Gunni glímir við Clark Gracie á morgun

Clark GracieJæja, morgundagurinn verður heldur betur athyglisverður því Gunnar dróst gegn engum öðrum en Clark Graice í fyrstu umferð í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Clark Gracie er heimsþekktur BBJ maður og eins og margir vita úr innsta hring Gracie ættarinnar. Faðir hans er Carley Gracie sem er 8. gráðu svartbelti í BJJ og m.a. brasilískur meistari 1969-1972, bæði í BJJ og Vale Tudo. Afi Clark er enginn annar en Carlos Gracie sem er einn upphafsmanna BJJ. Sjálfur ólst Clark Gracie auðvitað upp í BJJ gallanum og er margverðlaunaður en meðal verðlauna hans undanfarin ár má nefna gullverðlaun á ameríska meistaramótinu 2005 og 2006 og silfurverðlaun 2007. Jafnframt hlaut hann annað sæti 2007 á heimsmeistaramótinu í No-Gi. Clark rekur tvo BJJ og MMA klúbba í San Diego og faðir hann rekur einnig slíkan klúbb í San Francisco.

Sennilega veðja ekki margir á að Gunni komist áfram gegn Clark Gracie en ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að Gunni mun koma á óvart og Clark mun þurfa að hafa fyrir hlutunum.

Clark Gracie er auðvitað náfrændi Renzo Gracie sem er ansi athyglisvert í ljósi þess að Gunni æfir eins og flestir vita undir leiðsögn Renzo í New York.

Vignir Már keppti í gær í millivigt (hvítt belti) öldunga og stóð sig vel en tapaði á stigum (eftir Takedown) í fyrstu umferð og féll úr keppni.

Gunni hafði ætlað sér að keppa í opnum flokki í dag en fékk það ekki því þeir voru víst of margir skráðir í flokkinn þannig að hann þurfti að víkja, sennilega af því að hann er ekki heimamaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband