Stoltur af Gunnari

Maður getur ekki annað en verið stoltur af Gunnari enda stendur hann sig með afbrigðum vel í þessari harðgeru íþrótt. Það er hins vegar að venju aumkunarvert að lesa fordóma manna eins og Snorra Bergz. Ofsatrúarmanns sem hefur skrifað hverja greinina á fætur annari til stuðnings ofbeldissinnuðum síonistum í Ísrael og þurrkar iðulega út athugasemdir á blogginu sínu sem honum eru ekki að skapi. Sem betur fer taka þó fáir mark á slíkum fýrum. MMA er einhver mest vaxandi íþrótt í heiminum í dag og frábært að Íslendingar eigi verðugan fulltrúa þarna. Gunnar er eins og sumir vita margfaldur Íslandsmeistari unglinga í karate (kumite) og var valinn efnilegasti karatemaður Íslands aðeins 16 ára gamall. Hann hlaut hæsta styrk sem Íþróttasamband Íslands hefur veitt karatemanni úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, 200 þúsund krónur, en hafnaði styrknum þar sem hann hugðist snúa sér alfarið að því að æfa blandaðar bardagalistir (MMA) og Brasilísk Jiu Jitsu (BJJ).

Eins og ég sagði eru bardagaíþróttir ekki allra en þær virðist sí og æ þurfa að sitja undir fordómum og vera kallað ofbeldisíþróttir og þar fram eftir götunum. Og það sem verra er að frábærir íþróttamenn þurfa að sitja undir sömu svívirðingum, þ.e. að einhverjir fláráðar kalli þá ofbeldisdýrkendur og þaðan af verra. Það er bara í góðu lagi þó sumum líki ekki við bardagaíþróttir, skárra væri það nú, en þá eiga þeir líka bara að sneiða hjá þeim. Það sem þeir eiga hins vegar ekki að gera er að detta í þá gryfju að fordæma þá sem stunda slíkar íþróttir og vilja fá að gera það í friði. Slíkt er auðvitað bara ákveðin tegund af rasisma.

Það er ljóst að þegar menn stíga inn í hringinn í "full contact" íþrótt þá verða menn að gera sér grein fyrir því að slíku fylgir áhætta. Rétt eins og því fylgir áhætta að bruna niður brekku á skíðum á seinna hundaraðinu, að aka á 300 km hraða eftir kappaksturbraut, að fara upp í flugvél og þess þá heldur að hoppa út úr henni í fallhlíf, að klífa fjöll, að fara í reiðtúra, að bruna um á snjósleðum, að ... 

... við gætu endalaust haldið áfram. Tölurnar tala hins vegar sínu máli og slys í MMA virðast ekki algengari en í fjölda annarra íþróttagreina og alvarleg slys miklu færri en í mörgum þeirra samkvæmt þeim tölum sem ég hef séð. Ég neita því samt ekki að ég myndi vilja sjái fleiri og ítarlegri rannsóknir á þessu sviði. Aðalatriðið er þó að menn geri sér grein fyrir hættunum sem iðkun þeirra fylgja og virði rétt einstaklinganna til að stunda þá íþrótt sem þeir unna. Fordómar og forræðisthyggja eru eitthvað sem við eigum að forðast í lengstu lög.


mbl.is Gunnar rotaði breskan sérsveitarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Bara góður drengurinn og frábær árangur hjá honum, styðjum okkar mann

Didda, 11.12.2007 kl. 11:13

2 identicon

Alltaf gaman þegar Íslendingar ná langt. Ég verð þó að segja að bardagaíþróttir eru ekki alveg minn tebolli.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Halli Nelson

Það er líka bara í fínu lagi. Bardagaíþróttir eru auðvitað ekki allra, frekar en aðrar íþróttir.

Halli Nelson, 11.12.2007 kl. 12:33

4 identicon

er ekki einhverstaðar hægt að sjá upptökur frá bardögum hans? glæsilegur árangur...(",)

siggi (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:01

5 identicon

Þetta er ekki íþrótt að mínu skapi en hey ég hef val um að fylgjast ekki með henni. Ég hef lítinn áhuga á fimleikum en fjargviðrast ekki þótt grindhoruð börn út í heimi geri kúnstir á dýnu.

Ef þetta er flokkað sem íþrótt þá er kappinn greinilega að standa sig vel og ber að óska honum til hamingju með það 

björn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:18

6 identicon

Maður sem getur varið framferði Ísraelsmanna undanfarna áratugi án þess að springa úr hræsni á náttúrulega ekki í neinum vandræðum með að hnikla fordómavöðvana þegar kemur að íþróttum.

Bleh... 

Einar Friðgeirs (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:39

7 identicon

Kallinn hann pabbi er auðvitað ánægður með frammistöðu sonarins. Þessi svokallaða íþrótt er hinsvegar brútal viðbjóður þar sem andstæðingurinn getur "gengið" eða verið borinn frá bardaga með brotin bein, opna skurði, eða heilaskemmdir (það mæðir á dómara að stoppa bardagann þegar að slíkt er í uppsiglingu). Það er auðvitað á ábyrgð hvers og eins að iðka þessa íþrótt eða ekki en mér finnst að menn mættu bara viðurkenna það að svona íþrótt er ofbeldi og ættu ekki að vera að reyna að fegra hlutina með því að kalla hana "bardagaíþrótt".

booboo (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:07

8 identicon

booboo, af hverju er einhver fegrun falin í að kalla þetta bardagaíþrótt? Felur orðiði "bardagaíþrótt" eitthvað annað í sér en að menn berjist? Eða er það "íþrótt" endingin sem fer í taugarnar á þér?

Það er enginn að reyna að fegra neitt hér, þú ert bara að rífast við sjálfan þig.

Ofbeldi er þegar annar vill ekki vera með í leiknum. Hér eru tveir menn að takast á á jöfnum grundvelli með reglur. Já það eru meiðsli, já þetta er "brútal", já þetta er ekki fyrir alla. En hættum að nota orðið ofbeldi frjálslega og geymum það fyrir umræðu þar sem það hefur merkingu.

Árni Þór (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:22

9 Smámynd: Hulduheimar

Öllum íþróttum fylgir áhætta og þó svo þessi virðist ansi óvægin þá býst ég við að menn væru ekki að stunda hana nema af því að hún veitir þeim gleði og eykur lífshamingju þeirra. Heimurinn er ekki svart/hvítur og sem betur fer nýtur fólk misjafna lita hans. Það er athyglisvert hversu margir virðast líta svo á að það sem þeir hafa ekki sjálfir áhuga á hljóti þar með að vera af hinu illa, viðbjóður, stórhættulegt og þar fram eftir götunum. Við getum við stolt af frammistöðu Gunnars.

Hulduheimar, 11.12.2007 kl. 17:33

10 identicon

Það er auðvitað gaman að hann sé að standa sig vel og vonandi að hann geri það áfram. Eins og kemur fram á mbl.is er hann atvinnumaður í þessu en hvernig er það, er hann að fá mikinn pening út úr þessu?
Ég er sjálfur í karate og líkar það mjög vel, en ég held að MMA væri nú ekki fyrir mig. Allavega ekki eins og er. En hvernig er það hvað er leyfilegt í MMA og hvað ekki? Heyrði einhvers staðar að það væri nánast allt leyfilegt, kannski er það einhver misskilningur.

Davíð (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:50

11 Smámynd: Halli Nelson

Já Viðar, takk fyrir það félagi.

Davíð, ef þú vilt fræðast um MMA bendi ég þér á www.mjolnir.is og nei, það alls er ekki allt leyfilegt. Reglurnar eru aðeins mismunandi, eftir því t.d. á hvaða level menn eru að keppa og svo framvegis. Hins vegar er þetta mjög ólíkt kumite ef þú ert að spá í það. Svo maður tali nú ekki um kata

En eins og ég sagði, kíktu bara niður í Mjölni ef þú vilt kynna þér þetta betur. Það verður tekið vel á móti þér eins og öllum öðrum.

Halli Nelson, 11.12.2007 kl. 21:56

12 identicon

Mikið finnst mér það ljómandi að við Íslendingar skulum eiga efnilega MMA stjörnu. Er mikill aðdáendi MMA og hef horft á UFC frá 1-78. Væri gaman ef hægt væri að æfa MMA út á landi en það kemur vonandi með tímanum.

Glæsilegur árangur hjá Gunnari.

Sindri Njáll (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 05:35

13 Smámynd: Halli Nelson

Sorry Siggi sá ekki spurninguna þína. Varðandi upptökur af bardögum Gunnars þá eru þær hvergi á vefnum svo ég viti, þ.e. á YouTube eða slíku. Eg á hinsvegar bardaga hans við hinn franska Driss El Bakara og bardagarnir við Pólverjan Adam Slawinski og Hollendinginn Niek Tromp eru rétt ókomnir í hús. Ég á bara myndir af þessum nýjasta bardaga, þ.e. þær sem þú sérð hér á blogginu.

Halli Nelson, 13.12.2007 kl. 19:26

14 identicon

Þetta minnir mann á fleyg orði í útvarpsviðtali hér um árið: „Það tíðkast auðvitað ofbeldi í fleiri íþróttum en boxi. Ég get nefnt ykkur dæmi ... ehh... það er reyndar líka úr boxi - en þið skiljið hvað ég meina“. Kemur manni alltaf í gott skap. En alla vega - til hamingju með föðurbetrunginn. Bestu kveðjur að vestan.

Heimir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:38

15 Smámynd: Halli Nelson

Já, þessi orð eru ódauðleg!  Voru sögð þegar Tyson var búinn að narta í mannakjöt ef ég man rétt og ég hef ósjaldan vitnað til þeirra. En mörg "fleygyrðin" sem hafa komið frá þeim sem þetta sagði. Þetta var auðvitað algjör Bomba... B! O! B! A!

Halli Nelson, 14.12.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 193407

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband