23.3.2008 | 12:09
Gunnari gengur vel á Hawaii
Gunnari gengur mjög vel á Hilo á Hawaii þar sem hann mun, eins og áður hefur komið fram, dvelja við æfingar fram á vor undir handleiðslu heimsmeistararns BJ Penn. Hann leigir herbergi í einbýlishúsi hjá þolþjálfara BJ Penn. Þeir voru þrír í þessu húsi, þ.e. cardioþjálfararinn, Gunni og Urijah Faber sem var þarna líka við æfingar en Faber er world featherweight champion hjá WEC (systursamtökum UFC) og fyrrum Bantamweight Champion hjá King of the Cage (KOTC) og Gladiator Challenge Featherweight Champion (GC) þar til hann færði sig alveg yfir til WEC. Faber er með MMA pro recordið 20-1. Eini ósigur hans kom fyrir 3 árum gegn Tyson Griffin en síðan þá hefur hann unnið 12 bardaga í röð, þar af 7 í fyrstu lotu. Faber varð fyrst WEC heimsmeistari 2006 og hefur síðan þá varið titilinn sinn alls fjórum sinnum nú síðast í desember gegn Jeff Curran. Gunnar segir að þarna séu stór hópur af frábærum bardagaíþróttamönnum, BJJ brúnbeltingar og svartbeltingar í kippum. T.d. hefur hann glímt mikið við einn af bræðrum BJ, Reagan, sem er víst mjög gott svart belti.
Gunni er búinn að glíma nokkrum sinnum við BJ Penn og þykir það ekki leiðinlegt. Gunni segir að það sé eins gott að gefa BJ ekki eftir bakið á sér því þar límist hann á menn og verði ekki haggað. John Kavanagh sagði reyndar á spjallinu sínu að Gunnar hefði gott af þessu því þá vissi hann hvernig öðrum liði þegar þeir væru að glíma við hann. Gunni hefur fengið mjög góð comment þarna úti hjá BJ og hann teymi og er auðvitað glaður með það. Eins og ég sagði áður þá náðu hann og Urijah Faber mjög vel saman og Faber er búinn að bjóða honum að koma til Kaliforníu og æfa hjá sér. Faber er núna farinn frá Hawaii.
Myndirnar hérna að neðan sýna Gunnar í góðum félagsskap. Sú efri er af honum og BJ Penn (fyrstur frá vinsti) ásamt fleirum sem æfa hjá BJ en Urijah Faber er þarna einnig (fjórði frá vinsti).
Neðri myndi sýnir Gunnar og Faber í svokölluðum "medicine ball" æfingum.
Hér má sjá nokkrar fleiri myndir frá þessari æfingu á Hilo
Íþróttir | Breytt 15.4.2008 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 11:40
MMA að sigra heim íþróttanna
Gríðarleg vinsældaaukning MMA er flestum ljós en nú voru tvær stærstu MMA keppnir í USA, UFC og EliteXC, að tilkynna nýja risasamninga við stóra aðila. EliteXC keppnin var að gera multiyear sjónvarpssamning við CBS sjónvarpsstöðina og UFC var að gera þriggja ára sponcor samning við Anheuser-Busch!
Fyrir þá sem ekki þekkja nafnið Anheuser-Busch þá eru þeir t.d. framleiðendur á Budweiser og Bud Light bjórnum ásamt fjölda annarra þekktra vörumerkja. Þeir hafa t.d. verið aðal styrktaraðilar Super Bowl og óteljandi stórviðburða. Anheuser-Busch er langstærsti bjórframleiðandi í USA með 48.8% framleiðslunar þar og þriðju stærstir í heiminum. Samningur UFC og Anheuser-Busch nær bæði yfir UFC keppnirnar, WEC (systursamtök UFC) og The Ultimate Fighter raunveruleika sjónvarpsseríuna (boxþáttúrinn Contender er eftirherma af þessu en sjöunda sería þessa þáttar fer í loftið 2. apríl nk.).
Nánar má lesa um þessa samninga á vefsetri MMAWeekly:
- Frétt um samning UFC og Anheuser-Busch
- Frétt um samning EliteXC og CBS
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 09:49
Gunnar kominn til Hawaii
Af Gunnari er annars það að frétta að hann kom til Hilo á Hawaii í nótt en það er 10 tíma mismunur á Hawaii og Íslandi. Gunnar mun dveljast við æfingar með B.J. Penn og hans liði í Hilo næstu mánuði en eins og flestir vita undirbýr B.J. Penn sig nú fyrir titilvörn sína gegn fyrrum heimsmeistaranum Sean Sherk, en bardaginn fer frem í Las Vegas hinn 24. maí næstkomandi. Heimsmeistarinn hefur safnað um sig mörgum af öflugustu MMA mönnum í heiminum í dag til að búa sig fyrir þennan mikilvæga bardaga og því ómetanlegt fyrir Gunnar að fá að taka þátt í þessum undirbúningi og æfa meðal þeirra bestu.
Fréttir af Gunnari á Hawaii munu birtast fljótlega á vefsetrinu hans:
www.gunnarnelson.info
![]() |
Íslenskur bardagaíþróttamaður fikrar sig upp metorðastigann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.3.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 16:42
Ætti að fara í Mjölni og glíma við stelpurnar þar
![]() |
Glímudrottning í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar