Færsluflokkur: Íþróttir

Gunnar annar tveggja efnilegustu í heimi samkvæmt Sherdog

SherdogVíðlesnasti MMA vefur í heimi, Sherdog.com, birti nýlega grein um þá sem greinarhöfundur telur tvo efnilegustu MMA menn í heimi, 26 ára Bandaríkjamanninn Chris Weidman og 22 ára Íslendinginn Gunnar Nelson. Önnur þjóðin er með yfir 300 milljónir manna, hin 300 þúsund. Greinina sem m.a. inniheldur stutt viðtal við þá báða má lesa hér.


Video af bardaga Gunnars við Eugene Fadiora

Hér er komið video af bardaga Gunnars við Eugene Fadiora frá 25. september í Bamma 4 (uppfært 14. okt. með nýrri og miklu betri útgáfu af bardaganum, með intro, walkin með lagi Hjálma og öllu).

Gunnar Nelson VS Eugene Fadiora (2010) from Mjolnir MMA on Vimeo.


Gaman að þessu

Það er auðvitað ekki amarlegt að vera talinn efnilegasti ungi MMA íþróttamaður í heimi. Eins og fram kemur í fréttum af þessu hefur Gunnar verið að þokast smám saman upp listana hjá MMA Planet og víðar. Héld ég láti bara fréttir íslensku vefmiðlana um þetta.


mbl.is Gunnar Nelson á heimslistann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona þaggar maður niður í 6000 Englendingum

Gunnar Nelson vs Eugene FadioraÞetta var frábær frammistaða hjá Gunnari á laugardagskvöldið. Nokkur spenna búinn að magnast upp í aðdragandanum og við vissum að flestir af 6000 áhorfendunum væru á bandi heimamannsins Eugene Fadiora. Ekki bara er hann ein skærasta vonarstjarna Englendinga í MMA heldur jafnframt frá Birmingham og hafði því gríðarlega stuðning í sínum heimabæ. Gunnar var hins vegar einnig vel hvattur af um 30 Íslendingum sem voru mættir á staðinn, þ.á.m. margir af hans æskuvinum fjölmenntu á showið. Gunnar gekk út undir fögrum tónum íslensku hljómsveitarinnar Hjálma, laginu Leiðin okkar allra. Það var ólíkur tónn í því en sumum af harðhausalögunum sem höfðu hljómað fyrr um kvöldið enda sagði sá sem lýsti þessu beint á twitternum hjá Bamma þetta vera „'interesting' choice of entrance music - a real slow jam, soulful number.“ Við gengum þrír með honum inn John Kavanagh, Árni Ísaksson og ég. Það máttu samt aðeins vera tveir alveg upp við búrið og ég bað Árna um að vera þar í minn stað því Eugene er auðvitað striker þar sem  Árni er á „heimavelli“ og ef bardaginn myndi eitthvað dragast á langinn þá væri gott að hafa hann sem næst honum. Ég sat svo bara beint fyrir aftan þá (2 m frá) þannig að það kom ekki að sök þó við mættum ekki vera þrír alveg upp við búrið.

Birminghambúanum Eugene var auðvitað gríðarlega vel fagnað þegar hann gekk í salinn. Báðir keppendur  lögðu flekklausan MMA feril sinn undir í þessum bardaga, Eugene taplaus með 10 sigra og Gunnar taplaus með 7 sigra. Það var því gríðarleg spenna í loftinu þegar bardaginn hófst. Eugene sótti beint að Gunna í byrjun, en ég hafði eiginlega frekar átt von á því að hann myndi liggja aðeins til baka og reyna að lúra Gunna inn í striking gameið sitt. Mér koma líka á óvart hvað hann hélt höndunum hátt miðað við að hann sagðist búast við því að Gunnar skyti inn fyrir takedownið sem Gunna síðan gerði án þess að Eugene næði að koma höggi inn. Eugene varðist vel og bakkaði að netinu og sýndi fínt takedown defense. Gunni gaf hins vegar ekkert eftir og náði Eugene niður eftir smá tilfæringar í stöðu. Gunni var fyrst í half guard og náði síðan að komast í side control. Eugene reyndi að sprengja upp en Gunni lenti þá nokkrum höggum á hann, fór framhjá guardinu og náði bakinu á honum. Hann kom krókunum inn en Eugene reyndi aftur að sprengja sig út úr þessu. Gunni setti bodylock á hann og kom inn RNC. Þó ekki undir hökuna heldur yfir hana. En þetta var mjög þétt og Eugene í gríðarlegum vandræðum enda bodylockinn þéttur líka og figure-four eins og sést á myndinni hér til hliðar. Eugene er hins vegar mjög öflugur og náði að standa á fætur en Gunni gaf sig ekki og hékk á honum, pikklæstur. Á þeirri stundu var ég viss um að þetta væri búið. Ég sá Eugene samt ekki tappa út því ég var eiginlega beint fyrir aftan þá. Mér sýnist Eugene vera að fara að detta þegar Gunni sleppir og dómarinn kemur stormandi inn. Eugene virtist mér þá eins og væri eiginlega meðvitundarlaus þó hann stæði uppréttur og ég sé að hann hefur örugglega dottið út augnablik. Dómarinn veifar til merkis um að bardaginn sé búinn og fagnaðarlætin í Íslendingunum og (einhverjum nokkrum fleirum) glumdu yfir steinlostnum Birminghambúunum sem höfðu séð sína skærustu vonarstjörnu sigraða á 3 mínútum og 51 sekúndu. Það kom svo í ljós að Eugene hafði gefið merki um uppgjöf sem ég sá ekki og því sleppti Gunni. Eugene hefur sennilega dottið út í augnablik því hann var riðandi og við það að detta í gólfið þegar dómarinn kom og studdi hann.

Frábær sigur hjá okkar manni og menn sögðu í gríni að Eugene hefði kafnað strax á forréttinum en hann hafði sagt í gamni fyrir bardagann að hann ætlaði að éta Gunnar Nelson (og birt mynd af sér með höfuðið á Gunna milli handanna). Ég veit ekki hvort hann hefur haft mikla matarlyst þetta kvöld.

Hér eru svo nokkrar greinar um bardagann (þær eru mun fleiri):


mbl.is Gunnar vann í 1. lotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Video af bardaga Gunnars við Danny Mitchell

Þá er komið video á YouTube af bardaga Gunnars við Danny Mitchell 28. ágúst í Cage Contender VI. Hægt að fara inn á YouTube og sjá þetta í HD.


Gunnar berst við efnilegasta Englendinginn

Eugene Fadiora vs Gunnar Nelson

Gunnar mætir Eugene Fadiora í BAMMA 4 keppninni þann 25. september nk. í Birmingham á Englandi. Fadiora er af flestum talinn efnilegasti veltivigtarmaður Englendinga, af þeim sem nú berjast innanlands, ásamt þeim Danny Mitchell (sem Gunnar vann um síðustu helgi) og Matt Inman (nemandi Karl Tanswell og berst undir merkjum SBG) sem bestu (efnilegustu) veltivigtarmenn Breta sem nú berjast locally. Auðvitað eru Bretar síðan með menn eins og Dan Hardy, Paul Daley, Jimmy Wallhead og Che Mills en þeir eru allir að berjast annarsstaðar (Che Mills berst þó stundum enn í UK). Af þessum þremur fyrsttöldu er Fadiora talinn bestur enda hefur hann sigrað bæði Mitchell og Inman. Fadiora vann sem sagt Mitchell á TKO (GnP) í apríl og síðan Inman núna í júlí (í millitíðinni þ.e. í maí hafði hann einnig sigrað Arvydas Zilius í fyrstu lotu). Fadiora sigarði Inman í fyrstu lotu á GnP en mér skilst að hann sé mjög öflugur í að beita því vopni, ekki síst olnbogunum. Bardagi Fadiora og Inman átti að vera title fight hjá Fight Ikon en Fadiora var langt frá vigt, hátt í 6 pundum er mér sagt! Bardaginn fór samt fram en var ekki title fight fyrir vikið. Og þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem Fadiora hefur ekki náð vigt fyrir bardaga. Mér skilst að sé í raun millivigtar fighter sem berjist í veltivigt. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái vigt gegn Gunnari.

Gunnar heldur til Dublin næsta miðvikudag ásamt Árna Ísakssyni en þar sem hann mun undirbúa sig fyrir bardagann hjá John Kavanagh sem verður í horninu hjá Gunnari ásamt mér. Eftir bardagann mun Gunni svo fara aftur til Dublin og aðstoða Árna við að undirbúa sig undir bardaga sem framundan er hjá honum 9. október gegn Scott Clist.

Eugene Fadiora er vafalítið erfiðasti andstæðingur Gunnars hingað til enda er ósigraður í MMA (með 15 sigra alls), 10-0 á atvinnumannaferli sínum og 5-0 í semi-pro en Gunnar er einnig ósigraður eins og menn vita (með 7 sigra). Fadiora hefur viðurnefnið "Sniper" eða "Leyniskyttan" vegna þess hversu óvænt, hröð og hnitmiðuð högg hans þykja en hann hefur klárað flesta sína bardaga í fyrstu lotu. Gríðarlegur áhugi er á þessum bardaga í Englandi og víðar og gaman að lesa ensku spjallborðin þar sem því er víða haldið fram að þetta ætti að vera aðalbardagi kvöldsins (main event) hjá BAMMA. Svo er hins vegar ekki því í main event er titilbardagi þeirra Tom Watson og Alex Reid (eiginmanni hinnar íðilfögru Jordan) í millivigt. Eugene Fadiora verður sannarlega á heimavelli í Birmingham því hann býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður því vafalítið með gríðarlegan stuðning í sínum heima bæ. Við vitum hins vegar af því að nokkur fjöldi Íslendinga hefur þegar bókað far til Englands á bardagann til að styðja við bakið á Gunnari. Það verður því vafalítið mikil stemning í NIA Arena í Birmingham þar sem keppnin fer fram.


Frábær frammistaða!

Danny Mitchell & Gunnar NelsonÉg var víst ekki búinn að segja neitt hér frá mögnuðum sigri Gunnars á Danny Mitchell í Cage Contender VI um síðustu helgi. Keppnin var í Manchester en fyrir bardagann hafði Danny aðeins tapað fyrir hinum magnaða Eugene Fadiora sem Gunnar mun mæta 25. september í Birmingham. Danny var 9-1 fyrir bardagann við Gunna og kvaðst aldrei hafa verið eins vel undirbúinn fyrir nokkurn bardaga. Það komu viðtöl við þá víða fyrir bardagann, m.a. á MMA Spot.

Í stuttu máli þá gjörsigraði Gunnar bardagann eftir aðeins 2 mínútu og 51 sekúndu. Gunnar tók Danny niður eftir body lock og stýrði bardaganum algjörlega í gólfinu. Eftir að Gunnar hafði látið nokkur högg dynja á Danny, og m.a. hitt hann alsvakalega með olnboganum, snéri Danny sér til að forðast höggin en við það tók Gunnar bakið á honum og hengdi hann með RNC. Glæsilega gert og Danny hefur ausið Gunnar lofi eftir bardagann. Þess má geta að Eugene Fadiora var mættur til að fylgjast með næsta andstæðingi sínum en það var athyglisvert hversu mikinn stuðning Gunnar fékk í Manchester enda æfði hann þar um tíma. Auk þess var þó nokkur fjöldi Íslendinga (sennilega hátt í 20 manns) mættir á svæðið til að styðja okkar mann. John Kavanagh var í horninu hjá Gunna eins og oft áður ásamt mér. Það væri til að æra óstöðugan að ætla að setja hér allt það sem skrifað hefur verð á netinu um þetta en ég læt þó fylgja hér að neðan linka á ýmis viðtöl og myndbönd sem þessu tengjast. Og svo er auðvitað greinin á MBL.is sem þessi færsla er tengd.


mbl.is Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill heiður fyrir Gunnar

MMA SpotÞetta val MMA Spot er auðvitað mikill heiður fyrir Gunnar ekki síst með tilliti til þess hverjir eru á þessu lista. Flestir á listanum eiga mun fleiri bardaga og sigra að baki en Gunnar en valið sýnir hversu mikla trú menn hafa á Gunnari. Það er líka gaman að rifja upp að MMA Spot var með viðtal við Gunnar í desember í fyrra. Þá má geta þess að auk Morgunblaðsins hafa bæði DV og Vísir birt frétt um þetta val MMA Spot. Auk þess var sagt frá því á Bylgjunni. Veit ekki með RÚV.

Að lokum má nefna að á vefnum mmaranked.com er að finna athyglisverða greiningu á Gunnari sem bardagaíþróttamanni. 


mbl.is Gunnar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fighter born to win

MMA Physique in June 2010Það er gaman að segja frá því að Gunnar er á forsíðu tímaritsins Physique MMA. Það er gefið út í Dubai en dreift í 9 löndum af Mið-Austurlöndum þ.e. Sameinuðu Arabísku Furstadæminu (UAE), Qatar, Bahrain, Oman, Kuwait, Jordan, Palestine, Iraq og Egypt sem og USA og einhverjum Evrópulöndum. Í blaðinu er íþróttaferli Gunnars gerð skil í máli og myndum í 6 síðna grein sem kallast Gunnar Nelson: FIGHTER BORN TO WIN og er aðalgrein blaðsins. Þess má geta að eitt þekktasta glímurit heims, Gracie Magazine, er með opnuviðtal við Gunnar í nýjasta tölublaði sínu (nr. 158), en greinin kallast Relaxed mind, bullet-proof body.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband