Myndband međ bardaga Gunnars og Iran Mascarenhas

Opinbera myndbandiđ međ sigri Gunnars á Iran Mascarenhas á Adrenaline 3: Evolution mótinu í Danmörku 6. september

Gunnar Nelson VS Iran Mascarenhas (2008) from Mjolnir MMA on Vimeo.

Vinir Gunnars sem mćttu á svćđiđ í sérmerktum bolum og sátu ringside tóku líka upp myndband:
1. lota
2. lota (rothöggiđ sýnt í hćgri endursýningu í lokin)


The Man In The Arena

Renzo Gracie LegacySíđastliđinn föstudag kom út á DVD í USA heimildarmynd um Renzo Gracie (Renzo Gracie Legacy) en hún var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival nú í lok október. Myndin hefur fengiđ mjög góđa dóma og eftir ađ hafa horft á hana get ég mćlt eindregiđ međ henni fyrir allt áhugafólk um bardagaíţróttir. Fyrir ţá sem hafa áhuga ţá er hćgt ađ kaupa myndina á netinu, t.d. bćđi budovideos.com og á opinberu vefsetri myndarinnar. Í myndinni vitnar Renzo m.a. í rćđu sem Theodore Roosevelt forseti Bandaríkjanna hélt í Sorbonne í París 23. apríl 1910 en rćđan hét The Man In The Arena og ég held ég láti ţessa tilvitnun fylgja hér međ. Hún er svo sannarlega lestursins virđi:

- It is not the critic who counts; not the man who points out how the strong man stumbles, or where the doer of deeds could have done them better. The credit belongs to the man who is actually in the arena, whose face is marred by dust and sweat and blood; who strives valiantly; who errs, who comes short again and again, because there is no effort without error and shortcoming; but who does actually strive to do the deeds; who knows great enthusiasms, the great devotions; who spends himself in a worthy cause; who at the best knows in the end the triumph of high achievement, and who at the worst, if he fails, at least fails while daring greatly, so that his place shall never be with those cold and timid souls who neither know victory nor defeat.


Gunnar sigrađi í Meistarakeppni Norđur-Ameríku!

NAGA Champion belt 

Gunnar gerđi sér lítiđ fyrir í gćrkvöldi og vann bćđi til gull- og silfurverđlauna í Meistarakeppni Norđur-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gćrkvöldi á vegum NAGA (North American Grappling Association). Ţetta er gríđarlega fjölmenn og erfiđ keppni í íţróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti bćđi í noGi og Gi og í úrslitunum í noGi (Middle Weight) sigrađi hann hinn ţaulreyna "Macaco" Jorge Patino frá Brasilíu en sá á m.a. ađ baki 44 bardaga í MMA (hér er HL video međ Macaco). Macaco er afar vel ţekktur innan heims bardagaíţróttanna, bćđi sem keppnismađur og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíţróttaskóla í Brasilíu međ yfir 4000 nemendum ađ eigin sögn. Ţađ ţarf ekki ađ taka fram ađ sigur Gunna á "Macaco" Jorge Patino í gćrkvöldi vakti gríđarlega athygli. 

Gunnar sigra Meistarakeppni Norđur-Ameríku í grappling
"Macaco" Jorge Patino (ekki sáttur) - Gunnar Nelson - William Hamilton 

Gunnar vann svo einnig til silfurverđlauna í Gi (Cruiser Weight), ţ.e. ţeim hluta keppninnar en ţar er keppt í búningi eins og ţeim sem notađur er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó. Í úrslitum í Gi mćtti Gunnar öđrum vel ţekktum kappa, Dan Simmler, en Simmler er međ sinn eigin skóla í Massachusetts. Eins og sjá má á vefsetri skólans hefur Dan keppt stöđugt frá 1999 og m.a. veriđ í einu af 5 efstu sćtunum á bandaríska grappling styrkleikalistanum í 7 ár, ţar af 4 ár í efsta sćti listans. Í fyrra vann hann til tvennra verđlauna í Pan-American Jiu-jitsu Championships og í ár vann hann gullverđlaun í noGi í Pan-American svo fátt eitt sé nefnt. Hann undirbýr sig fyrir keppnir m.a. međ 6 földum USA meistara, fyrrum heimsmeistar og margföldum Ólympíuverđlaunahafa í júdó, Jimmy Pedro.

Eins og sennilega flestir sem lesa ţetta blogg vita ţá dvelst Gunnar nú í New York viđ ćfingar hjá Renzo Gracie og Renzo var víst í skýjunum yfir árangri Gunna í gćr eins og viđ öll auđvitađ. Ţess má geta ađ rúmlega 70 mínútna heimildarmynd um ćfi Renzo var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival í lok október en myndin mun koma út á DVD í Bandaríkjunum um miđjan nóvember.

Hér eru myndir af ţeim sem Gunnar glímdi viđ í úrslitunum:
Jorge Patino
"Macaco" Jorge Patino 

Dan Simmler
Dan Simmler

Fréttir um ţetta á visir.is og Bylgjunni (13:37 mínútu)


Gunnar međ ţrenn gullverđlaun og nú farinn til New York

Gunnar Nelson á Íslandsmeistaramótinu í BJJ 2008Ég átti alveg eftir ađ segja sigri Gunnar á ÍM í BJJ hér á blogginu enda veriđ nokkuđ busy. Allavega ţá tók Gunnar ţrenn gullverđlaun (eđa öll sem voru í bođi fyrir hann) á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) var haldiđ í húsnćđi Glímufélagsins Ármanns um síđustu helgi, nánar tiltekiđ sunnudaginn 26. október. Hann sigrađi sem sagt opna karlaflokkinn, -88 kg flokkinn (vigtađi inn 81,4 kg í gi) og sigrađi hann liđakeppnina líka en sigurliđ Mjölnis var skipađ honum, Bjarna Baldurs og Jóhann Helga (ţó ekki keflvíski söngvarinn). Gunni sigrađi allar sínar glímur af öryggi og fékk ekki á sig eitt einasta stig í öllu mótinu. Hann er ţví fyrsti opinberi Íslandsmeistarinn í BJJ.

Mótiđ var frábćrt í alla stađi en 42 keppendur tóku ţátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ og ţađ er gríđarlega gaman ađ sjá hversu hratt íţróttin hefur vaxiđ síđustu ár enda er BJJ orđin ein af vinsćlustu bardagaíţróttum landsins. Á Íslandsmeistaramótinu var keppt í ţyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liđakeppni félaga.

Keppendur frá klúbbnum okkar Mjölni voru afar sigursćlir en klúbburinn var međ langflesta sigurvegara á mótinu og jafnframt flesta ţátttakendur. Mjölnismenn sigruđu fimm af sex ţyngdaflokkum, auk ţess ađ sigra í liđakeppni og opnum flokki karla.

Sigurvegarar flokkanna voru ţessir: Í -67 kg flokki sigrađi Halldór Már Jónsson, Mjölni. Í -74 kg flokki sigrađi Tómas Gabríel, Mjölni, Í -81 kg flokki sigrađi Jóhann Helgason, Mjölni. Í -88 sigrađi Gunnar Nelson, Mjölni. Í -99 sigrađi Haraldur Óli, Fjölni. Og í ţyngsta flokknum (+99) sigrađi Bjarni Már Óskarsson, Mjölni. Í kvennaflokki sigrađi Kristín Sigmarsdóttir frá Pedro Sauer og í opna karlaflokknum sigrađi Gunnar Nelson, Mjölni.

Mjölnir saknađi sárlega Auđar Olgu en hún er í Svíţjóđ og gerđi sé lítiđ fyrir og vann til silfurverđlauna á Scandinavian Open ţessa sömu helgi. Frábćr árangur hjá henni. Ţá forfallađist Sólveig Sigurđardóttir (hans Jóns Viđars) á síđustu stundu vegna veikinda. Ţeim sem hafa áhuga á nánar upplýsingum um mótiđ og úrslit ţess er bent á frétt á vefsetri BJJ Samband Íslands. Ţađ er einnig gaman ađ segja frá ţví ađ mótinu voru gerđ góđ skil í fjölmiđlum, ţví ţađ birtist fréttir af ţví á Mbl, Vísi og DV svo eitthvađ sé nefnt. Einnig var fín umfjöllun um mótiđ í fréttatíma RÚV um kvöldiđ. Ţá kom heilsíđuviđtal viđ Gunna í DV ţriđjudaginn 28. okt. um mótiđ, síđustu sigra hans og framtíđarplön (hér er PDF skrá međ ţví viđtali).

Talandi um framtíđarplön ţá er Gunnar núna kominn til New York ţar sem hann ćfir allt upp í 4 sinnum á dag 6 daga vikunnar hjá Renzo Gracie (sjá líka blogg frá ţví ađ Renzo kom hingađ til lands í júní). Gunni býr í Queens og er ađeins ca. 5 mínútur í rútu eđa lest í Renzo Gracie Jiu-Jitsu Academy í Manhattan ţar sem hann ćfir. Ađstađan ţar til ćfinga er frábćr og alls ćfa um 40 svartbeltingar reglulega hjá klúbbnum, ţar af margir međal ţeirra bestu í heimi (Gunni var t.d. ađ glíma viđ Ricardo Almeida). Svo ekki sé nú talađ um allan fjöldann sem bera önnur belti. Ţetta verđur ţví ómetanleg reynsla fyrir Gunna.


mbl.is Mjölnismenn sterkastir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíţróttir (bardagalistir), bćđi á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Fighters Only Magazine

Stćrsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánađarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...
Nóv. 2008
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 193664

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband