Jarðvarmi, Björk og Gunnar Nelson

The Jordan Breen ShowHinn kunni útvarpsmaður Jordan Breen tók ítarlegt viðtal við Gunnar á fimmtudagskvöldið í útvarpsþætti sínum The Jordan Breen Show. Jordan hóf kynningu sína á Gunnari á að segja að jarðvarmi, Björk og Gunnar Nelson gætu verið það besta sem komið hefði frá Íslandi en vitalið við Gunnar snérist m.a. um Ísland og mataræði Gunnars sem neytir t.d. ekki fæðubótarefna  né unninnar matvöru ef hann kemst hjá því og hefur tröllatrú á hefðbundnum íslenskum sveitamat. Einnig ræðir Breen mikið við Gunnar um Ísland almennt og nefnir auðvitað kæstan hárkarl og fleira sem Breen hefur sjálfur smakkað. Það kemur einnig fram að Gunnari líður hvergi betur en í faðmi íslensku sveitarinnar hjá afa sínum og ömmu norður á Ólafsfirði. Þá ræðir Breen við Gunnar um sigra hans undanfarið og frábæran árangur á stórmótum á síðasta ári. Þeir ræða einnig framtíðaráform Gunnars og væntanlega bardaga gegn Bretanum Sam Elsdon.

Hægt er að hlusta á viðtalið á Sherdog eða hlaða því niður af vefnum.  Kynning á Gunnari hefst á 5:20 en viðtalið hefst á 01:20:55.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði á þetta allt. Alveg góð skemmtun. Talað um Tyson og aðra stóra menn í bardagaheiminum.

Viðtalið við Gunna var mjög flott. Sérstaklega þegar hann fer að tala um íslenska þorramatinn :D

Hafliði Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband