28.3.2009 | 22:34
Gunni glímir við Clark Gracie á morgun
Jæja, morgundagurinn verður heldur betur athyglisverður því Gunnar dróst gegn engum öðrum en Clark Graice í fyrstu umferð í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Clark Gracie er heimsþekktur BBJ maður og eins og margir vita úr innsta hring Gracie ættarinnar. Faðir hans er Carley Gracie sem er 8. gráðu svartbelti í BJJ og m.a. brasilískur meistari 1969-1972, bæði í BJJ og Vale Tudo. Afi Clark er enginn annar en Carlos Gracie sem er einn upphafsmanna BJJ. Sjálfur ólst Clark Gracie auðvitað upp í BJJ gallanum og er margverðlaunaður en meðal verðlauna hans undanfarin ár má nefna gullverðlaun á ameríska meistaramótinu 2005 og 2006 og silfurverðlaun 2007. Jafnframt hlaut hann annað sæti 2007 á heimsmeistaramótinu í No-Gi. Clark rekur tvo BJJ og MMA klúbba í San Diego og faðir hann rekur einnig slíkan klúbb í San Francisco.
Sennilega veðja ekki margir á að Gunni komist áfram gegn Clark Gracie en ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að Gunni mun koma á óvart og Clark mun þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Clark Gracie er auðvitað náfrændi Renzo Gracie sem er ansi athyglisvert í ljósi þess að Gunni æfir eins og flestir vita undir leiðsögn Renzo í New York.
Vignir Már keppti í gær í millivigt (hvítt belti) öldunga og stóð sig vel en tapaði á stigum (eftir Takedown) í fyrstu umferð og féll úr keppni.
Gunni hafði ætlað sér að keppa í opnum flokki í dag en fékk það ekki því þeir voru víst of margir skráðir í flokkinn þannig að hann þurfti að víkja, sennilega af því að hann er ekki heimamaður.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.