Gunnar sigraði í Meistarakeppni Norður-Ameríku!

NAGA Champion belt 

Gunnar gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og vann bæði til gull- og silfurverðlauna í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gærkvöldi á vegum NAGA (North American Grappling Association). Þetta er gríðarlega fjölmenn og erfið keppni í íþróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti bæði í noGi og Gi og í úrslitunum í noGi (Middle Weight) sigraði hann hinn þaulreyna "Macaco" Jorge Patino frá Brasilíu en sá á m.a. að baki 44 bardaga í MMA (hér er HL video með Macaco). Macaco er afar vel þekktur innan heims bardagaíþróttanna, bæði sem keppnismaður og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíþróttaskóla í Brasilíu með yfir 4000 nemendum að eigin sögn. Það þarf ekki að taka fram að sigur Gunna á "Macaco" Jorge Patino í gærkvöldi vakti gríðarlega athygli. 

Gunnar sigra Meistarakeppni Norður-Ameríku í grappling
"Macaco" Jorge Patino (ekki sáttur) - Gunnar Nelson - William Hamilton 

Gunnar vann svo einnig til silfurverðlauna í Gi (Cruiser Weight), þ.e. þeim hluta keppninnar en þar er keppt í búningi eins og þeim sem notaður er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó. Í úrslitum í Gi mætti Gunnar öðrum vel þekktum kappa, Dan Simmler, en Simmler er með sinn eigin skóla í Massachusetts. Eins og sjá má á vefsetri skólans hefur Dan keppt stöðugt frá 1999 og m.a. verið í einu af 5 efstu sætunum á bandaríska grappling styrkleikalistanum í 7 ár, þar af 4 ár í efsta sæti listans. Í fyrra vann hann til tvennra verðlauna í Pan-American Jiu-jitsu Championships og í ár vann hann gullverðlaun í noGi í Pan-American svo fátt eitt sé nefnt. Hann undirbýr sig fyrir keppnir m.a. með 6 földum USA meistara, fyrrum heimsmeistar og margföldum Ólympíuverðlaunahafa í júdó, Jimmy Pedro.

Eins og sennilega flestir sem lesa þetta blogg vita þá dvelst Gunnar nú í New York við æfingar hjá Renzo Gracie og Renzo var víst í skýjunum yfir árangri Gunna í gær eins og við öll auðvitað. Þess má geta að rúmlega 70 mínútna heimildarmynd um æfi Renzo var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival í lok október en myndin mun koma út á DVD í Bandaríkjunum um miðjan nóvember.

Hér eru myndir af þeim sem Gunnar glímdi við í úrslitunum:
Jorge Patino
"Macaco" Jorge Patino 

Dan Simmler
Dan Simmler

Fréttir um þetta á visir.is og Bylgjunni (13:37 mínútu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunni er einn af bestu íþróttamönnum Íslands. Til hamingju feðgar!

VilliSvan (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:41

2 identicon

Frábær árangur! Hamingjuóskir til Gunnar. Jorge "Macaco" Patino er náttúrulega algjört legend og að sigra hann er með ólíkindum. Hvernig stendur á því að RÚV er ekki búið að gera þátt um sigurgöngu Gunnars? Þetta er sennilega einn fremsti íþróttamaður okkar fyrr og síðar. Þessir íþróttafréttamenn eru svo meðvitundarlausir og þröngsýnir að það er ekki fyndið.

BG (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:35

3 identicon

Stórkostlegt stórkostlegt stórkostlegt!!!

Maður fyllist þjóðarstolti útaf þessum dreng!! Finnst hann eiga það fyllilega skilið að það verði almennileg umfjöllun um hann og hans árangur hingað til!! Hann er að gera hluti sem enginn hefur komist nálægt því að gera. Vinna keppnir útum allann heim og skófla að sér gulli hér og þar. Ég vil þátt um þennann dreng! Það er bara þannig! Jón Páll....Eiður Smári....Gunnar Nelson!

Davíð Hjartarson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:04

4 identicon

Ég er algjörlega sammála þessu. Sjónvarpsstöðvarnar ættu að gera mynd um Gunna Nelson. Þá myndu menn kannski fatta að hann er sennilega besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. En til þess verðum við einfaldlega að hringja í sjónvarpsstöðvarnar og biðja um þetta. Eins að myndin með Renzo verði sýnd enda örugglega frábær mynd. Ég er búinn að panta hana.

BK (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 193397

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband