Apríl - mánuður hinna óvæntu úrslita

Gonzaga rotar Cro CopÞað má með sanni segja að apríl sl. hafi verið mánuður hinna óvæntu úrslita í UFC. Matt Serra gerði hið „ómögulega“ í UFC 69 þegar hann sigraði Georges St. Pierre með TKO (tæknilegu rothöggi) og tók þar með UFC beltið í veltivigt af kanadíska fransmanninum. Og í UFC 70 steinrotaði hinn brasilíski Gabriel Gonzaga fyrrum Pridemeistarann Mirko „Cro Cop“ Filipovic. Cro Cop sem er þekktur fyrir spörkin sín, ekki síst fyrir rosalegasta vinstri fót í bransanum, var svo sannarlega sá sigurstranglegri í bardaganum en fyrirfram var vitað að sigurvegari hans myndi fá tækifæri á titilbardaga við Randy um þungavigtabeltið. Það lá nokkuð ljóst fyrir að Dana White, forseti UFC, hafði hugsað sér að næsti bardagi yrði titilbardagi milli Randy og Cro Cop en það gleymdist víst að segja Gonzaga frá þessu plani. Og hafi honum verið sagt það þá hefur hann í það minnsta ekki verið mikið að hlusta, enda í mestu vandræðum með enskuna. Líkt og með Serra gegn GSP var búist við að eini möguleiki Gonzaga væri í gólfinu en líkt og Serra gerði við GSP þá sigraði Gonzaga króatíska sparkarann á sínum eigin leik, þ.e. með glæsilegu hásparki sem sendi Cro Cop meðvitundalausan í gólfið. Sá sem þetta skrifar var svo heppinn að horfa á þetta með berum augum og trúði þeim varla, ekki frekar en hinir rúmlega 15 þúsund áhorfendurnir í M.E.N. Arena í Manchester. Það var reyndar óhugnalegt að sjá hvernig hægri fóturinn bögglaðist undir Cro Cop og enn ótrúlegra að sjá hann ganga óhaltan úr átthyrningnum nokkru síðar. Hann mun þó hafa tognað en ekki alvarlega. Sem má furðu sæta eins og menn sjá hér.

Og ég ætla að leyfa mér að spá því að Gonzaga kom aftur á óvart og sigri Randy „The Natrual“ Couture. En kannski kemur það úr þessu ekki svo mikið á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband