Gunnar sigraði breska sérsveitarmanninn á rothöggi

Gunnar var rétt í þessu að bera sigurorð af breska sérsveitarmanninum Barry Mairs á Englandi. Gunnar sigraði Mairs á rothöggi í fyrstu lotu en Mair hafði einmitt sjálfur unnið síðasta bardaga sinn á rothöggi í fyrstu lotu. Gunnar sagði breska sérsveitarmanninn hafa verið mjög vel undirbúinn, gríðalega líkamlega sterkan, mjög höggþungan og með sterkt og mikið lið með sér.

Gunnar sagði þá hafa skipst á höggum um tíma en síðan náði Gunnar góðum vinstri krók á Mairs. Eftir það náði Gunnar að skjóta inn og skella Mairs í gólfið. Hann var í cross-sides  en náði síðan að mounta Mairs og lét höggunum rigna á hann. Að sögn Gunnars varðist Mairs vel en að lokum náði Gunnar að steinrota hann þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af lotunni (3:38) og það tók nokkurn tíma að vekja sérsveitarmanninn aftur eftir högg Gunnars. Þetta er fjórði atvinnumannasigur Gunnars í röð í MMA og allir hafa þeir komið í fyrstu lotu!

Hér eru nokkrar myndir frá bardaganum teknar af Hywel Teague hjá Fighters Only Magazine og birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Myndband á YouTube.

Gunnar Nelson og Karl Tanswell
Gunnar fær loka leiðbeiningar fyrir bardagann frá Karl Tanswell þjálfara

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Bardaginn að hefjast og Gunnar greinilega tilbúinn

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Gunnar og Barry þreifuðu fyrir sér í byrjun, Barry vildi forðast gólfglímuna

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Gunnar náði vinsti krók, skaut svo inn og skellti Barry í gólfið

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Gunnar í cross-sides og Barry reynir Guillotine Choke

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Gunnar kominn með mount en sérsveitarmaðurinn reynir að koma honum af sér

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Gunnar með yfirburða stöðu en Barry verst vel frá gólfinu

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Barry reynir að forðast höggin frá Gunnari

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Örvænting ríkir í "horninu" hjá Barry enda dómarinn við að stöðva bardagann

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Endirinn er umflýjanlegur og Gunnar rotar Barry með höggi

Gunnar Nelson vs Barry Mairs
Dómarinn stöðvar bardagann um leið og Barry hættir að verja sig á skynsamlegan hátt

Hlúð að Barry Mairs en hann var hinn hressasti skömmu síðar
Hugað að Barry á gólfinu meðan hann jafnar sig

Gunnar og Karl Tanswell
Gunnar og Karl Tanswell fagna sigri

Gunnar og Barry þakka hvor öðrum fyrir bardagann
Barry orðinn hress og þeir þakka hvor öðrum fyrir góðan bardaga

winner Gunnar Nelson
Okkar maður lýstur sigurvegari enn á ný og Barry klappar fyrir andstæðingi sínum

winner Gunnar Nelson
Fjórði sigurinn í röð og góður endir á síðasta bardaga ársins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Þetta er rosalegt!  Til hamingju, Gunnar.

Þorvaldur Blöndal, 11.12.2007 kl. 02:24

2 identicon

Frábært hjá þér Gunnar, gangi þér vel með næstu bardaga. Komdu sem fyrst aftur á æfingu hjá okkur í Judodeild Ármanns þannig að við getum skólað þig betur til. :)

Hermann Valsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 00:00

3 identicon

Glæsilegt hjá honum

mátt endilega senda þetta inn á huga sem grein og láta eina mynd fylgja með þá sjá þetta enþá fleiri 

Haraldur Óli (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Halli Nelson

Sé að það er kominn grein um þetta á Huga þannig að við látum það bara duga

Halli Nelson, 16.12.2007 kl. 11:15

5 identicon

Glæsilegt, alveg gullfallegt, til hamingju og ÁFRAM bara.

Hermann það er lítið sem við getum til að skóla þennan til, hann sultar okkur alla.

kv

Hlunkur.

Heimir Haralds (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband