17.5.2007 | 15:10
Matt Serra óhress með Georges St. Pierre
Eftir bardaga þeirra Georges St. Pierre og Matt Serra í UFC 69 í síðasta mánuði, þar sem Serra tók veltivigtartitilinn óvænt af GSP, var eftir því tekið hversu vel fráfarandi meistari tók ósigrinum. En í nýlegu útvarpsviðtali lýsti GSP því hins vegar yfir að hann hefði verið meiddur í bardaganum, hefði aðeins æft lítillega í tvær vikur og verið illa undirbúinn. Jafnframt fullyrti GSP að ef hann hefði verið að mæta Matt Hughes þá hefði hann aldrei samþykkt bardagann en hann hefði greinilega vanmetið getu Matt Serra.
Eðlilega hafa þessi orð ekki farið vel í Matt Serra sem í viðtali sakar GSP um hrein ósannindi. Hann stóð upp eftir bardagann og játaði ósigur sinn karlmannlega en nú kemur hann með þetta kjaftæði, sagði Serra hinn fúlasti og gefur lítið fyrir þennan viðsnúning hjá GSP. Serra bendir á að hann hafi æft afar vel og unnið fyrir sigrinum og fyrir bardagann hafði GSP sagst ætla að undirbúa sig betur en nokkrum sinnum áður en nú væri komið annað hljóð í strokkinn. Þannig að hvort er það? Var hann að ljúga þá eða er hann að ljúga núna? spyr Serra og segir að GSP hljómi eins og gömul lumma. Honum væri nær að hætta að fara alltaf með fyrirfram ákveðinn texta og tala þess í stað beint frá hjartanu.
Ekki misskilja mig segir Serra hann er góður og hæfileikaríkur en hann var sigraður. Ég geri mér grein fyrir því að í æfingabúðum hans er erfitt að sætta sig við að ofurmennið skyldi tapa en því er nú þannig varið. Nú vilja þeir halda því fram að það sé sökum þess að hann hafi verið illa undirbúinn. Ef hann var illa undirbúinn þá hefði hann ekki geta barist í 5 lotur en hann stóð ekki einu sinni þrjár mínútur, þannig að ég vil ekki þurfa að hlusta á þetta, bendir Serra á og segir orð GSP hugsanlega mega rekja til lélegra ráðgjafa.
Allavega, miðað við einhvern sem predikar heiður og siðgæði þá fer lítið fyrir þeim. Ég sakna gamla GSP. Líkt og allir aðrir var ég mikill aðdáandi hans. Hvar er hann? Sjáðu til, þessi náungi var allt sem Matt Hughes var ekki. Það gerir þetta jafnvel verra. Við vissum öll að Matt Hughes var asni en Georges átti að vera einn af góðu gæjunum, segir Serra svekktur og bendir á að fyrir bardagann hafi GSP kallað sig vin sinn. Nú fari minna fyrir því og Serra segist ekkert vilja með hann hafa.
Maður getur að vel skilið gremju Matt Serra þó hann sé kannski full harðorður. Það er rétt sem hann segir að fyrir bardagann kvaðst GSP vera í toppformi og laus við öll meiðsli. Sama sagði hann eftir bardagann enda umtalað hversu vel hann tók ósigrinum. Nú hefur hann snarsnúið þessu og þarf engan að undra þó Serra finnist að sér vegið. Georges St. Pierre á eflaust eftir að svara Serra og það er alveg ljóst annar bardagi þeirra á milli mun verða afar spennandi. Hann mun þó ekki verða alveg á næstunni og sennilega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Sjáum hvað setur.
Eðlilega hafa þessi orð ekki farið vel í Matt Serra sem í viðtali sakar GSP um hrein ósannindi. Hann stóð upp eftir bardagann og játaði ósigur sinn karlmannlega en nú kemur hann með þetta kjaftæði, sagði Serra hinn fúlasti og gefur lítið fyrir þennan viðsnúning hjá GSP. Serra bendir á að hann hafi æft afar vel og unnið fyrir sigrinum og fyrir bardagann hafði GSP sagst ætla að undirbúa sig betur en nokkrum sinnum áður en nú væri komið annað hljóð í strokkinn. Þannig að hvort er það? Var hann að ljúga þá eða er hann að ljúga núna? spyr Serra og segir að GSP hljómi eins og gömul lumma. Honum væri nær að hætta að fara alltaf með fyrirfram ákveðinn texta og tala þess í stað beint frá hjartanu.
Ekki misskilja mig segir Serra hann er góður og hæfileikaríkur en hann var sigraður. Ég geri mér grein fyrir því að í æfingabúðum hans er erfitt að sætta sig við að ofurmennið skyldi tapa en því er nú þannig varið. Nú vilja þeir halda því fram að það sé sökum þess að hann hafi verið illa undirbúinn. Ef hann var illa undirbúinn þá hefði hann ekki geta barist í 5 lotur en hann stóð ekki einu sinni þrjár mínútur, þannig að ég vil ekki þurfa að hlusta á þetta, bendir Serra á og segir orð GSP hugsanlega mega rekja til lélegra ráðgjafa.
Allavega, miðað við einhvern sem predikar heiður og siðgæði þá fer lítið fyrir þeim. Ég sakna gamla GSP. Líkt og allir aðrir var ég mikill aðdáandi hans. Hvar er hann? Sjáðu til, þessi náungi var allt sem Matt Hughes var ekki. Það gerir þetta jafnvel verra. Við vissum öll að Matt Hughes var asni en Georges átti að vera einn af góðu gæjunum, segir Serra svekktur og bendir á að fyrir bardagann hafi GSP kallað sig vin sinn. Nú fari minna fyrir því og Serra segist ekkert vilja með hann hafa.
Maður getur að vel skilið gremju Matt Serra þó hann sé kannski full harðorður. Það er rétt sem hann segir að fyrir bardagann kvaðst GSP vera í toppformi og laus við öll meiðsli. Sama sagði hann eftir bardagann enda umtalað hversu vel hann tók ósigrinum. Nú hefur hann snarsnúið þessu og þarf engan að undra þó Serra finnist að sér vegið. Georges St. Pierre á eflaust eftir að svara Serra og það er alveg ljóst annar bardagi þeirra á milli mun verða afar spennandi. Hann mun þó ekki verða alveg á næstunni og sennilega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Sjáum hvað setur.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.