31.5.2008 | 21:41
Sterkt mót
Miðað við vinsældir BJJ á Hawaii er ljóst að opna meistaramótið þar er sterkt en Gunnar segist hvergi banginn og þetta sé fínt tækifæri til að fá reynslu af því að keppa við suma af þeim bestu. Hann þurfti hvort sem er að fara til Honolulu frá Hilo á Hawaii og því tilvalið að fara af stað degi fyrr og taka þátt í mótinu. Gunnar flýgur síðan heim á leið daginn eftir mótið og er væntanlegur heim til Íslands 4. júní.
Keppir í jiu jitsu á Hawaii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu einhver nöfn á keppendum í þessu móti Halli ?
Kristinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:17
Nei, ekki hugmynd. En mér skilst á þeim úti að þarna keppi iðulega afar sterkir einstaklingar. Veit að það eru nokkrir frá gyminu hjá BJ að fara að keppa þarna og eflaust víðar að, bæði frá USA og annars staðar.
Halli Nelson, 31.5.2008 kl. 22:44
Þetta er spennandi og miðað við þær fréttir sem maður heyrir af stráknum þá virðist hann vera að standa sig rosalega vel. Bara það að vera í félagsskap með BJ Penn og Uriah Faber segir ansi mikið. En er hann ekki líklegur kandídat í The Ultimate Fighter ? Hefur hann eitthvað reynt við það ? Hann gæti orðið næsti Magni okkar íslendinga ef hann kæmist þar inn .
Kristinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:29
Frábært hjá Gunnari að hætta sér í þetta mót. En af hverju setur Mogginn þetta undir fólk en ekki íþróttir? Það skiptir sennilega litlu en er samt svolítið dæmigert fyrir íþróttafréttamennsku á Íslandi. Ef það er ekki bolti í því þá er það varla íþrótt. Stafar af því að íþróttafréttamennirnir koma allir úr sömu áttinni og skrifa bara um það sem þeir hafa sjálfir áhuga á. Lítil fréttamennska í því satt best að segja. En menn munu ekki geta horft framhjá því að MMA er að sigra heim íþróttanna. En ég hef heyrt þetta sama um opna meistaramótið á Hawaii í BJJ. Þá á ég við að þarna keppi margir mjög góðir og mótið sé með þeim sterkari í BJJ. Vonandi gengur Gunnari vel. Það væri saga til næsta bæjar ef hann hafnaði í efri sætunum þarna! Og ég myndi alveg trúa honum til að koma á óvart og gera það. Drengurinn er með ólíkindum hæfileikaríkur íþróttamaður.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:41
Ég hef verið að horfa á öll myndböndin hans og lesið mig eilítið til um hans feril á netinu eftir að ég sá þessa frétt. Ótrúlegt þykir mér hversu mikla hæfileika hann hefur miðað við ungan aldur. Hann á klárlega eftir að ná langt í þessari íþrótt ef hann heldur áfram á sömu braut og aflar sér meiri reynslu í bransanum. Persónulega finnst mér að fjölmiðlar á Íslandi (áhersla er lögð á að við erum bara rétt rúmlega 300.000 manns) ættu að sýna drengnum og íþróttinni meiri áhuga heldur en raunin er, þar sem þetta er klárlega með erfiðari íþróttagreinum sem fyrirfinnast.
Einhverjar fréttir um hvernig honum gekk á mótinu í dag Halli?
Áhugasamur (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:21
Takk fyrir þetta. Já, eins og ég hef þegar sett inn þá gerði Gunnar sé lítið fyrir og vann til gullverðlauna á mótinu.
Halli Nelson, 2.6.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.