Gunnar kominn heim frá Hawaii

BJ Penn og Gunnar Nelson Jæja, Gunnar kom heim frá Hawaii í gærmorgun eftir þriggja mánaða dvöl hjá heimsmeistaranum í léttivigt og "undrinu" BJ Penn. Gunnar mun dveljast hér á landi til 17. júní en þá förum við feðgarnir til Írlands til að vera við brúðkaup bróður míns. Gunnar verður eftir þar við æfingar hjá John Kavanagh en fer síðan til Manchester og mun æfa þar hjá Karl Tanswell. Það er líklegt að hann muni keppa í MMA á Englandi í júlí en það er þó ekki endanlega ákveðið. Meira um það síðar. Gunnar kemur síðan aftur heim til Íslands en mun sennilega fara í haust aftur til Bandaríkjanna en nú stefnir hann að því að fara þangað til æfinga hjá Greg Jackson í Albuquerque í New Mexico. Greg Jackson er án efa einn allra besti þjálfari innan bardagaíþróttaheimsins í dag en hjá honum æfir mikill fjöldi frábærra atvinnumanna, þar á meðal Georges St. Pierre heimsmeistari í veltivigt. Þetta er þó ekki komið endanlega á hreint enda ýmsir endar sem fyrst þarf á hnýta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband