Glíma Gunna við pólska tröllið

Glíma Gunna við pólska tröllið Piotr Stawski er nú komin á netið. Ég er sannfærður um að ef glíman hefði verið tveimur mínútum lengur þá hefði Gunni klárað þetta. Pólverjinn massaði sig út úr hinu og þessu í byrjun glímunnar meðan hann hafði sprengikraftinn, enda miklu sterkari en Gunni, en Gunni var að rúlla yfir hann þarna í restina. Pinnaði hann niður, kneeridaði, mountaði o.s.frv. og þetta var bara tímaspurnsmál hvenær Gunni kláraði þetta. Því miður rann tíminn út og þar sem þetta var submission only glíma endaði hún með jafntefli. Samt gaman að telja stigin svona miðað við ADCC og aðra grappling keppnir. Gunni hefði unnið þetta með yfirburðum á stigum, í það minnsta 12-4.

Commentið hjá Pólverjanum í lokin, þegar Gunnar fékk brúna beltið, þóttu setja hann nokkuð niður en þar segist hann bara vera hvítt belti. Það fór af stað smá umræða um þetta comment hans, bæði á spjallvefjum á Írlandi en þó sérstaklega manna á milli skilst mér. Menn hlógu sig máttlausa að þessu bulli. Pólverjinn er búinn að grappla allt sitt líf og var keppnismaður í júdó áður fyrr. Hann rekur sinn eigin klúbb og þjálfar þar og hefur verið að vinna opinn flokk í hverri keppninni á fætur annarri. John Kavanagh var reyndar frekar fúll út í hann út af þessu. Benti á að Fedor og fleiri væru líka "white belt" í BJJ ef út í það væri farið og fannst asnalegt af honum að reyna að "steal the moment" svo vitnað sé beint í John. Þessi gaur er auðvitað ekki hvítt belti level frekar en ekki hvað but who cares.

En hér er glíman. Þeir sem nenna ekki að horfa á hana alla geta horft bara á Part 2 en þar eru rúmar 4 mínútur glíma. Restin af því videoi er afhendingin á brúna beltinu.

Part 1
Part 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband