Frábær árangur hjá Gunnari

Já, Gunnar gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Opna meistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) á Hawaii í nótt. Þátttakendur á mótinu voru í kringum 150 en því var skipt upp í þrjú styrkleikastig (novice, intermediate og advance) og tók Gunnar þátt í því erfiðasta (advance) en hann keppti í -176 punda flokki (ca. -80kg). Flokkur Gunnars var ekki mjög fjölmennur en hann sigraði þó tvo erfiða andstæðinga í úrslitum og tryggði sér gullverðlaunin en sá sem Gunnar sigraði í fyrstu glímunni var m.a. talinn sigurstranglegastur í flokknum og hafnaði loks í öðru sæti eftir úrslitarimmu við annan andstæðing sem Gunnar sigraði einnig á mótinu. Sannarlega frábær árangur hjá Gunnari en rétt er að rifjað upp að Gunnar sigraði Opna írska meistaramótið í BJJ í október á síðasta ári, bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki. Ekki var keppt í opnum flokki á mótinu á Hawaii í nótt. Gunnar er nú á leið heim til Íslands og er væntanlegur á miðvikudagsmorgun.
mbl.is Vann til gullverðlauna á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2008

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 193677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband