Samningur UFC og HBO í lausu lofti

Samningur HBO og UFC í lausu loftiSjónvarpssamningur milli UFC og HBO hefur lengi verið á óskalista margra MMA aðdáenda en stöðin ein af þeim stærstu í heimi. Nokkrum sinnum hefur virst sem samningur þess efnis væri í höfn en fréttir um að hann lægi á borðinu hins vegar ekki fyrr verið komnar í loftið en þær hafa verið skotnar niður aftur.

Nýlega fóru þessar sögusagnir á kreik enn á ný og nú sterkari en oft áður. Hins vegar bárust jafnskjótt fregnir af því að stjórnarformaður HBO og framkvæmdastjóri, Chris Albrecht, hafi verið sagt upp störfum en Albrecht var talinn einn mesti stuðningsmaður samningsins innan fyrirtækisins. Þetta er talið geta komið í veg fyrir samninginn enn eina ferðina og í nýlegu viðtali tjáir Dana White, forseti UFC, sig um málið. „Þetta er óheppilegt,...“ segir hann en „það var enginn samningur orðinn að veruleika hvort sem er. Við erum enn að kasta þessu okkar á milli.“

Forstjóri íþróttasviðs HBO, Ross Greenburg, hefur lengi verið andsnúinn því að semja um útsendingar frá MMA viðburðum, en Greenburg er mikil hnefaleikaaðdáandi. Albrecht tók hins vegar ákvörðun þvert á óskir Greenburg og mun hreinlega hafa skipað honum að ganga frá samningnum um MMA útsendingar. En nú er Albrecht horfinn á braut og margir telja lítinn vafa á því að þar með muni sjónvarpssamningurinn fara sömu leið.

Það vakti talsverða athygli, eftir boxbardaga Floyd Mayweather yngri og Oscar De La Hoya um daginn, að HBO boxlýsandinn Jim Lampley sá ástæðu til að skjóta á MMA í orðum sínum með því að halda því fram að hugrekki eins og boxararnir hefðu sýnt í hringnum myndu menn aldrei sjá í MMA. Það er löngu vitað að Lampley er af gamla skólanum, hefur ekkert vit á MMA og finnst vinsældir þess ógna boxinu sem hann telur sig sérfræðing í. En það eitt að Lampley skyldi finna þörf hjá sér til að dissa MMA í beinni útsendingu sýnir best hversu rísandi sportið er og að vinsældir þess eru farnar að hrella útsérgengna lýsendur eins og Lampley. Það vakti nefnilega ekki síður athygli að hinn HBO boxlýsandinn, Max Kellerman, tók þegar upp hanskann fyrir MMA og sagði við Lampley að hann væri algjörlega ósammála honum. Kellerman er einn af upprennandi stjörnum HBO og þykir efnilegasti boxlýsandi þeirra í dag en hann hóf að lýsa hjá stöðinni árið 2005. Margir muna kannski eftir honum sem boxlýsandanum í hringnum í nýjustu Rocky myndinni, Rocky Balboa. Þess má geta að Kellerman er fæddur árið 1973 en Lampley árið 1949.

Aðdáendur MMA og UFC þurfa þó langt frá því að örvænta því eins og menn vita er MMA sent út á kapalstöðinni Spike TV og er heitasta efnið þar í dag. Það mun því sennilega ekki vera neinn skortur á sjónvarpsstöðvum sem munu sækjast eftir þessu vinsæla efni íþróttar sem fer stöðugt vaxandi. Og það er alls óvíst að aðrir stjórnarmenn HBO munu til lengdar sætta sig við að sjónvarpsstöðin verði af miklum tekjumöguleikum vegna þrjósku eins yfirmanns hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband