16.5.2007 | 01:07
MMA vs. Box - don't even go there!
Það heyrir nú sögunni til að blandaðar bardagalistir (MMA) standi í skugga hnefaleika hvað áhorfendatölur varðar enda MMA er sú bardagaíþrótt sem er í mestri sókn, bæði í vestur- og austurheimi. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum aðstandendum hnefaleika og þrátt fyrir að bardagi þeirra Oscar De La Hoya og Floyd Mayweather yngri hafi sett nýtt met í pay-per-view hefur það lítil slegið á gremjuna.
Floyd Mayweather yngri gerði sitt í að æsa menn upp fyrir bardagann m.a. því að halda því fram að keppendur í MMA væru fyrst og fremst þeir sem ekki hefðu getað meikað það í boxinu. Mayweather sagði jafnframt að hver einasti almennilegi boxari gæti gengið inn í UFC keppnina og afgreitt titilhafana þar án erfiðleika. Þegar Dana White, forseti UFC, bauð honum að standa við stóru orðin og keppa við UFC léttivigtarmeistarann Sean Sherk í átthyrningnum var Mayweather fljótur að bakka út úr fullyrðingunum sínum og sagðist bara hafa verið að vekja umtal fyrir bardaga sinn við Oscar De La Hoya. Síðan hefur Mayweather reyndar beðist afsökunar á orðum sínum og sagst sjá eftir þeim. En Sean Sherk er hins vegar allt annað en hress með boxmeistarann. Sem UFC meistari tók ég þessu sem beinni lítilsvirðingu. Ég vildi mæta honum og við Dana ræddum það. En strax eftir bardagann dró Mayweather orð sín til baka og sagðist bara hafa verið að selja miða., sagði Sherk. Ég hefði gjarnan vilja fá svona bardaga. Það hefði afhjúpað hversu takmarkaðir hnefaleikar eru.
Síðan þetta átti sér stað hefur veltiviktar IBF meistarinn Kermit Cintron, sem jafnframt glími í menntaskóla og háskóla, lýst því yfir að hann vilji taka áskoruninni. Ég vil bardagann, sagði Cintron. Ég get glímt. Ég get boxað. Ég get sigrað þessa UFC gaura í þeirra eiginn sporti.. Segið herra White að gera mér tilboð og ég skal berjast við hans mann þegar ég er búinn að berjast við Matthysse... Þarna er Cintron að vísa til þess að hann berst 14. júli við áskorandann Walter Mattysse um IBF titilinn. Þess má geta að Cintron rankaður 7 besti veltiviktar boxarinn í heiminum í dag af The Ring magazine, með recordið 27-1 (25 KOs). Hann keppti einnig í wrestling á sínum tíma og endaði m.a. í 10 sæti í National Junior College Wrestling Championships sem telst mjög gott. Nú berast síðan fregnir af því að fleiri boxara hafi lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að mæta MMA mönnum í UFC. Dana White hefur hins vegar dregið í efa áhuga raunverulega áhuga hnefaleikara á að keppa í UFC og segir aðal markmið þeirra sé að koma illu orði á MMA. Hann segir þó Floyd Mayweather ekki vera í þessum leik og hefur tekið afsökunarbeiðni hans til greina. Aðspurður um hvort hann telji að Mayweather muni samþykkja að berjast í UFC segir Dana svo ekki vera. Nei, auðvitað ekki. Kermit Cintron vill ekki heldur berjast við neinn af fremstu MMA keppendunum. Ekki þar fyrir að það veit hvort sem er enginn hver Kermit Cintron er, segir Dana og gefur lítið fyrir IBF veltivigtatitil Cintron.
Hver svo sem endirinn á þessu verður finnst undirrituðum þetta frekar kjánalegt allt saman. Hvað er t.d. það fyrsta sem Cintron tekur fram þegar hann segist vera tilbúinn að mæta MMA mönnum? Jú, auðvitað að hann geti nú meira en boxað. Hann hafi verið wrestler í skóla áður fyrr og geti því líka glímt í gólfinu. Og er þar með auðvitað að segja að hann þurfi meira en boxhæfileika til að standa sig í MMA. Þetta kemur okkur sem höfum fylgst með MMA til margra ára auðvitað ekkert á óvart. Í dag þýðir ekkert fyrir menn að mæta í alvöru MMA bardaga án þess að vera fjölhæfir bardagaíþróttamenn. Einhæfur bardagamaður á einfaldlega ekkert erindi í MMA ídag. Enda alveg ljóst að hnefaleikamaður sem ætlar sér í MMA bardaga æfir á allt annan hátt fyrir MMA bardaga en hnefaleikabardaga. Þetta er einfaldlega sitthvor íþróttin með sitthvorar reglurnar. En myndi þá góður boxari sigra góðan MMA mann í bardaga. Nei, því það koma svo margir þættir inn sem hann hefur ekki þjálfun í að eiga við eins og spörk, gólfglíma og fleira. Það eru hverfandi líkur á því að boxari sem aðeins ætlaði að boxa myndi eiga nokkuð í MMA keppanda að segja í MMA keppni.
Hnefaleikamenn geta þó huggað sig við að hæst launuðu boxararnir eru enn að fá margföld laun hæst launuðu MMA keppendanna þó munurinn vari ört minnkandi. En það er allt annað mál enda launagreiðslur íþróttamanna sér kapítuli út af fyrir sig.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.