10.7.2008 | 21:40
Gunnar mætir reyndum svartbeltingi
Gunnar berst við hinn brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas 6. september nk. á MMA Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn. Iran þessi er ekkert lamb að leika sér við því hann er með svart belti í Brasilísku Jjiu Jitsu (BJJ) og hefur hátt í tveggja áratuga keppnisreynslu í þeirri íþrótt en Mascarenhas er 10 árum eldri en Gunnar. Mascarenhas var fenginn til Danmerku fyrir nokkrum árum til að þjálfa hjá stórum bardagaíþróttaklúbbi í Kaupmannahöfn og hefur verið þar síðan við þjálfun og keppni. Hann var þá þegar orðinn svartbelti í íþrótt sinni og hefur unnið til fjölda verðlauna undanfarin ár, m.a. nokkurra gullverðlauna á stórum mótum. Mascarenhas er í dag með sitt eigið keppnislið í Kaupmannahöfn og það er ljóst að Brasilíumaðurinn mun gera allt til að ná góðum úrslitum fyrir framan nemendur sína í Danmörku. Hann mun líka varlaust njóta mikils stuðnings á heimavelli gegn okkar manni. Á spjallvefjum um MMA má víða sjá menn hrósa Gunnari fyrir að samþykkja þennan bardaga gegn Mascarenhas. Gunnar er hins vegar hvergi banginn enda enn ósigraður í MMA og hefur engan hug á að breyta því, jafnvel þó hann mæti reyndum svartbeltingi eins og Iran Mascarenhas. Nánari upplýsingar um Adrenalínmótið og bardagann eru á vefsetri mótsins.
Hér er kynningarmyndband með Iran Mascarenhas þar sem hann ræðir undirbúning sinn fyrir bardagann við Gunnar.
Íþróttir | Breytt 4.8.2008 kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 21:56
Gunnar gráðaður í brúnt belti
Gunnar var gráðaður í brúnt belti í brasilísku jiu jitsu (BJJ) á laugardagskvöldið. Gráðunin átti sér stað eftir að hann atti kappi við mjög öflugan pólskan andstæðing að nafni Piotr Stawski í 10 mínútna "grappling super fight" á Ring of Truth keppninni í Dublin. Glíman stóð í allar 10 mínúturnar og var því úrskurðuð jafntefli en hún var að því leiti ólík hefðbundnum grappling glímum að engin stig voru gefin og sigur gat einungis unnist með uppgjöf andstæðingsins. Pólverjinn var um 30 kg þyngri en Gunnar og hefur undanfarið sýnt styrk sinn á mótum í Írlandi, m.a. með því að vinna tvöföld gullverðlaun á Irish Munster BJJ open og þann 14. júní síðastliðinn sigraði hann bæði þyngsta flokkinn og opna flokkinn á Irish National Submission Championships 2008. Eins og sjá má á þessu sýningarmyndbandi er Piotr líkamlega sterkur, lipur og snöggur en hann rekur bardagaíþróttaklúbb á Írlandi. Gunnar getur því verið stoltur af árangri sínum.
Nokkuð kom á óvart að pólska tröllið gerði sitt til að tefja glímuna þar sem hann hafði eins og áður segir 30 kg umfram Gunnar en sjálfur sagðist Gunnar vera ánægður með sína frammistöðu, hann hafi lært mikið af henni og menn þurfi einnig að læra að eiga við líkamlega sterka andstæðinga sem reyni að þæfa glímur og teygja lopann. Eftir glímuna kallaði John Kavanagh þjálfari Gunnars hann á svið og afhenti honum brún belti í BJJ. Sannarlega frábær árangur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 20:35
Renzo Gracie og Gunnar í Íslandi í dag
Síðastliðið föstudagskvöld 27. júní var viðtal við Renzo og Gunnar í Ísland í dag á Stöð 2. Sjón er sögu ríkari.
Þá var einnig viðtal við Renzo í Fréttablaðinu 22. júní.
Íþróttir | Breytt 30.6.2008 kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 17:37
Renzo Gracie í Mjölni 14. júní!
Já það er engin aukvisi á leiðinni til Íslands því Renzo Gracie verður með æfingabúðir í Mjölni við Mýrargötu 14. júní! Þetta er án efa stærsta "nafn" í heimi bardagaíþrótta sem hefur komið til Íslands hingað til.
Íþróttir | Breytt 12.6.2008 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 23:48
Gunnar kominn heim frá Hawaii
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 14:10
Frábær árangur hjá Gunnari
Vann til gullverðlauna á Hawaii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2008 | 21:41
Sterkt mót
Miðað við vinsældir BJJ á Hawaii er ljóst að opna meistaramótið þar er sterkt en Gunnar segist hvergi banginn og þetta sé fínt tækifæri til að fá reynslu af því að keppa við suma af þeim bestu. Hann þurfti hvort sem er að fara til Honolulu frá Hilo á Hawaii og því tilvalið að fara af stað degi fyrr og taka þátt í mótinu. Gunnar flýgur síðan heim á leið daginn eftir mótið og er væntanlegur heim til Íslands 4. júní.
Keppir í jiu jitsu á Hawaii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 2.6.2008 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2008 | 21:31
B.J. Penn varði heimstmeistaratitilinn
Það var mikill fögnuður hjá Gunnari og æfingafélögum hans í herbúðum B.J. Penn eftir að Undrið varði heimsmeistaratitil sinn í léttivigt með afar sannfærandi sigri yfir Sean Sherk í UFC 84, en bardaginn fór fram fyrir fullu húsi í MGM Grand Garden Arena í Vegas aðfararnótt sunnudags. Menn höfðu lengi beðið spenntir eftir þessum bardaga og Dana White forseti UFC sagði á blaðamannafundi fyrir bardagann að þarna berðust um titilinn bestu léttivigtarmenn í sögu MMA. Það vakti athygli að bardaginn fór aldrei í gólfglímu, sem báðir eru þó þekktir fyrir, en Penn sýndi það og sannaði enn og aftur að hann er ekki síður góður í standandi bardaga en í gólfglímunni. Úrslitin réðust í lok þriðju lotu og eftir bardagann mátti sjá á andliti Sherk að hann hafði fengið að finna fyrir nákvæmum stungum heimsmeistarans. Penn hafði yfirhöndina allan bardagann og í lok þriðju lotu hrakti hann Sherk með góðri boxfléttu þvert yfir búrið og sendi hann svo í gólfið með glæsilegu hnésparki sem Penn fylgdi eftir með fallegum hægri handar jackhammer höggum, sem kláruðu bardagann, ekki ósvipað því hvernig Penn sigraði Caol Uno 2001. Bjallan gall reyndar í sama mund en dómarinn sá að Sherk var ekki í neinu ástandi til að halda áfram og stöðvaði bardagann. Sean Sherk gerði engar athugasemdir við það og viðurkenndi einfaldlega ósigur sinn fyrir betri andstæðingi.
Eins þeir vita sem þetta spjall lesa þá hefur Gunnar dvalist við æfingar hjá B.J. Penn á Hawaii síðan í mars og verið í hans innsta æfingateymi (personal training group) fyrir bardagann. Gunnar er væntanlegur heim 4. júní en fer aftur erlendis 17. júní, fyrst til Írlands og síðan til Englands. Það má því segja að Íslendingar og bardagaíþróttklúbburinn Mjölnir eigi sitt í sigri heimsmeistarans
Margir aðrir athyglisverðir bardagar voru einnig á dagskrá UFC 84. Má þar t.d. nefna að Wanderlei Silva náði nú að sýna sína réttu hlið, eftir að hafa tapað þremur bardögum í röð, en hann sigraði Keith Jardine með rothöggi á aðeins 36 sekúndum í léttþungavigtinni. Bardaginn, sem var sá stysti þetta kvöld, sýndi hversu jafn þessi flokkur er því Jardine sigraði Chuck Liddell á dómaraúrskurði í september á síðasta ári en Liddell sigraði síðan Wanderlei Silva á dómaraúrskurði í desember sama ár. Silva fékk $75.000 bónus fyrir rothögg kvöldsins í þessum bardaga.
Tito Ortiz og Lyoto Machida mættust einnig þetta kvöld og þó engu munaði í lokin að Ortiz næði Machida í þríhyrnings hengingu (triangle chocke) og armbar uppúr því þá dugði það ekki til og Machida vann bardagann réttilega á dómaraúrskurði. Hann er því enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli í MMA. Það verður fróðlegt að sjá hvað Ortiz gerir eftir þetta tap en hann hafði tilkynnt fyrir bardagann að hann hygðist hætta að berjast í UFC og snúa sér að því að berjast annars staðar.
Líkt og Machida þá er Thiago Silva einnig ósigraður í MMA eftir þetta kvöld en hann sigraði Antonio Mendes á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu. Bardagi þeirra Goran Reljic og Wilson Gouveia var valinn bardagi kvöldsins og hlutu þeir hvor um sig $75000 bónus að launum. Reljic sigrað á tæknilegu rothöggi í seinni hluta annarrar lotu. Glæsilegur armbar Rousimar Palhares tryggði honum ekki aðeins sigur í fyrstu lotu yfir Ivan Salaverry heldur einnig $75000 bónusgreiðslu fyrir besta submission kvöldsins. Annað glæsilegt submission þetta kvöld var anaconda henging Yoshiyuki Yoshida sem svæfði Jon Koppenhaver eftir aðeins 56 sekúndur í fyrstu lotu. Enn styttri var þó bardagi Christian Wellisch og Shane Carwin sem sá síðarnefndi sigraði með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 44 sekúndur. Þeim sem þetta skrifar hefði reyndar valið rothöggið hjá Carwin sem rothögg kvöldsins en kannski var það grafíkin þegar munnstykkið úr Wellish flaug út úr honum eins og frisbee diskur sem gerði það svona flott. Önnur úrslit í UFC 84 urðu þau að Rameau Sokoudjou sigraði Kazuhiro Nakamura í lok fyrstu lotu á tæknilegu rothöggi, Rich Clementi sigraði Terry Etim á dómaraúrskurði og Dong Hyun Kim sigraði Jason Tan með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu en Tan (sem er æfingafélagi Gunnars á Hawaii) náði aldrei að sýna sitt rétta andlit í þeim bardaga. Ekki má þó gleyma því að Jason Tan mætti þarna mjög góðum og reyndum andstæðingi í Dong Hyun Kim sem á a.m.k. 19 bardaga bardaga að baki á sínum atvinnumannaferli í MMA og hefur aðeins tapað þremur þeirra, gert eitt jafntefli og sigrað fimmtán.
Íþróttir | Breytt 31.5.2008 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 12:09
Gunnari gengur vel á Hawaii
Gunnari gengur mjög vel á Hilo á Hawaii þar sem hann mun, eins og áður hefur komið fram, dvelja við æfingar fram á vor undir handleiðslu heimsmeistararns BJ Penn. Hann leigir herbergi í einbýlishúsi hjá þolþjálfara BJ Penn. Þeir voru þrír í þessu húsi, þ.e. cardioþjálfararinn, Gunni og Urijah Faber sem var þarna líka við æfingar en Faber er world featherweight champion hjá WEC (systursamtökum UFC) og fyrrum Bantamweight Champion hjá King of the Cage (KOTC) og Gladiator Challenge Featherweight Champion (GC) þar til hann færði sig alveg yfir til WEC. Faber er með MMA pro recordið 20-1. Eini ósigur hans kom fyrir 3 árum gegn Tyson Griffin en síðan þá hefur hann unnið 12 bardaga í röð, þar af 7 í fyrstu lotu. Faber varð fyrst WEC heimsmeistari 2006 og hefur síðan þá varið titilinn sinn alls fjórum sinnum nú síðast í desember gegn Jeff Curran. Gunnar segir að þarna séu stór hópur af frábærum bardagaíþróttamönnum, BJJ brúnbeltingar og svartbeltingar í kippum. T.d. hefur hann glímt mikið við einn af bræðrum BJ, Reagan, sem er víst mjög gott svart belti.
Gunni er búinn að glíma nokkrum sinnum við BJ Penn og þykir það ekki leiðinlegt. Gunni segir að það sé eins gott að gefa BJ ekki eftir bakið á sér því þar límist hann á menn og verði ekki haggað. John Kavanagh sagði reyndar á spjallinu sínu að Gunnar hefði gott af þessu því þá vissi hann hvernig öðrum liði þegar þeir væru að glíma við hann. Gunni hefur fengið mjög góð comment þarna úti hjá BJ og hann teymi og er auðvitað glaður með það. Eins og ég sagði áður þá náðu hann og Urijah Faber mjög vel saman og Faber er búinn að bjóða honum að koma til Kaliforníu og æfa hjá sér. Faber er núna farinn frá Hawaii.
Myndirnar hérna að neðan sýna Gunnar í góðum félagsskap. Sú efri er af honum og BJ Penn (fyrstur frá vinsti) ásamt fleirum sem æfa hjá BJ en Urijah Faber er þarna einnig (fjórði frá vinsti).
Neðri myndi sýnir Gunnar og Faber í svokölluðum "medicine ball" æfingum.
Hér má sjá nokkrar fleiri myndir frá þessari æfingu á Hilo
Íþróttir | Breytt 15.4.2008 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 11:40
MMA að sigra heim íþróttanna
Gríðarleg vinsældaaukning MMA er flestum ljós en nú voru tvær stærstu MMA keppnir í USA, UFC og EliteXC, að tilkynna nýja risasamninga við stóra aðila. EliteXC keppnin var að gera multiyear sjónvarpssamning við CBS sjónvarpsstöðina og UFC var að gera þriggja ára sponcor samning við Anheuser-Busch!
Fyrir þá sem ekki þekkja nafnið Anheuser-Busch þá eru þeir t.d. framleiðendur á Budweiser og Bud Light bjórnum ásamt fjölda annarra þekktra vörumerkja. Þeir hafa t.d. verið aðal styrktaraðilar Super Bowl og óteljandi stórviðburða. Anheuser-Busch er langstærsti bjórframleiðandi í USA með 48.8% framleiðslunar þar og þriðju stærstir í heiminum. Samningur UFC og Anheuser-Busch nær bæði yfir UFC keppnirnar, WEC (systursamtök UFC) og The Ultimate Fighter raunveruleika sjónvarpsseríuna (boxþáttúrinn Contender er eftirherma af þessu en sjöunda sería þessa þáttar fer í loftið 2. apríl nk.).
Nánar má lesa um þessa samninga á vefsetri MMAWeekly:
- Frétt um samning UFC og Anheuser-Busch
- Frétt um samning EliteXC og CBS
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar