Magnaður sigur hjá Gunnari!

Var að detta heim eftir aldeilis frábæra ferð til Kaupmannahafnar þar sem Gunnar sigraði Iran Mascarenhas með frábæru rothöggi seint í annarri lotu eins og fram kemur í þessari frétt á mbl.is og hér á visir.is. Þetta var ótrúlega spennandi bardagi og taugastrekkjandi eins og alltaf þegar maður horfinn á strákinn sinn keppa. Iran var mjög öflugur og getur svo sannarlega staðið af sér högg. Það var ótrúleg stemning í höllinni í Köben og frábært hvað það komu margir Íslendingar á keppina til að hvetja Gunnar, m.a. stór hópur vina hans frá Íslandi sem flaug sérstaklega út til styðja við bakið á sínum manni. Ekki amalegt að eiga svona félaga. Bestu þakkir til allra fyrir frábæran stuðning þarna úti. Bendi annars á frétt á Mjölni um sigur Gunna.

Á myndunum hér að neðan má annars vegar sjá rothöggið hjá Gunnari og hins vegar hluta þeirra Íslendinga sem voru á keppninni að styðja Gunnar.

Gunnar Nelson rotar Iran Mascarenhas

Hluti Íslendinga á Adrenaline 3

Myndband nú komið hér.


mbl.is Gunnar sigraði í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2008

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 193664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband