15.5.2007 | 00:01
Tim Sylvia úr bakaðgerð
Aumingja Tim Sylvia greyið þurfti heldur betur að hlusta á óánægjuhróp rúmlega nítján þúsund áhorfenda eftir að Randy The Natrual Couture hirti af honum UFC þungavigtartitilinn í UFC 68 þann 3. mars síðastliðinn. Ástæðan var þó ekki sú að Sylvia skyldi missa beltið, því meirihluti áhorfenda studdi Randy, heldur hitt að Sylvia kenndi m.a. meiðslum um frammistöðu sína. En þó Sylvia hafi strax séð eftir því að hafa minnst á þetta og vildi fátt frekar en geta dregið þau orð til baka, þá er það hins vegar svo að tröllið átti við meiðsli að stríða og hefur nú þurft að fara í bakaðgerð til að láta laga meiðslin. Sylvia segist hafa verið mjög kvalinn fyrir keppnina í mars en viðkennir að hafa verið of öruggur með sig. Ég hélt að mér myndi duga eitt gott högg á Randy og þá yrði þetta búið, segir Sylvia í nýlegu viðtali. Í hreinskilni sagt hefði ég hefði átt að hætta við bardagann.
Sylvia er nýkominn úr bakaðgerðinni og segir hana hafa tekist vel. Mér líður prýðilega. Ég er verkjalaus og get ekki beðið eftir því að losna úr læknismeðferðinni og hefja endurhæfingu. Ég var búinn að reyna allt, skurðaðgerðin var síðasti kosturinn. Þess vegna beið ég svona lengi frá bardaganum með að fara í hana, í heila tvo mánuði.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Tim Sylvia á í meiðslum. Margir MMA aðdáendur muna eflaust eftir því þegar hann tapaði titlinum sínum til Frank Mir í UFC 48 í júní 2004. Mir braut þá framhandlegginn á Tim með armlás þegar aðeins 50 sekúndur voru liðnar af 1. lotu. Frank Mir hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum sínum í UFC, eftir að hann snéri aftur í hringinn eftir alvarlegt mótorhjólaslys. Sylvia varði titilinn sinn tvisvar eftir að hann vann beltið aftur af Andrei Arlovski áður en hann tapaði fyrir Randy núna í mars. En hann hefur aldrei fengið tækifæri til að hefna ósigursins fyrir Mir. Ég hef meiri áhuga á þeim bardaga en nokkrum öðrum, segir Sylvia. Hver veit nema honum verði að ósk sinni. Bardagi milli Sylvia og Mir myndi sannarlega vekja mikla athygli og selja vel.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.