27.9.2010 | 18:26
Svona þaggar maður niður í 6000 Englendingum
Þetta var frábær frammistaða hjá Gunnari á laugardagskvöldið. Nokkur spenna búinn að magnast upp í aðdragandanum og við vissum að flestir af 6000 áhorfendunum væru á bandi heimamannsins Eugene Fadiora. Ekki bara er hann ein skærasta vonarstjarna Englendinga í MMA heldur jafnframt frá Birmingham og hafði því gríðarlega stuðning í sínum heimabæ. Gunnar var hins vegar einnig vel hvattur af um 30 Íslendingum sem voru mættir á staðinn, þ.á.m. margir af hans æskuvinum fjölmenntu á showið. Gunnar gekk út undir fögrum tónum íslensku hljómsveitarinnar Hjálma, laginu Leiðin okkar allra. Það var ólíkur tónn í því en sumum af harðhausalögunum sem höfðu hljómað fyrr um kvöldið enda sagði sá sem lýsti þessu beint á twitternum hjá Bamma þetta vera 'interesting' choice of entrance music - a real slow jam, soulful number. Við gengum þrír með honum inn John Kavanagh, Árni Ísaksson og ég. Það máttu samt aðeins vera tveir alveg upp við búrið og ég bað Árna um að vera þar í minn stað því Eugene er auðvitað striker þar sem Árni er á heimavelli og ef bardaginn myndi eitthvað dragast á langinn þá væri gott að hafa hann sem næst honum. Ég sat svo bara beint fyrir aftan þá (2 m frá) þannig að það kom ekki að sök þó við mættum ekki vera þrír alveg upp við búrið.
Birminghambúanum Eugene var auðvitað gríðarlega vel fagnað þegar hann gekk í salinn. Báðir keppendur lögðu flekklausan MMA feril sinn undir í þessum bardaga, Eugene taplaus með 10 sigra og Gunnar taplaus með 7 sigra. Það var því gríðarleg spenna í loftinu þegar bardaginn hófst. Eugene sótti beint að Gunna í byrjun, en ég hafði eiginlega frekar átt von á því að hann myndi liggja aðeins til baka og reyna að lúra Gunna inn í striking gameið sitt. Mér koma líka á óvart hvað hann hélt höndunum hátt miðað við að hann sagðist búast við því að Gunnar skyti inn fyrir takedownið sem Gunna síðan gerði án þess að Eugene næði að koma höggi inn. Eugene varðist vel og bakkaði að netinu og sýndi fínt takedown defense. Gunni gaf hins vegar ekkert eftir og náði Eugene niður eftir smá tilfæringar í stöðu. Gunni var fyrst í half guard og náði síðan að komast í side control. Eugene reyndi að sprengja upp en Gunni lenti þá nokkrum höggum á hann, fór framhjá guardinu og náði bakinu á honum. Hann kom krókunum inn en Eugene reyndi aftur að sprengja sig út úr þessu. Gunni setti bodylock á hann og kom inn RNC. Þó ekki undir hökuna heldur yfir hana. En þetta var mjög þétt og Eugene í gríðarlegum vandræðum enda bodylockinn þéttur líka og figure-four eins og sést á myndinni hér til hliðar. Eugene er hins vegar mjög öflugur og náði að standa á fætur en Gunni gaf sig ekki og hékk á honum, pikklæstur. Á þeirri stundu var ég viss um að þetta væri búið. Ég sá Eugene samt ekki tappa út því ég var eiginlega beint fyrir aftan þá. Mér sýnist Eugene vera að fara að detta þegar Gunni sleppir og dómarinn kemur stormandi inn. Eugene virtist mér þá eins og væri eiginlega meðvitundarlaus þó hann stæði uppréttur og ég sé að hann hefur örugglega dottið út augnablik. Dómarinn veifar til merkis um að bardaginn sé búinn og fagnaðarlætin í Íslendingunum og (einhverjum nokkrum fleirum) glumdu yfir steinlostnum Birminghambúunum sem höfðu séð sína skærustu vonarstjörnu sigraða á 3 mínútum og 51 sekúndu. Það kom svo í ljós að Eugene hafði gefið merki um uppgjöf sem ég sá ekki og því sleppti Gunni. Eugene hefur sennilega dottið út í augnablik því hann var riðandi og við það að detta í gólfið þegar dómarinn kom og studdi hann.
Frábær sigur hjá okkar manni og menn sögðu í gríni að Eugene hefði kafnað strax á forréttinum en hann hafði sagt í gamni fyrir bardagann að hann ætlaði að éta Gunnar Nelson (og birt mynd af sér með höfuðið á Gunna milli handanna). Ég veit ekki hvort hann hefur haft mikla matarlyst þetta kvöld.
Hér eru svo nokkrar greinar um bardagann (þær eru mun fleiri):
Gunnar vann í 1. lotu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega brilljant frammistaða hjá Gunnari! Frábær íþróttamaður í alla staði
Jón Gunnar Benjamínsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:41
hvar getur maður fengið að sjá bardagann? einhverjar fréttir af því?
biggi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 01:42
Bardaginn verður sýndur á Stöð 2 Sport næsta laugardag og honum verður einnig gerð góð skil í þætti Audda og Sveppa nk. föstudag.
Halli Nelson, 28.9.2010 kl. 09:18
Góð lýsing félagi! Og frábært afrek hjá Gunna auðvitað
Gaui (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:21
Frábært afrek hjá honum. Þessi Eugene Fadiora virkar eins og hinn mesti köggull.
Eyjólfur Eyfells (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:42
Snillingur :)
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:24
Til hamingju með drenginn Halli minn..
hilmar jónsson, 28.9.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.