Gunnar mætir heimsmeistara í fyrstu glímu á HM

Jæja, stór helgi að renna upp þar sem Gunnar verður fyrstur Íslendinga til að keppa á Heimsmeistaramótinu í Jiu-Jitsu (almennt kallað Mundials) en Gunnar keppir á föstudag og laugardag. Riðlarnir eru komnir á netið og það má með sanni segja að okkar maður fái ekki að fara léttu leiðina.Tounge Gunni keppir eins og flestir vita í millivigt á mótinu en vigtað er í Gi áður en gengið er inn á völlinn í fyrstu glímu. Gunnar keppir líka í opnum flokki og einhverra hluta vegna þá er opni flokkurinn á undan þyngdarflokknum.Woundering Opni flokkurinn er sem sagt á föstudaginn og millivigtin síðan á laugardaginn.

Í opnum flokki mætir Gunni léttivigtar heimsmeistaranum Ryan Beauregard í fyrstu glímu! Hér er helsti árangur Ryan Beauregard síðustu ár:
2009 Silfur á Evrópumeistaramótinu
2008 Heimsmeistari í léttivigt brúnbelta
2005 National Champion
Jafnframt hefur hann m.a. komist þrisvar í úrslit á á Pan Amercian og er þrefaldur Arizona fylkismeistari. Svona svo eitthvað sé talið. Og hér er highlight með Ryan Beauregard:

Beauregard hefur reyndar fært sig upp um þyngdarflokk frá því í fyrra og því verður hann líka í millivigtarflokknum með Gunna. Og það er sko enginn smá flokkur því auk Beauregard er þarna að sjálfsögðu enginn annar en Kayron Gracie (m.a. heimsmeistari síðasta árs og Pan Am meistari 2007, nenni ekki að telja upp alla sigra Kayron síðustu ár). Kayron er auðvitað frændi Clark Gracie en sem Gunnar sigraði í Pan Am í mars. Clark er auðvitað þarna líka sem og menn eins og Bruno Alves (silfuverðlaunahafi síðasta árs og á Pan Am 2009 þar sem hann tapaði fyrir Gunna í úrslitum eins og frægt er), Daren Roberts (brons á HM No-Gi 2007 og á Pan Am 2007 og 2009 en þar tapaði hann fyrir Gunna í undanúrslitum), Marcel Gonçalves (fimmfaldur fylkismeistari, hefur sigrað Brazilian, South American and American absolute championships), Curtis Vega (kennari hjá Rickson Gracie Jiu-Jitsu Center í LA), Bruno Allen (gull verðlaun í opnum flokki í Suður-Ameríkumótinu 2008) og margir fleiri vel kunnir glímukappar.

Í millivigtinni mætir Gunni gullverðlaunahafa Grappler Quest, Alexander Vamos, í fyrstu glímu. Alex er mjög góður (rekur BJJ skóla í Long Island ásamt bróður sínum). Hér er tveggja ára highlight með Alexander Vamos, hann er orðinn enn betri í dag Cool

Sigri Gunnar hann þá eru allar líkur á því að hann mæti annaðhvort Bruno Alves í annarri glímu (Bruno fær þá rematchið sem hann vill eftir að hafa tapað fyrir Gunna í úrslitum á Pan Am) eða þá fyrrnefndan léttivigtar heimsmeistara síðasta árs, Ryan Beauregard, sem nú ætlar sér sigur í millivigtinni. Gunnar gæti þó einnig mætt Marvin Lee en verðum við ekki að segja að annað hvort Bruno eða Ryan séu líklegri til að mæta Gunna sigri hann Vamos. Sigri Gunnar þennan arm mætir hann einhverjum þessara: Tony Backman, Daren Roberts, Vinicius Corrales, Matthew Cooper eða Leonardo da Silva. Sigri Gunnar þá glímu er hann kominn í undanúrslit. Gunni ætlar sér ekkert annað en sigru frekar en vanalega þannig að allir góðir straumar eru vel þegnir! Smile

Í millivigtinni eru rúmlega fjörutíu keppendur og í opnum flokki eru tæplega hundrað. Hátt í tvö þúsund keppendur taka þátt í Heimsmeistarakeppninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss þetta er ekkert smá spennandi. Curtis þekkjum við náttúrulega en hina keppendurnar veit ég ekkert um.. vona að Gunni hafi þetta! :)

Árni Þór (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vonandi tekur Gunnar þetta en byrjar auðvitað ekki á því auðveldasta. Það verður ekki ósigur þótt hann tapi í sjálfu sér. Fer þá bara í reynslubankann fyrir UFC. Til hamingju með hann Halli!

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Halli Nelson

Takk fyrir það Muggi og gaman að sjá þig hér.

Halli Nelson, 5.6.2009 kl. 00:20

4 identicon

Verður þú með eitthvað updeit hérna leið og e-ð skeður? Ertu með hlekk á sjálfa mótssíðuna?

Þráinn (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Halli Nelson

Gunni tapaði naumlega á stigum gegn heimsmeistaranum Ryan Beauregard í opnum flokki á Heimsmeistaramótinu í kvöld. Gunni er þar með úr leik í opnum flokki þar sem HM er útsláttarmót. Keppni í millivigt er á morgun og þar mætir Gunnar keppenda sem hetiri Alexander Vamos í fyrstu glímu. Sigri Gunnar þar þá er líklegt að hann mæti Ryan Beauregard aftur í annarri glímu.

Halli Nelson, 5.6.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Halli Nelson

Þessi texti birtist á vefsetri Renzo Gracie í nótt. Liðfélagar Gunnars voru greinilega ekki par ánægðir með dómgæsluna í glímu Gunna

"In the brown belt absolute earlier in the day our favorite viking fighter and 2009 Pan AM and NY OPEN champion Gunnar Nelson fought a tough battle against last year's Leve World Champ Ryan Beauregard( his oppenent this year is fighting at Middle weight so even if it was absolute from a weight point they were even).
The clue point of this match was right at the beginning. Gunnar's opponent attempted a drop Seoi Nage. Gunnar stuffed the throw, and proceded to attack the back. After a battle to control the turtle Gunny ended up on bottom. Unfortunatelly the ref raised the hand to award Bouregard the two points that decided the match ( no more points were scored, his oppnenent was imo stalling for most part of the match).
 
This was probably a very controversial call ( but not the only one in a long day of BJJ fights). It's true that the opponent initiated the take down, but as Gunnar proceded to attack the back for a few seconds there was no real continuation of the action, and being the turtle a neutral position the opponent should have not been awarded those points. Gunnar will be fighting again tomorrow in his regular weight division."

Halli Nelson, 6.6.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband