B.J. Penn varði heimstmeistaratitilinn

BJ Penn varði heimsmeistaratitil sinn í UFC 84Það var mikill fögnuður hjá Gunnari og æfingafélögum hans í herbúðum B.J. Penn eftir að „Undrið“ varði heimsmeistaratitil sinn í léttivigt með afar sannfærandi sigri yfir Sean Sherk í UFC 84, en bardaginn fór fram fyrir fullu húsi í MGM Grand Garden Arena í Vegas aðfararnótt sunnudags. Menn höfðu lengi beðið spenntir eftir þessum bardaga og Dana White forseti UFC sagði á blaðamannafundi fyrir bardagann að þarna berðust um titilinn bestu léttivigtarmenn í sögu MMA. Það vakti athygli að bardaginn fór aldrei í gólfglímu, sem báðir eru þó þekktir fyrir, en Penn sýndi það og sannaði enn og aftur að hann er ekki síður góður í standandi bardaga en í gólfglímunni. Úrslitin réðust í lok þriðju lotu og eftir bardagann mátti sjá á andliti Sherk að hann hafði fengið að finna fyrir nákvæmum stungum heimsmeistarans. Penn hafði yfirhöndina allan bardagann og í lok þriðju lotu hrakti hann Sherk með góðri boxfléttu þvert yfir búrið og sendi hann svo í gólfið með glæsilegu hnésparki sem Penn fylgdi eftir með fallegum hægri handar jackhammer höggum, sem kláruðu bardagann, ekki ósvipað því hvernig Penn sigraði Caol Uno 2001. Bjallan gall reyndar í sama mund en dómarinn sá að Sherk var ekki í neinu ástandi til að halda áfram og stöðvaði bardagann. Sean Sherk gerði engar athugasemdir við það og viðurkenndi einfaldlega ósigur sinn fyrir betri andstæðingi.

Eins þeir vita sem þetta spjall lesa þá hefur Gunnar dvalist við æfingar hjá B.J. Penn á Hawaii síðan í mars og verið í hans innsta æfingateymi (personal training group) fyrir bardagann. Gunnar er væntanlegur heim 4. júní en fer aftur erlendis 17. júní, fyrst til Írlands og síðan til Englands. Það má því segja að Íslendingar og bardagaíþróttklúbburinn Mjölnir eigi sitt í sigri heimsmeistarans Smile

Margir aðrir athyglisverðir bardagar voru einnig á dagskrá UFC 84. Má þar t.d. nefna að Wanderlei Silva náði nú að sýna sína réttu hlið, eftir að hafa tapað þremur bardögum í röð, en hann sigraði Keith Jardine með rothöggi á aðeins 36 sekúndum í léttþungavigtinni. Bardaginn, sem var sá stysti þetta kvöld, sýndi hversu jafn þessi flokkur er því Jardine sigraði Chuck Liddell á dómaraúrskurði í september á síðasta ári en Liddell sigraði síðan Wanderlei Silva á dómaraúrskurði í desember sama ár. Silva fékk $75.000 bónus fyrir rothögg kvöldsins í þessum bardaga.

Tito Ortiz og Lyoto Machida mættust einnig þetta kvöld og þó engu munaði í lokin að Ortiz næði Machida í þríhyrnings hengingu (triangle chocke) og armbar uppúr því þá dugði það ekki til og Machida vann bardagann réttilega á dómaraúrskurði. Hann er því enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli í MMA. Það verður fróðlegt að sjá hvað Ortiz gerir eftir þetta tap en hann hafði tilkynnt fyrir bardagann að hann hygðist hætta að berjast í UFC og snúa sér að því að berjast annars staðar.

Líkt og Machida þá er Thiago Silva einnig ósigraður í MMA eftir þetta kvöld en hann sigraði Antonio Mendes á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Bardagi þeirra Goran Reljic og Wilson Gouveia var valinn bardagi kvöldsins og hlutu þeir hvor um sig $75000 bónus að launum. Reljic sigrað á tæknilegu rothöggi í seinni hluta annarrar lotu. Glæsilegur armbar Rousimar Palhares tryggði honum ekki aðeins sigur í fyrstu lotu yfir Ivan Salaverry heldur einnig $75000 bónusgreiðslu fyrir besta „submission“ kvöldsins. Annað glæsilegt submission þetta kvöld var anaconda henging Yoshiyuki Yoshida sem svæfði Jon Koppenhaver eftir aðeins 56 sekúndur í fyrstu lotu. Enn styttri var þó bardagi Christian Wellisch og Shane Carwin sem sá síðarnefndi sigraði með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 44 sekúndur. Þeim sem þetta skrifar hefði reyndar valið rothöggið hjá Carwin sem rothögg kvöldsins en kannski var það grafíkin þegar munnstykkið úr Wellish flaug út úr honum eins og frisbee diskur sem gerði það svona flott. Önnur úrslit í UFC 84 urðu þau að Rameau Sokoudjou sigraði Kazuhiro Nakamura í lok fyrstu lotu á tæknilegu rothöggi, Rich Clementi sigraði Terry Etim á dómaraúrskurði og Dong Hyun Kim sigraði Jason Tan með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu en Tan (sem er æfingafélagi Gunnars á Hawaii) náði aldrei að sýna sitt rétta andlit í þeim bardaga. Ekki má þó gleyma því að Jason Tan mætti þarna mjög góðum og reyndum andstæðingi í Dong Hyun Kim sem á a.m.k. 19 bardaga bardaga að baki á sínum atvinnumannaferli í MMA og hefur aðeins tapað þremur þeirra, gert eitt jafntefli og sigrað fimmtán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband