13.1.2010 | 00:06
Gunnar berst í London í febrúar
Gunni mun berjast 13. febrúar í London. Keppnin er á vegum BAMMA (British Association of Mixed Martial Arts) og verður sýnd á Bravo og það ætti því að vera hægt að ná henni hér á landi. Ég veit samt ekki hvort hún verður sýnd beint eða síðar. Andstæðingur Gunna verður Sam The Engine Elsdon sem er 31 árs, svart belti (1 eða 2 dan) í Judo og Muay Thai fighter. Hann er jafnframt með blátt belti í BJJ. Elsdon þykir höggþungur striker og er líkt og Gunni ósigraður í MMA. Hann á 5 bardaga að baki og hefur sigrað þá alla, 2 í pro, 1 í semipro og 2 í amateur samkvæmt þessari síðu: http://www.prokumite.co.uk/entrylevelfighters.html
Annars veit ég voða lítið um þennan andstæðing. Þetta er samt sennilega í fyrsta skipti sem Gunnar er ekki almennt talinn underdog í sínum MMA bardaga. Það er auðvitað ný lífreynsla fyrir hann. Hins vegar efa ég að Gunni verði neitt að velta sér uppúr því. Hann er bara að fara í MMA bardaga.
Hér má sjá frétt Fighter Only Magazine um málið og GMA skrifaði líka um endurkomu Gunnars í MMA en hann hefur ekki barist í MMA síðan 6. september 2008 þegar hann rotaði Iran Mascarenhas í annarri lotu.
Hér er myndband með síðasta bardaga Sam Elsdon (svartar buxur) frá 22. nóvember sl.:
Að venju stendur DV sig best í íþróttafréttaflutningnum. Þá kom þetta á Sherdog og Gracie Magazine kýs að kalla þetta clash-of-styles Þeir eru sumir stundum pínu fastir í þessu BJJ vs JUDO dæmi.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.