14.1.2008 | 00:14
Gunnari boðið að keppa um Adrenaline titilinn
Gunnari hefur verið boðið að taka þátt í baráttunni um Adrenalinebeltið í sínum þyngdarflokki á Adrenalinemótinu í Kaupmannahöfn 12. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Adrenalinetitilinn í MMA og í annað árið sem mótið er haldið. Eins og margir vita sem lesa þetta síður keppti Gunnar sinn fyrsta MMA bardaga á þessu móti í maí í fyrra þegar hann mætti einum efnilegasta MMA keppanda Dana, John Olesen, sem hafði mun meiri keppnisreynslu þó það væri ekki erfitt þar sem Gunnar hafði enga. Frammistaða Gunnars þar vakti mikla athygli en bardaganum lauk með jafntefli samkvæmt úrskurði dönsku dómaranna og var mál manna að Olesen mætti svo sannarlega vel við þann úrskurð una, en þess má geta að bjallan bjargaði m.a. Dananum í lok annarrar lotu þegar Gunnar var kominn með Kimuralás á Olesen. Gunnar stýrði síðan þriðju og síðustu lotunni en engu að síður úrskurðuðu dönsku dómararnir bardagann jafntefli. Nánar um þann bardaga hér.
Keppnin um Adrenaline titilinn fer þannig fram að fjórir keppendur, tveir og tveir, eru valdir af móthöldurum til að reyna með sér. Snemma um kvöldið fara því fram tveir bardagar og sigurvegarar úr sitthvorum bardaganum mætast síðan í main event um kvöldið í titilbardaga. Sigri Gunnar fyrri bardagann á hann því möguleika á titlinum en keppni af þessu tagi er frekar óvanaleg í svokölluðum full contact bardagaíþróttum, þ.e. að keppendur keppi fleiri en einn bardaga sama kvöldið því yfirleitt líða vikur eða mánuðir milli bardaga. Taki Gunnar þátt í þessu verður þetta því mikil eldraun fyrir hann enda ljóst að hinir þrír sem móthaldarar Adrenalinemótsins bjóða að keppa verða engir aukvisar í sportinu. Daninn Kenneth Rosfort mun vera búinn að staðfesta þátttöku sína og nafn hins sænska Andre Mineus hefur verið nefnt.
Gunnar hefur þó enn ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í keppninni en það byggist á því æfingaplani sem framundan er hjá honum í vetur og hefur ekki ráðist endanlega en mun væntanlega ráðast fyrir lok þessa mánaðar. Gunnari hafa reyndar einnig verið boðnir bardagar á Englandi og Írlandi en engar ákvarðanir hafa heldur verið teknar um þá enn sem komið er.
Hér má sjá frétt um þetta á visir.is
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.