Chuck heldur óhress með Tito

Tito og Chuck eigast við MMA meistarinn í léttþungavigt, Chuck Liddell, er heldur óhress með Tito Ortiz þessa dagana. Ástæðan er sú að Tito mætti ekki í viktun þegar hann átti að boxa við Dana White, forseta UFC, en Tito krafðist þess á sínum tíma að í samningi sínum við UFC yrði ákvæði þar sem Dana samþykkti að sparra við Tito þrjár lotur í boxi en Dana boxaði í Boston á árum áður. Dana sem er í takmörkuðu formi undirbjó sig vel fyrir þetta en þegar á hólminn var komið mætti Tito ekki í vigtunina og sendi Dana skilaboð um að hann léti Dana "off the hook". Seinna hefur Tito víst komið með hinar og þessar afsakanir vegna þessa, m.a. að það hafði ekki verið gerður neinn samningur í kringum bardagann.

"Þetta var að frumkvæði Titos," segir Chuck. "Til hvers þarf samning um bardaga, þetta átti bara að vera sparring? Þessi apaköttur bað um þetta sjálfur. Ég þekki ekki einn einasta fighter sem myndi hafna því að fá að sparra við Dana White. Tito er bara að finna sér afsakanir og semur þær jafnóðum."

Aðspurður hvort við megum eiga von á þriðju viðureign Chuck og Tito í MMA segist Chuck myndu sigra Tito hvar sem er og hvenær sem er, eins og í hin tvö skiptin. "Hann yrði nú að vinna nokkra bardaga áður en fólk myndi sjá ástæðu til að horfa á hann mæta mér. En það myndi svo sem ekki breyta neinu. Úrslitin yrðu þau sömu eftir sem áður. Hann á enga möguleika gegn mér miðað við bardagastílinn hans í dag."

Varðandi Tito og Dana sagði Chuck að lokum. "Mér fannst þetta reyndar heimskulegt frá upphafi en fyrst þeir ákváðu þetta þá eiga menn bara að standa við það."

Tveir Íslendingar í kepptu í pro MMA í Danmörku

Tveir Íslendingar, þeir Gunnar Nelson (18 ára, og já sonur þess er þetta ritar) og Ingþór Valdimarsson (23 ára), tóku þátt í móti í bardagaíþróttum í Kaupmannahöfn sl. laugardag, 5. maí. Mótið heitir Adrenaline Sports en þar er keppt í ýmsum svokölluðum „full contact“ bardagaíþróttum. Hægt að að kaupa myndbönd af bardögunum á vefsíðu keppninnar.

Þeir Gunnar og Ingþór kepptu þar í svokölluðu pro MMA (mixed martial arts) eða blönduðum bardagalistum. Þetta var fyrsti MMA bardagi þeirra beggja og raunar fyrsti „full contact“ bardagi Gunnars en Ingþór hefur áður keppt í „full contact standup“ við góðan orðstír. MMA er sú bardagaíþrótt sem er í mestri sókn, bæði í vestur- og austurheimi og er farin að draga að sér fleiri áhorfendur í USA en atvinnumanna hnefaleikar. ÍþróttagreinIN er afar erfið og harðger en hún er sambland af standaði frjálsri viðureign, standandi glímu og gólfglímu. Þeir Gunnar og Ingþór urðu þarna fyrstir Íslendinga til að keppa í þessari erfiðu íþróttagrein á Norðurlöndum og reyndar hefur aðeins einn annar Íslendingur keppt í pro MMA sem er Árni Ísaksson en hann hefur keppt bæði á Írlandi og Bretlandi.

Gunnar mætti hinum afar sterka John Olesen en Martin Kampmann, keppandi í UFC, sterkustu MMA keppni í heiminum í dag, hafði aðspurður nefnt hann sem efnilegasta MMA mann Dana í dag. Olesen er fjórum árum eldri en Gunnar og en þetta var sjötti bardagi Olesen.

Bardagi Gunnars var fyrr en Ingþórs. Gunnar stóð sig með afbrigðum vel og gaf ekkert eftir heldur hafði betur ef eitthvað var. Bardaginn fór í dómaraúrskurð og var úrskurðaður jafntefli af dönsku dómurunum. Sumir voru ósáttir við þann úrskurð fyrir Gunnars hönd og sögðu hann hafa átt að vinna bardagann en sjálfur sagðist Gunnar vera sáttur með niðurstöðuna og vildi ekki telja hana ósanngjarna. „Það hefði sennilega verið ósanngjarnt að dæma öðrum hvorum keppandanum ósigur eftir svona harðan og jafnan bardaga,“ sagði Gunnar.

Í fyrstu lotu var Gunnar mjög varkár og Daninn hafði þar betur ef eitthvað var. Í annarri lotu byrjaði Gunnar líka varlega en sótti í sig veðrið þegar líða tók á lotuna og tók völdin í hringnum seinni hluta hennar. Hann var ótrúlega óheppinn að klára ekki bardagann í lok þessarar lotu þegar hann náði andstæðingi sínum í svokallaðan Kimura armlás en bjallan bjargaði Dananum sem var við það að gefast upp. Hefði þetta gerst fyrr í lotunni hefði Gunnar unnið bardagann þarna því Daninn átti enga möguleika út úr þessum lás og bara tímaspursmál hvenær hann gæfist upp eða dómarinn stoppaði bardagann. Hér hefðu sennilega 5-10 sekúndur í viðbót ráðið úrslitum. Í þriðju lotu hafði Gunnar talsverða yfirburði og sú lota en náði þó ekki að þvinga andstæðing sinn til uppgjafar.

Gunnar með kimuralás en bjallan bjargaði Dananum

Ingþór Valdimarsson mætti danska Írananum Ayub Tashkilot sem er wrestler að upplagi. En Ingþór var afar óheppinn því hann fékk skurð á augabrún snemma í fyrstu lotu (sennilega hafa þeir slegið höfðunum óvart saman) og læknirinn á staðnum neitaði honum um áframhaldandi þátttöku. Þetta var auðvitað afar svekkjandi fyrir Ingþór en hann mun hins vegar án efa koma þeim mun ákveðnari til leiks næst.

Ingþór með tak á Ayub

Alls var 31 bardagi á mótinu en bardagi Ingþórs mun vera sá eini þar sem einhver meiðsli urðu og sem betur fer voru þau þó ekki alvarleg. Margir töldu hins vegar að bardagi Gunnars Nelson og John Olesen hefði verið besti bardagi kvöldsins og einn af bestu MMA mönnum Dana sagði eftir bardagann að hann væri sá besti sem hann hefði séð í langan tíma. Danir hefðu talið að þetta auðveldur sigur fyrir efnilegasta MMA mann Dana en raunin hefði heldur betur verið önnur og menn voru sammála um að Gunnar hefði komið mjög á óvart og væri mikið efni, 18 ára í sínum fyrsta MMA bardaga og það Pro bardaga gegn miklu reyndari andstæðingi sem þar að auki væri fjórum árum eldri. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort áframhald verði á þessu hjá þeim félögum og ef til vill fleiri Íslendingum í þessari erfiðu en sívaxandi íþróttagrein.

Gunnar sviptir Olesen á loft
Gunnar sviptir andstæðingi sínum á loft í þriðju lotu

Photo: mbn on Flickr


« Fyrri síða

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband