23.12.2008 | 16:17
Georges St. Pierre valinn íþróttamaður Kanada
UFC veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre var í gær valinn íþróttamaður Kanada hjá Sportsnet.ca með miklum yfirburðum en hann hlaut 89% atkvæða í kjörinu. Þetta er í fyrsta sinn sem MMA íþróttamaður hlýtur þennan heiður og það voru engir aukvisar sem St. Pierre ýtti aftur fyrir sig því ásamt honum voru tilnefndar margar af þekktustu íþróttahetjum Kanada um þessar mundir.
Hér er um að ræða íþróttamenn eins og NHL íshokkístjörnuna Jarome Iginla, fyrirliða Calgary Flames, sem varð á sínum tíma fyrsti blökkumaðurinn til að bera fyrirliðaband í NHL. Iginla var í gullverðlaunaliði Kanada á Vetrar-Ólympíuleikunum 2002 og á tímabilinu 2007-2008 skoraði hann 50 mörk fyrir liðið sitt sem var í annað skiptið á ferlinum sem hann afrekaði slíkt. Þess má geta að Iginla var valinn verðmætasti leikmaður NHL af leikmönnum deildarinnar fyrir nokkrum árum.
Annað stórt nafn sem kom á eftir St-Pierre var hafnarboltastjarnan Justin Morneau sem leikur í Bandaríkjunum og var valinn American League Most Valuable Player fyrir tveimur árum og varð í ár fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna hið svokallaða Home Run Derby.
Þá má nefna tennisstjörnuna Daniel Nestor sem varð Wimbledonmeistari í ár í tvíliðaleik (sigraði einnig Hamburg Masters og Queen's Club Championships). Þess má geta Nestor vann í fyrra til tvöfaldra gullverðlauna á Australian Open sem og gullverðlaun French Open. Þá vann hann til gullverðlauna á US Open 2004 og gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney 2000 svo fátt eitt sé nefnt.
Síðast en ekki síst var tilnefnd hin gríðarvinsæla Chantal Petitclerc en hún er þekkasti fatlaði íþróttamaður Kanada með 14 ólympíugull, 5 silfur og 2 brons á Ólympíuleikum undanfarinna 12 ára eða svo, þ.a. 5 gull á Ólympíuleikunum í Beijing í ár og 5 gull á Ólympíuleikunum 2004 í Aþenu. Þá eru ótalin fjöldi heimsmeta sem þessi frábæra íþróttakona hefur sett undanfarin ár, m.a. þrenn á þessu ári, auk fjölda annarra meta.
Georges St. Pierre sagði eftir kjörið það vera mikinn heiður að hljóta þessi verðalaun fyrstur MMA íþróttamanna. Hann óskaði jafnframt hinum íþróttamönnunum sem í kjöru voru til hamingju með árangur sinn og sagði þá vera frábæra fulltrúa íþrótta sinna. Það gerði þetta val á sér sem íþróttamanni ársins enn meiri heiður en ella að vera valinn úr hópi slíks afreksfólks.
Meðal þeirra sem unnið hafa þessi verðlaun undanfarin ár eru íshokkístjarnan Sidney Crosby og körfuboltastjarnan Steve Nash. Þetta er því ekki aðeins sigur fyrir Georges St. Pierre heldur MMA íþróttina almennt.
Fyrir þá sem ekki vita þá býr St. Pierre sig undir að verja UFC titil sinn gegn BJ Penn á UFC 94 hinn 31. janúar næstkomandi.
Tíu tilnefndir í kjöri á íþróttamanni ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.