30.6.2008 | 21:56
Gunnar gráðaður í brúnt belti
Gunnar var gráðaður í brúnt belti í brasilísku jiu jitsu (BJJ) á laugardagskvöldið. Gráðunin átti sér stað eftir að hann atti kappi við mjög öflugan pólskan andstæðing að nafni Piotr Stawski í 10 mínútna "grappling super fight" á Ring of Truth keppninni í Dublin. Glíman stóð í allar 10 mínúturnar og var því úrskurðuð jafntefli en hún var að því leiti ólík hefðbundnum grappling glímum að engin stig voru gefin og sigur gat einungis unnist með uppgjöf andstæðingsins. Pólverjinn var um 30 kg þyngri en Gunnar og hefur undanfarið sýnt styrk sinn á mótum í Írlandi, m.a. með því að vinna tvöföld gullverðlaun á Irish Munster BJJ open og þann 14. júní síðastliðinn sigraði hann bæði þyngsta flokkinn og opna flokkinn á Irish National Submission Championships 2008. Eins og sjá má á þessu sýningarmyndbandi er Piotr líkamlega sterkur, lipur og snöggur en hann rekur bardagaíþróttaklúbb á Írlandi. Gunnar getur því verið stoltur af árangri sínum.
Nokkuð kom á óvart að pólska tröllið gerði sitt til að tefja glímuna þar sem hann hafði eins og áður segir 30 kg umfram Gunnar en sjálfur sagðist Gunnar vera ánægður með sína frammistöðu, hann hafi lært mikið af henni og menn þurfi einnig að læra að eiga við líkamlega sterka andstæðinga sem reyni að þæfa glímur og teygja lopann. Eftir glímuna kallaði John Kavanagh þjálfari Gunnars hann á svið og afhenti honum brún belti í BJJ. Sannarlega frábær árangur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 20:35
Renzo Gracie og Gunnar í Íslandi í dag
Síðastliðið föstudagskvöld 27. júní var viðtal við Renzo og Gunnar í Ísland í dag á Stöð 2. Sjón er sögu ríkari.
Þá var einnig viðtal við Renzo í Fréttablaðinu 22. júní.
Íþróttir | Breytt 30.6.2008 kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 17:37
Renzo Gracie í Mjölni 14. júní!
Já það er engin aukvisi á leiðinni til Íslands því Renzo Gracie verður með æfingabúðir í Mjölni við Mýrargötu 14. júní! Þetta er án efa stærsta "nafn" í heimi bardagaíþrótta sem hefur komið til Íslands hingað til.
Íþróttir | Breytt 12.6.2008 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 23:48
Gunnar kominn heim frá Hawaii

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 14:10
Frábær árangur hjá Gunnari
![]() |
Vann til gullverðlauna á Hawaii |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 193664
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar