9.11.2008 | 12:54
Gunnar sigraði í Meistarakeppni Norður-Ameríku!
Gunnar gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og vann bæði til gull- og silfurverðlauna í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gærkvöldi á vegum NAGA (North American Grappling Association). Þetta er gríðarlega fjölmenn og erfið keppni í íþróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti bæði í noGi og Gi og í úrslitunum í noGi (Middle Weight) sigraði hann hinn þaulreyna "Macaco" Jorge Patino frá Brasilíu en sá á m.a. að baki 44 bardaga í MMA (hér er HL video með Macaco). Macaco er afar vel þekktur innan heims bardagaíþróttanna, bæði sem keppnismaður og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíþróttaskóla í Brasilíu með yfir 4000 nemendum að eigin sögn. Það þarf ekki að taka fram að sigur Gunna á "Macaco" Jorge Patino í gærkvöldi vakti gríðarlega athygli.
"Macaco" Jorge Patino (ekki sáttur) - Gunnar Nelson - William Hamilton
Gunnar vann svo einnig til silfurverðlauna í Gi (Cruiser Weight), þ.e. þeim hluta keppninnar en þar er keppt í búningi eins og þeim sem notaður er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó. Í úrslitum í Gi mætti Gunnar öðrum vel þekktum kappa, Dan Simmler, en Simmler er með sinn eigin skóla í Massachusetts. Eins og sjá má á vefsetri skólans hefur Dan keppt stöðugt frá 1999 og m.a. verið í einu af 5 efstu sætunum á bandaríska grappling styrkleikalistanum í 7 ár, þar af 4 ár í efsta sæti listans. Í fyrra vann hann til tvennra verðlauna í Pan-American Jiu-jitsu Championships og í ár vann hann gullverðlaun í noGi í Pan-American svo fátt eitt sé nefnt. Hann undirbýr sig fyrir keppnir m.a. með 6 földum USA meistara, fyrrum heimsmeistar og margföldum Ólympíuverðlaunahafa í júdó, Jimmy Pedro.
Eins og sennilega flestir sem lesa þetta blogg vita þá dvelst Gunnar nú í New York við æfingar hjá Renzo Gracie og Renzo var víst í skýjunum yfir árangri Gunna í gær eins og við öll auðvitað. Þess má geta að rúmlega 70 mínútna heimildarmynd um æfi Renzo var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival í lok október en myndin mun koma út á DVD í Bandaríkjunum um miðjan nóvember.
Hér eru myndir af þeim sem Gunnar glímdi við í úrslitunum:
"Macaco" Jorge Patino
Dan Simmler
Fréttir um þetta á visir.is og Bylgjunni (13:37 mínútu)
Íþróttir | Breytt 19.11.2008 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 9. nóvember 2008
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar