Fjöldi verðlauna okkar fólks á fyrri degi Scandinavian Open

Frábær frammistaða okkar fólks og klúður mótshaldara einkenndu fyrri dag Opna Norðurlandameistaramótsins. Íslensku keppendurnir (allir úr Mjölni) unnu til tveggja gullverðlauna, einnar silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna í þyngdarflokkum blábelta og öldungaflokki hvítbelta í dag. Sighvatur Helgason vann gull í -88,  Auður Olga Skúladóttir vann silfur í -64, Þráinn Kolbeinsson vann brons í -94 og Bjarni Kristjánsson vann brons í -100. Þetta var allt í blábeltaflokkum. Vignir Már Sævarsson vann svo til gullverðlauna í öldungaflokki hvítbelta (36-40 ára). Frábær árangur!

En okkar menn urðu líka fórnalömb ótrúlegs klúðurs mótshaldara. Jóhann Helgason var dæmdur úr leik á þeim forsendum að hann hefði ekki mætt til leiks. Það stóðst auðvitað ekki því Jóhann var þarna og, búinn að skrá sig og borga keppnisgjaldið og tilbúinn í slaginn. Síðar kom í ljós að hann hafði aldrei verið kallaður upp! Þegar þetta uppgötvaðist var orðið og seint að leiðrétta mistök. Mótshaldarar báðust afsökunar, greiddu honum einhverjar „skaðabætur“ og skráðu hann í opna flokkinn sem þeir einir eiga rétt á að keppa í sem eru í fyrstu þremur sætunum í þyngdarflokkunum.

Opni flokkur svartbelta var einnig í dag og þar var annað klúður! Gunni mætti þar þreföldum Brasilíumeistara Thiago "Monstro" Borges (+100kg flokki, enda "Monstro" = "Skrímslið") í fyrstu glímu. Gunnar taldi sig vera að vinna glímuna þegar henni lauk, hann væri með 2 stig gegn 2 advantage hjá Thiago, en vallardómarinn hafði gefið Thiago 1 adv fyrir Takedown tilraun og annað adv fyrir að fara úr full guard hjá Gunnari yfir í half guard.Woundering Gunnar hélt því að hann hefði sigrað en í millitíðinni hafði einhver starfsmaður mótsins komið að dómaraborðinu frá áhorfandapöllunum og flett til baka þessu adv hjá Thiago fyrir Takedown tilraunina og gefið honum í stað tvö stig!Shocking Thiago er eitthvað númer þarna og var m.a. líka að dæma á mótinu og þetta hefur að öllum líkindum verið einhver félagi hans! Angry Thiago fékk síðan 1 adv fyrir að fara úr guard hjá Gunna yfir í half guard! Þegar mistökin uppgötvuðust viðurkenndi aðaldómarinn þau og bað Gunnar afsökunar en því miður var Thiago þegar búinn að glíma aftur og því orðið of seint að leiðrétta þetta. Skelfileg handvömm og dómarakúður og með ólíkindum að einhver starfsmaður, hvort sem hann var dómari eða ekki, gangi að dómaraborðinu við glímu sem hann hefur ekkert með að gera og breyti úrskurði vallardómara án þess að nokkur á dómaraborðinu hreyfi legg né lið! Þessi afgapi var heppinn á ég var ekki þarna því þeir væru sennilega enn að velta fyrir sér hvernig ætti að losa hausinn á honum upp úr klósettskálinni! Devil Ekkert upp á Thiago að klaga samt, hann er auðvitað mjög góður BJJ keppandi og fór alla leið í úrslit í opna flokknumi og keppir því til úrslita þar á morgun.

Á morgun keppir okkar fólk í hvítabeltaflokkum (Bjartur Guðlaugsson, Sigurjón Viðar Svavarsson, og Hreiðar Már Hermannsson). Þá keppa verðlaunahafarnir okkar í bláu beltunum ásamt Jóhanni í opnum flokki. Að lokum keppir Gunnar í sínum þyngdarflokki á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband