Gunnar í viðtali á MMA Spot

MMA Spot
Gunnar Nelson vs Jeff MonsonBardagaíþróttavefurinn MMA Spot var að birta ítarlegt viðtal við Gunnar. Í viðtalinu er Gunnar m.a. spurður út í óvæntan sigur sinn á hinum goðsagnakennda Jeff Monson á ADCC 2009 í september og hvort hann hyggist keppa í MMA á næstunni. Aðspurður segir Gunnar það hafa verið auðvelt og eðlilegt val að færa sig yfir í MMA og BJJ úr karate. Hann hafi átt góð ár í karate en eftir að hann kynntist MMA og BJJ hafi honum fundist karate of takmarkað enda hafi hann þegar verið orðinn hugfanginn af bardagalistinni og því hafi verið eðlilegt að fara yfir í sannara og heiðarlegra form þeirrar listar. Gunnar segist stefna á stóru keppnirnar í MMA í framtíðinni en hann vildi ekki skuldbinda sig þeim um of á þessum tímapunkti, sér liggi ekkert á, margt sé að læra og hann vilji láta hlutina gerast með sínum eðlilega hraða. Þá kveðst Gunnar ætla að reyna að æfa eins mikið hér heima og hann geti, enda líði honum hvergi betur en á Íslandi, með fjölskyldu og vinum og hjá Mjölni. Best þó í sveitinni hjá afa sínum og ömmu á Ólafsfirði Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband