Frábær afrek hjá Gunnari á ADCC 2009

Gunnar átti ótrúlega endurkomu í opnum flokki á ADCC í Barcelona á sunnudaginn og náði 4. sæti sem er ótrúlegur árangur. Á laugardeginum hafði Gunnar fallið naumlega úr keppni eftir tap á umdeildum dómaraúrskurði gegn fyrrum heimsmeistara og Ameríkumeistara, Bandaríkjamanninum James Brasco. Eftir venjulegan leiktíma og tvöfalda framlengingu voru keppendur hnífjafnir og því réð dómaraúrskurður úrslitum. Flestir héldu að Gunnari yrði veittur sigurinn þar sem andstæðingur hans hafði tvisvar sinnum fengið aðvörun fyrir sóknarleysi en Gunnar aldrei. Öllum á óvörum úrskurðuðu dómararnir hins vegar Bandaríkjamanninum í vil. Var það mál mann að þar hefði ferill hans haft mest áhrif en ekki frammistaðan gegn Íslendingnum unga. James Brasco féll síðan úr keppni eftir jafn nauman ósigur gegn sigurstranglegasta keppanda flokksins, Braulio Estima margföldum heims- og Evrópumeistara. Gunnar getur því vel við unað og stóð sig frábærlega gegn afar erfiðum andstæðingi.

Gunni tekur á Jeff MonsonÁ sunnudeginum var Gunnar hins vegar einn af sextán keppendum sem valdir voru til þátttöku í opnum flokki, en hátt í fimmtíukeppendur sóttu um þátttöku í flokknum. Og nú tók við ótrúlegt ferli. Við höfðum verið að grínast með það fyrr um daginn að ef hann kæmist í opna flokkinn (sem við töldum reyndar ólíklegt) þá væri það nú eftir öðru að mæta hinu goðsagnakennda bandaríska vöðvafjalli Jeff Monson eða sjónmanninu. Jeff var þyngsti maður mótsins, sennilega er í kringum 40kg þyngri en Gunnar, og á að baki ótrúlega sigursælan feril eins og menn vita, m.a. tvenn gullverðlaun og tvennra silfurverðlaun á ADCC svo fátt eitt sé nefnt. Hann hafði auk þess lent í þriðja sæti í þyngsta flokknum fyrr um daginn og m.a. lagt bæði Saulo Ribeiro og Roberto „Cyborg“ Abreu. Glíma þeirra Gunnars á sunnudeginum verður hins vegar vafalítið skráð í bækur glímusöguna enda ótrúlegt að sjá stærðarmun keppendanna enda Gunnar bæði yngstur og léttastur í opna flokknum. Er skemmst frá því að segja að Gunnar sótti stöðugt allan tímann og gaf tröllinu engan frið. Eftir 20 mínútna glímu, þ.e. hefðbundnar 10 mínútur og tvöfalda framlengingu í 5 mínútur hvora, náði Gunnar að skora 3 stig á vöðvafjallið og tryggja sér óvæntasta sigur í sögu ADCC og var reyndar með hann í Kimura þegar tíminn rann út! Það var ótrúleg stemming í salnum þegar Gunnar glímdi við Monson, því Gunnar hafði með frammistöðu sinni unninn hann á sitt band og þegar hann sigraði stóðu allir á fætur og hylltu hann. Frábært að verða vitni að þessu! Hér er bein textalýsingin af opinberu vefsetri ADCC 2009:

Gunnar Nelson pulls guard on Monson... Monson has a lot of trouble passing Nelsons guard... Nelson and Monson into overtime. Nelson shoots. Monson sprawls, Monson shoots and gets reversed! Nelson almost getting the back of Monson... Monson looks tired... A much smaller Nelson keeps pushing Monson from the mats. Crowd is cheering. Nelson and Monson goes into second overtime. Nelson shoots, Monson looks tired but manages to sprawl and reverse. Nelson almost gets his back again... Monson has headlock on Nelson. Nelson escapes. Both back on their feet. Nelson shoots and Monson sprawls and spins to his back. Nelson escapes. Monson shoots, but cant get the takedown. Nelson shoots in and gets the back. Both hooks in. Attacks the arm. Times up, Nelson wins by points and the whole arena is standing up cheering!

Hér eru myndir af þessari ótrúlegu glímu.

Braulio Estima margfaldur heims- og Evrópumeistari, sem bæði sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn, sagði eftir mótið að gíma Gunnars og Jeff Monson hefði verið ein sú ótrúlegasta sem hann hefði séð á ferlinum og var það mál manna að ef valin væri gríma keppninnar þá væri valið auðvelt.
Gunnar tryggði sér síðan fjórða sætið á mótinu með því neyða sjálfan David Avellan margfaldan NAGA og Grappler’s Quest meistara til uppgjafar með hengingartaki. Hér er bein textalýsing af þeirri glímu af ADCC vefsetrinu:

Nelson and Avellan starts... Nelson takes Avellan down, but no points scoring yet. Gunnar gets another takedown on Avellan. Nelson gets headlock, switches to single leg. Avellan shoots, takes Nelson down, but Nelson spins out and takes Avellan down. Attacking his back, one hook in... Avellan escapes. No points. Avellan shoots in, Nelson defends. Avellan shoots for single leg, Nelson defends. Nelson shoots in, Avellan attacks the arm. Nelson gets the back, one hook in, Avellan taps to a rear naked choke!

Gunnar tapaði hins vegar í undanúrslitum fyrir gullverðlaunahafanum í -99kg flokki, Alexandre „Xande“ Ribeiro, sem er m.a. sjöfaldur heimsmeistari í BJJ (2 gull í opnum flokki, 4 gull í þungavigt og 1 gull í milliþungavigt) og ADCC meistari síðustu keppni 2007. Eftir að Gunnar hafði sótt meira náði Xande honum í hnélás. Þegar Gunnar gekk út af dýnunum eftir tapið gegn Xande klappaði allur salurinn fyrir honum allan tímann meðan hann gekk yfir allan leikvanginn og til búningsklefans. Þetta var í eina skiptið sem ég man til þess að allur salurinn hafi klappað fyrir keppanda sem hafði tapað, þ.e. svona lengi og innilega. Sannkallað gæsahúða móment.

Í glímunni um þriðja sætið atti Gunnar kappi við Vinicius „Vinny“ Magalhães sem bæði skartar heims-og Ameríkutitlum í sínum þyngdarflokki, og margir muna eflaust eftir úr The Ultimate Fighter 8 sjónvarpsþáttunum en þar komst hann í úrslit. Glíma Gunnars og Vinny var gríðarlega jöfn og spennandi og fór í framlengingu en þegar aðeins 5 sekúndur voru eftir af henni náði Vinny að skora stig á Gunnar með takedown sem enginn tími var að vinna til baka. Þess má geta að bæði Vinny og Xandre eru 15-20 kg þyngri en Gunnar.

Fjórða sætið í opnum flokki á ADCC er stórkostlegur árangur hjá Gunnari á þessu erfiðasta glímumóti í heimi. Gunnar er nú í New York þar sem hann keppir á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship. Það er því skammt stórra högga á milli hjá okkar manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hjá stráknum! Til hamingju Gunnar. Gæfi töluvert fyrir að sjá myndbönd frá mótinu.

Peddi (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Skemmtileg grein! Var alveg hreint ævintýraleg helgi :-)

Flottur í lokin í Kimura (ude garami) ... virðist vera mjög solid og snjómaðurinn var heppinn að tíminn rann út? :-)

Steinn E. Sigurðarson, 30.9.2009 kl. 09:40

3 identicon

Er möguleiki á að sjá þessa glímu við Jeff Monson einhvers staðar?

Gylfi Jonsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband