Gunnar mætir reyndum svartbeltingi

Iran MascarenhasGunnar berst við hinn brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas 6. september nk. á MMA Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn. Iran þessi er ekkert lamb að leika sér við því hann er með svart belti í Brasilísku Jjiu Jitsu (BJJ) og hefur hátt í tveggja áratuga keppnisreynslu í þeirri íþrótt en Mascarenhas er 10 árum eldri en Gunnar. Mascarenhas var fenginn til Danmerku fyrir nokkrum árum til að þjálfa hjá stórum bardagaíþróttaklúbbi í Kaupmannahöfn og hefur verið þar síðan við þjálfun og keppni. Hann var þá þegar orðinn svartbelti í íþrótt sinni og hefur unnið til fjölda verðlauna undanfarin ár, m.a. nokkurra gullverðlauna á stórum mótum. Mascarenhas  er í dag með sitt eigið keppnislið í Kaupmannahöfn og það er ljóst að Brasilíumaðurinn mun gera allt til að ná góðum úrslitum fyrir framan nemendur sína í Danmörku. Hann mun líka varlaust njóta mikils stuðnings á „heimavelli“ gegn okkar manni. Á spjallvefjum um MMA má víða sjá menn hrósa Gunnari fyrir að samþykkja þennan bardaga gegn Mascarenhas. Gunnar er hins vegar hvergi banginn enda enn ósigraður í MMA og hefur engan hug á að breyta því, jafnvel þó hann mæti reyndum svartbeltingi eins og Iran Mascarenhas. Nánari upplýsingar um Adrenalínmótið og bardagann eru á vefsetri mótsins.

Hér er kynningarmyndband með Iran Mascarenhas þar sem hann ræðir undirbúning sinn fyrir bardagann við Gunnar.


Bloggfærslur 10. júlí 2008

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 193664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband