Gunnar með þrenn gullverðlaun og nú farinn til New York

Gunnar Nelson á Íslandsmeistaramótinu í BJJ 2008Ég átti alveg eftir að segja sigri Gunnar á ÍM í BJJ hér á blogginu enda verið nokkuð busy. Allavega þá tók Gunnar þrenn gullverðlaun (eða öll sem voru í boði fyrir hann) á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns um síðustu helgi, nánar tiltekið sunnudaginn 26. október. Hann sigraði sem sagt opna karlaflokkinn, -88 kg flokkinn (vigtaði inn 81,4 kg í gi) og sigraði hann liðakeppnina líka en sigurlið Mjölnis var skipað honum, Bjarna Baldurs og Jóhann Helga (þó ekki keflvíski söngvarinn). Gunni sigraði allar sínar glímur af öryggi og fékk ekki á sig eitt einasta stig í öllu mótinu. Hann er því fyrsti opinberi Íslandsmeistarinn í BJJ.

Mótið var frábært í alla staði en 42 keppendur tóku þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ og það er gríðarlega gaman að sjá hversu hratt íþróttin hefur vaxið síðustu ár enda er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins. Á Íslandsmeistaramótinu var keppt í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga.

Keppendur frá klúbbnum okkar Mjölni voru afar sigursælir en klúbburinn var með langflesta sigurvegara á mótinu og jafnframt flesta þátttakendur. Mjölnismenn sigruðu fimm af sex þyngdaflokkum, auk þess að sigra í liðakeppni og opnum flokki karla.

Sigurvegarar flokkanna voru þessir: Í -67 kg flokki sigraði Halldór Már Jónsson, Mjölni. Í -74 kg flokki sigraði Tómas Gabríel, Mjölni, Í -81 kg flokki sigraði Jóhann Helgason, Mjölni. Í -88 sigraði Gunnar Nelson, Mjölni. Í -99 sigraði Haraldur Óli, Fjölni. Og í þyngsta flokknum (+99) sigraði Bjarni Már Óskarsson, Mjölni. Í kvennaflokki sigraði Kristín Sigmarsdóttir frá Pedro Sauer og í opna karlaflokknum sigraði Gunnar Nelson, Mjölni.

Mjölnir saknaði sárlega Auðar Olgu en hún er í Svíþjóð og gerði sé lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Scandinavian Open þessa sömu helgi. Frábær árangur hjá henni. Þá forfallaðist Sólveig Sigurðardóttir (hans Jóns Viðars) á síðustu stundu vegna veikinda. Þeim sem hafa áhuga á nánar upplýsingum um mótið og úrslit þess er bent á frétt á vefsetri BJJ Samband Íslands. Það er einnig gaman að segja frá því að mótinu voru gerð góð skil í fjölmiðlum, því það birtist fréttir af því á Mbl, Vísi og DV svo eitthvað sé nefnt. Einnig var fín umfjöllun um mótið í fréttatíma RÚV um kvöldið. Þá kom heilsíðuviðtal við Gunna í DV þriðjudaginn 28. okt. um mótið, síðustu sigra hans og framtíðarplön (hér er PDF skrá með því viðtali).

Talandi um framtíðarplön þá er Gunnar núna kominn til New York þar sem hann æfir allt upp í 4 sinnum á dag 6 daga vikunnar hjá Renzo Gracie (sjá líka blogg frá því að Renzo kom hingað til lands í júní). Gunni býr í Queens og er aðeins ca. 5 mínútur í rútu eða lest í Renzo Gracie Jiu-Jitsu Academy í Manhattan þar sem hann æfir. Aðstaðan þar til æfinga er frábær og alls æfa um 40 svartbeltingar reglulega hjá klúbbnum, þar af margir meðal þeirra bestu í heimi (Gunni var t.d. að glíma við Ricardo Almeida). Svo ekki sé nú talað um allan fjöldann sem bera önnur belti. Þetta verður því ómetanleg reynsla fyrir Gunna.


mbl.is Mjölnismenn sterkastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 193435

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband