Árni Ísaks tapaði í Jórdaníu

Árni ÍsakssonVinur okkar Árni Ísaksson háði harða rimmu í fyrrakvöld um veltivigtarbeltið hjá Cage Warriors en andstæðingur hans var hinn franski Gael Grimaud. Bardaginn fór fram í Amman í Jórdaníu og var John Kavanagh (þjálfari Gunna og Árna á Írlandi) í horninu hjá Árna en John var með þrjá aðra keppendur á cardinu þetta kvöld. Því miður fyrir okkur hér heima þá bar Frakkinn sigurorð af okkar manni en Árni barðist til síðasta blóðdropa og landi og þjóð til sóma.

Árni byrjaði ágætlega, náði tvöföldum underhook á Frakkann og felldi hann í gólfið og sótti stíft á hann fyrri helming fyrstu lotunnar. En Gael var seigur og náði að snúa taflinu sér í hag og þegar Árni reyndi fótalás sem mistókst nýtti Frakkinn sér það og náði að lokum bakinu á Árna. Þar setti hann inn svokallaðan body triangle en Árni varðist þó vel. Að lokum náði okkar maður að losa Gael af bakinu á sér og báðir keppendur voru standandi þegar lotunni lauk. Önnur lota hófst því miður ekki vel fyrir “Ísvíkinginn”. Eftir að keppendur höfðu skipst á höggum fór bardaginn í gólfið og þar náði Frakkinn aftur yfirhöndinni, ýmist með því að ná bakinu á Árna eða með mount. Frakkinn lét höggin dynja á okkar manni sem þó gaf sig ekki en þegar tæp mínúta var eftir af lotunni taldi Marc Goddard dómari nóg komið og stöðvaði bardagann. Frakkinn sigraði því Árna á tæknilegu rothöggi (TKO). Árni var að sjálfsögðu svekktur með tapið en svona er sportið og Árni mun læra af þessum ósigri og koma sterkari til baka. Hann hefur áður mætt mótvindi á sínum ferli og alltaf komið betri til baka eftir áfall. Svo verður einnig nú.

Þess má geta að vinkona okkar Aisling Daly, sem oft hefur komið til Íslands og æft hjá Mjölni, vann góðan sigur á cardinu á aðeins 20 sekúndum með armbar og Conor McGregor sem líka æfir hjá John Kavanagh sigraði á TKO í fyrstu lotu. Cathal Pendred gerði jafntefli við Danny Mitchell, þann sama og Gunnar sigraði í Manchester í fyrra.

Bardaga Árna frá því í fyrradag má sjá hér að neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband