16.10.2009 | 17:13
Keppnislið Mjölnis komið til Svíþjóðar
Keppnislið Mjölnis flaug til Stokkhólms í morgun til að keppa í Opna Norðurlandameistaramótinu í BJJ (Scandinavian Open) um helgina. Tíu keppendur fara frá Mjölni og er hópurinn búinn að vera við strangar æfingar síðustu vikurnar. Það eru tæplega sex hundruð keppendur skráðir til þátttöku í mótinu en Mjölnir er eini íslenski klúbburinn sem sendir keppendur að þessu sinni. Eins og margir vita er þetta Gi mót og keppt í þyngdar- og styrkleikaflokkum líkt og yfirleitt er á opnum mótum í BJJ. Gunni er auðvitað sá eini héðan sem keppir í hæsta styrleikaflokknum, enda eini Íslendingurinn með svart belti, en aðrir keppendur eru þau Auður Olga Skúladóttir, Bjarni Kristjánsson, Jóhann Helgason, Sighvatur Helgason og Þráinn Kolbeinsson sem keppa í blábeltaflokki og Bjartur Guðlaugsson, Hreiðar Már Hermannsson, Sigurjón Viðar Svavarsson og Vignir Már Sævarsson sem keppa í hvítbeltaflokki.
Keppnislið Mjölnis f.v.: Gunnar Nelson, Þráinn Kolbeinsson, Bjarni Kristjánsson, Auður Olga Skúladóttir, Hreiðar Már Hermannsson, Vignir Már Sævarsson, Sigurjón Viðar Svavarsson, Sighvatur Helgason og Jóhann Helgason. Á myndina vantar Bjart Guðlaugsson.
Svartbeltaflokkurinn er með marga mjög góða keppendur, m.a. fyrrum Brasilíumeistara og silfurverðlaunahafa af Evrópumeistaramótinu 2008, Ricardo Oliveira, sem er með Gunnari í þyngdarflokki og er talinn einn sá sigurstranglegasti á mótinu. Hann er í feikna formi þessa dagana og var meðal annars boðinn þátttaka í ADCC World Pro BJJ Cup sem var aðeins fyrir þá bestu í Gi. Hann er jafnframt silfurverðlaunahafi frá síðasta Evrópumeistaramóti (Gi) þar sem hann tapaði naumlega í úrslitum fyrir Alexandre de Souza sem eins og sumir vita vann m.a. þyngsta flokkinn World Pro Jiu Jitsu Cup. Sem dæmi um styrkleika þessa flokks þá lenti Braulio Estima, sem vann bæði sinn flokk og opna flokkinn á ADCC, í fjórða sæti í sínum þyngdarflokki þarna og komst ekki á blað í opnum flokki. Annar sterkur keppandi í Gunna flokki er gullverðlaunahafinn frá Danish Open BJJ 2009, Daniel Haglind, sem jafnframt er silfurverðlaunahafi frá Evrópumótinu.
Opni svartbeltaflokkurinn er því fjölda verðlaunahafa frá alþjóðlegum mótum og m.a. er gaman að sjá Iran Mascarenhas þarna en hann er fyrrum gullverðlaunahafi af þessu móti í svartbelta flokki. Eins og margir eflaust muna þá mættust Gunni og Mascarenhas í hringnum í fyrra þegar Gunnar vann á rothöggi í annarri lotu. Það væri ansi gaman ef þeir fengju að mætast aftur, nú í BJJ í Gi sem er Mascarenhas sterkasta hlið. Allavega stendir í hörku baráttu hjá okkar fólki sem allt saman er íþróttinni til sóma og hefur mikið sigur- og keppnisvilja.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.