag
Jæja, ekkert sett hér inn lengi en nú er sannarlega tilefni til. Gunnar hefur undanfarnar vikur dvalist í Dublin á Írlandi við æfingar hjá John Kavanagh og verður þar fram í nóvember. Þá hyggst hann fara til Manchester og dvelja þar fram að jólum og æfa hjá Karl Tanswell. Hann kemur heim yfir jól og áramót en ætlar sér síðan að fara fljótlega út aftur á nýju ári til æfinga.
Gunnar barðist sl. laugardag, 29. september, á Cage Rage Contenders: Dynamite mótinu í National Stadium í Dublin við hinn franska Driss El Bakkara í Pro MMA bardaga og sigraði í fyrstu lotu með armbar. Gunnar tók andstæðing sinn niður strax í byrjun lotunnar og stjórnaði bardaganum upp frá því. Gunnar mountaði síðan Frakkann og ground- & poundaði hann áður en hann innsiglaði sigurinn með armbar eins og áður segir þegar 3 mínútur og 46 sekúndur voru liðnar af bardaganum. Að sögn John Kavanagh þjálfara hans vakti Gunnar mikla athygli þarna fyrir góða frammistöðu og ekki síst fyrir hversu afslappaður hann var í bardaganum, eða svo vitnað sé í umsögn af spjallsíðunni Ring of Truth:
"Gunni looked amazingly zen-like and composed. It was one of those situations where he looked so relaxed it was like he was just training in the gym, methodically getting mount and then calmly timing his strikes. He threw less from top than anyone else on the night, but he landed everything and you could hear the impact. Correct me if I'm wrong, but was Driss actually out from a strike when Gunni got the armbar?"
Gunni var búinn að vera glíma við flensu alla síðustu viku en lét það ekki stoppa sig í að mæta sterkur til leiks. Myndband af keppninni kemur eftir ca. 2-3 vikur.
Gunnar mun síðan berjast annan atvinnumannabardaga í MMA nk. laugardag, 6. október. Sú keppni fer fram í Galway á Írlandi og heitir UFR 10 - Tribal Warfare. Andstæðingur Gunnars þar er Adam Slawinski sem mun vera pólskur wrestler. Adam þessi átti að berjast við Liam OToole en sá mun eiga í einhverjum meiðslum á kné. Því þurfti Liam að draga sig út úr bardaganum og Gunnari var boðið að koma í hans stað. Við vitum lítið um þennan andstæðing annað en að hann á að vera góður wrestler og hlaut The Fighting Ireland prize for Best Submission á síðasta móti sem hann tók þátt í í apríl síðastliðnum. Á netinu má þó m.a. finna þá umsögn um Adam Slawinski hann sé mjög góður í sínum þyngdarflokki (rankaðu hæstur í sínum þyngdarflokki í Irish MMA League 2007 sem er áhugamannkeppni), eins harður af sér og hann sé hæfileikaríkur, gefist aldrei upp og leiti stöðugt að submissions í bardögum sínum.
Frekar óvanalegt er að keppendur í MMA keppi aftur svo stuttu eftir bardaga, eins og Gunnar gerir núna, en honum bauðst að koma inn fyrir Liam OToole og þar sem síðasta bardaga Gunnars lauk í 1. lotu án teljandi vandræða fyrir hann þá ákvað Gunnar að takast á við Slawinski. Við óskum okkar manni alls hins besta og sendum honum baráttukveðjur til Írlands. Við vonum bara að í lok bardagann reisi dómarinn hönd Gunnars upp til merkis um sigur eins og gert var sl. laugardag.
Fleiri myndir frá viðueign Gunnars Nelson og Driss El Bakara í Dublin 29. september
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.