3.9.2010 | 21:34
Frábær frammistaða!
Ég var víst ekki búinn að segja neitt hér frá mögnuðum sigri Gunnars á Danny Mitchell í Cage Contender VI um síðustu helgi. Keppnin var í Manchester en fyrir bardagann hafði Danny aðeins tapað fyrir hinum magnaða Eugene Fadiora sem Gunnar mun mæta 25. september í Birmingham. Danny var 9-1 fyrir bardagann við Gunna og kvaðst aldrei hafa verið eins vel undirbúinn fyrir nokkurn bardaga. Það komu viðtöl við þá víða fyrir bardagann, m.a. á MMA Spot.
Í stuttu máli þá gjörsigraði Gunnar bardagann eftir aðeins 2 mínútu og 51 sekúndu. Gunnar tók Danny niður eftir body lock og stýrði bardaganum algjörlega í gólfinu. Eftir að Gunnar hafði látið nokkur högg dynja á Danny, og m.a. hitt hann alsvakalega með olnboganum, snéri Danny sér til að forðast höggin en við það tók Gunnar bakið á honum og hengdi hann með RNC. Glæsilega gert og Danny hefur ausið Gunnar lofi eftir bardagann. Þess má geta að Eugene Fadiora var mættur til að fylgjast með næsta andstæðingi sínum en það var athyglisvert hversu mikinn stuðning Gunnar fékk í Manchester enda æfði hann þar um tíma. Auk þess var þó nokkur fjöldi Íslendinga (sennilega hátt í 20 manns) mættir á svæðið til að styðja okkar mann. John Kavanagh var í horninu hjá Gunna eins og oft áður ásamt mér. Það væri til að æra óstöðugan að ætla að setja hér allt það sem skrifað hefur verð á netinu um þetta en ég læt þó fylgja hér að neðan linka á ýmis viðtöl og myndbönd sem þessu tengjast. Og svo er auðvitað greinin á MBL.is sem þessi færsla er tengd.
- Viðtal við Gunnar í DV fyrir bardagann
- Viðtal við Danny fyrir bardagann á MMA Spot
- Viðtal við Gunnar fyrir bardagann á MMA Spot
- Viðtal við John Ferguson hjá Cage Contender fyrir bardagann
- Video viðtal við Danny fyrir bardagann
- Video viðtal við Eugene Fadiora fyrir bardaga Gunna og Danny
- Frábær grein um bardagann í A Pop And A Gumshield
- Grein um bardagann í Fighters Only
- Grein um bardagann á MMA Spot
- Grein á Sherdog um bardagann
- Frétt í DV um sigur Gunnars
- Grein DV um einhvern sem græddi greinilega vel á þessum sigri
- Video viðtal við Danny eftir bardagann (byrjar að tala um hann á 1:30 mín.)
- Video af bardaganum
![]() |
Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 193631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.