Gunnar valinn "Maður fólksins" á sport.is

Gunnar Nelson kjörinn Maður fólksins 2010Gunnar var valinn "maður fólksins 2010" á íþróttavefnum sport.is en hann fékk flest atkvæði lesenda vefsins um íþróttamanna ársins. Atkvæði þeirra giltu helming á móti atkvæðum fréttamanna vefsins sem kusu Aron Pálma íþróttamann ársins. Fyrir kjörið hlaut Gunnar bikar viðurkenningarskjal og bókina Íslensk knattspyrna 2010, sem okkur sem þekkjum hann finnst frekar fyndið því við vitum að hann er hvorki lestrarhestur á bækur né hefur nokkurn einasta áhuga á fótbolta LoL

Við stuðningsmenn Gunnars og bardagaíþrótta á Íslandi þökkum lesendum sport.is fyrir kjörið.

Hér er videoviðtal við Gunnar sem tekið var í dag af þessu tilefni.

Myndin hér til hliðar er tekin af frétt á sport.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki dæmigert fyrir íslenska íþróttafréttamenn! Þarna fengu þeir gullið tækifæri til að heiðra þennan frábæra íþróttamann sem fólkið hafði valið sem sinn mann en kusu í staðinn að láta enn einn boltastrákinn fá verðlaunin fyrir íþróttamann ársins. Og svo er bók um fótbolta í verðlaun! Segir allt sem segja þarf um það hversu þröngsýnir íslenskir íþróttafréttamenn eru og taktlausir við það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Gunnar Nelson er fremsti íþróttamaður sem Ísland á í dag og frábær fyrirmynd í alla staði. Hógvær en um leið ákaflega einlægur og heiðarlegur í öllum viðhorfum sínum. Hvet alla til að lesa frábært og einlægt viðtal við hann í Mannlífi.

Kristinn (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Halli Nelson

Ég skil hvað þú ert að fara en ég tel samt að við eigum ekki að skamma þá sem vel gera þó ég hafi heyrt frá fleirum sem eru sama sinnis og þú. Ég verð sennilega síðastur manna til að bera í bætifláka fyrir einhæfa umfjöllun íþróttafréttamanna á Íslandi sem er með miklum eindæmum en þeir hjá sport.is voru búnir að segja fyrirfram að atkvæði lesenda vefsins giltu helming á móti fréttamönnum vefsins og svona fór það bara . Aron Pálmi er frábær íþróttamaður og vel að þessum titli kominn. Þetta með bókina Íslensk knattspyrna fannst mér bara fyndið þar sem Gunnar hefur ákaflega lítinn áhuga á bókum og enn minni á fótbolta! En hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort bók um eina íþróttagrein sé ekki svolítið "hlutdræg" verðlaun... svona ef út í það er farið. En mér finnst Snorri Sturluson og þeir sem standa að sport.is eiga heiður skilinn fyrir þessi verðlaun þó ég myndi alveg vilja sjá meiri umfjöllun um bardagaíþróttir almennt á vefnum þeirra. Það er nú þegar nóg af "boltaíþróttavefjum" eins og mbl.is og visir.is svo eitthvað sé nefnt Þá er rétt að halda því til haga að Snorri og Valtýr Björn fóru ákaflega fögrum orðum um Gunnar í útvarpsþætti Valtýs "Mín skoðun" á X-inu í dag (umfjöllun um Gunna hefst á 5. mínútu) og vil ég nota tækifærið og þakka þeim félögum kærlega fyrir það.

Halli Nelson, 4.1.2011 kl. 23:51

3 identicon

Þetta er skemmtilegt viðtal og rétt að þeir Snorri og Valtýr tala vel um Gunnar en ég get samt ekki séð að Snorri og hans lið á sport.is séu hótinu betri en aðrir þegar kemur að þessum málum. Þarna fékk Gunnar flest atkvæði fólksins en starfsmenn Snorra á sport.is snéru því síðan yfir á einn boltastrákinn enn. Hvernig getur þá Snorri deilt á val íþróttamanns ársins þegar hans fólk er ekkert skárra þegar kemur að þessum málum. Enda skrifa þeir á sport.is aðallega um boltaíþróttir. Skoðaðu bara vefinn þeirra. Þar eru flokkarnir HM 2011, Handbolti, Enski boltinn, Fótbolti, Körfubolti og Golf. Ekkert um aðrar íþróttir en boltaíþróttir. Það er ekki nóg að tala um að maður sé ósáttur við hitt og þetta og einsog Snorri gerir í viðtalinu og vera svo bara alveg eins þegar á hólminn er komið.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:51

4 identicon

Gunnar er frábær íþrótta-maður eins og Árni og báðir helgasynir(dóri og eiki)

en hvaða máli skiptir það hvort þú sért einn af betri íþróttamönnum heims í þinni íþrótt ef að það er ekki spark- eða kast-bolti ekki það að Haldór Helgason vann gull í big jump á X-games sem er topurinn af tiket to ride og er eins og ef að einhver fengi gull á hm og gunnar vinnur hvern bardagan á fætur öðrum en nei Aron kastboltabulla er merkilegri

Ingi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband