17.1.2009 | 20:54
Gunni með MMA námskeið í Mjölni 24.-25. janúar
Helgina 24.-25. janúar verður Gunni með MMA æfingabúðir í Mjölni.
Æfingarnar eru frá kl. 13:00-15:00 báða dagana.
Verð:
5.000 kr. báðir dagarnir
3.500 kr. annar dagurinn
Það er takmarkaður fjöldi á námskeiðið þannig að ef menn vilja tryggja sér pláss þá ættu þeir að gera það sem fyrst.
Skráning fer fram í Mjölni við Mýrargötu 2, Símar: 534 4455 og 692 4455.
Smellið á myndina til að sjá plakatið á stærra sniði.
Íþróttir | Breytt 14.2.2009 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 16:17
Georges St. Pierre valinn íþróttamaður Kanada
UFC veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre var í gær valinn íþróttamaður Kanada hjá Sportsnet.ca með miklum yfirburðum en hann hlaut 89% atkvæða í kjörinu. Þetta er í fyrsta sinn sem MMA íþróttamaður hlýtur þennan heiður og það voru engir aukvisar sem St. Pierre ýtti aftur fyrir sig því ásamt honum voru tilnefndar margar af þekktustu íþróttahetjum Kanada um þessar mundir.
Hér er um að ræða íþróttamenn eins og NHL íshokkístjörnuna Jarome Iginla, fyrirliða Calgary Flames, sem varð á sínum tíma fyrsti blökkumaðurinn til að bera fyrirliðaband í NHL. Iginla var í gullverðlaunaliði Kanada á Vetrar-Ólympíuleikunum 2002 og á tímabilinu 2007-2008 skoraði hann 50 mörk fyrir liðið sitt sem var í annað skiptið á ferlinum sem hann afrekaði slíkt. Þess má geta að Iginla var valinn verðmætasti leikmaður NHL af leikmönnum deildarinnar fyrir nokkrum árum.
Annað stórt nafn sem kom á eftir St-Pierre var hafnarboltastjarnan Justin Morneau sem leikur í Bandaríkjunum og var valinn American League Most Valuable Player fyrir tveimur árum og varð í ár fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna hið svokallaða Home Run Derby.
Þá má nefna tennisstjörnuna Daniel Nestor sem varð Wimbledonmeistari í ár í tvíliðaleik (sigraði einnig Hamburg Masters og Queen's Club Championships). Þess má geta Nestor vann í fyrra til tvöfaldra gullverðlauna á Australian Open sem og gullverðlaun French Open. Þá vann hann til gullverðlauna á US Open 2004 og gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney 2000 svo fátt eitt sé nefnt.
Síðast en ekki síst var tilnefnd hin gríðarvinsæla Chantal Petitclerc en hún er þekkasti fatlaði íþróttamaður Kanada með 14 ólympíugull, 5 silfur og 2 brons á Ólympíuleikum undanfarinna 12 ára eða svo, þ.a. 5 gull á Ólympíuleikunum í Beijing í ár og 5 gull á Ólympíuleikunum 2004 í Aþenu. Þá eru ótalin fjöldi heimsmeta sem þessi frábæra íþróttakona hefur sett undanfarin ár, m.a. þrenn á þessu ári, auk fjölda annarra meta.
Georges St. Pierre sagði eftir kjörið það vera mikinn heiður að hljóta þessi verðalaun fyrstur MMA íþróttamanna. Hann óskaði jafnframt hinum íþróttamönnunum sem í kjöru voru til hamingju með árangur sinn og sagði þá vera frábæra fulltrúa íþrótta sinna. Það gerði þetta val á sér sem íþróttamanni ársins enn meiri heiður en ella að vera valinn úr hópi slíks afreksfólks.
Meðal þeirra sem unnið hafa þessi verðlaun undanfarin ár eru íshokkístjarnan Sidney Crosby og körfuboltastjarnan Steve Nash. Þetta er því ekki aðeins sigur fyrir Georges St. Pierre heldur MMA íþróttina almennt.
Fyrir þá sem ekki vita þá býr St. Pierre sig undir að verja UFC titil sinn gegn BJ Penn á UFC 94 hinn 31. janúar næstkomandi.
Tíu tilnefndir í kjöri á íþróttamanni ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 14:14
Myndband með bardaga Gunnars og Iran Mascarenhas
Opinbera myndbandið með sigri Gunnars á Iran Mascarenhas á Adrenaline 3: Evolution mótinu í Danmörku 6. september
Gunnar Nelson VS Iran Mascarenhas (2008) from Mjolnir MMA on Vimeo.
Vinir Gunnars sem mættu á svæðið í sérmerktum bolum og sátu ringside tóku líka upp myndband:
1. lota
2. lota (rothöggið sýnt í hægri endursýningu í lokin)
Íþróttir | Breytt 23.11.2010 kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 23:52
The Man In The Arena
Síðastliðinn föstudag kom út á DVD í USA heimildarmynd um Renzo Gracie (Renzo Gracie Legacy) en hún var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival nú í lok október. Myndin hefur fengið mjög góða dóma og eftir að hafa horft á hana get ég mælt eindregið með henni fyrir allt áhugafólk um bardagaíþróttir. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að kaupa myndina á netinu, t.d. bæði budovideos.com og á opinberu vefsetri myndarinnar. Í myndinni vitnar Renzo m.a. í ræðu sem Theodore Roosevelt forseti Bandaríkjanna hélt í Sorbonne í París 23. apríl 1910 en ræðan hét The Man In The Arena og ég held ég láti þessa tilvitnun fylgja hér með. Hún er svo sannarlega lestursins virði:
- It is not the critic who counts; not the man who points out how the strong man stumbles, or where the doer of deeds could have done them better. The credit belongs to the man who is actually in the arena, whose face is marred by dust and sweat and blood; who strives valiantly; who errs, who comes short again and again, because there is no effort without error and shortcoming; but who does actually strive to do the deeds; who knows great enthusiasms, the great devotions; who spends himself in a worthy cause; who at the best knows in the end the triumph of high achievement, and who at the worst, if he fails, at least fails while daring greatly, so that his place shall never be with those cold and timid souls who neither know victory nor defeat.
Íþróttir | Breytt 20.11.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2008 | 12:54
Gunnar sigraði í Meistarakeppni Norður-Ameríku!
Gunnar gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og vann bæði til gull- og silfurverðlauna í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gærkvöldi á vegum NAGA (North American Grappling Association). Þetta er gríðarlega fjölmenn og erfið keppni í íþróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti bæði í noGi og Gi og í úrslitunum í noGi (Middle Weight) sigraði hann hinn þaulreyna "Macaco" Jorge Patino frá Brasilíu en sá á m.a. að baki 44 bardaga í MMA (hér er HL video með Macaco). Macaco er afar vel þekktur innan heims bardagaíþróttanna, bæði sem keppnismaður og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíþróttaskóla í Brasilíu með yfir 4000 nemendum að eigin sögn. Það þarf ekki að taka fram að sigur Gunna á "Macaco" Jorge Patino í gærkvöldi vakti gríðarlega athygli.
"Macaco" Jorge Patino (ekki sáttur) - Gunnar Nelson - William Hamilton
Gunnar vann svo einnig til silfurverðlauna í Gi (Cruiser Weight), þ.e. þeim hluta keppninnar en þar er keppt í búningi eins og þeim sem notaður er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó. Í úrslitum í Gi mætti Gunnar öðrum vel þekktum kappa, Dan Simmler, en Simmler er með sinn eigin skóla í Massachusetts. Eins og sjá má á vefsetri skólans hefur Dan keppt stöðugt frá 1999 og m.a. verið í einu af 5 efstu sætunum á bandaríska grappling styrkleikalistanum í 7 ár, þar af 4 ár í efsta sæti listans. Í fyrra vann hann til tvennra verðlauna í Pan-American Jiu-jitsu Championships og í ár vann hann gullverðlaun í noGi í Pan-American svo fátt eitt sé nefnt. Hann undirbýr sig fyrir keppnir m.a. með 6 földum USA meistara, fyrrum heimsmeistar og margföldum Ólympíuverðlaunahafa í júdó, Jimmy Pedro.
Eins og sennilega flestir sem lesa þetta blogg vita þá dvelst Gunnar nú í New York við æfingar hjá Renzo Gracie og Renzo var víst í skýjunum yfir árangri Gunna í gær eins og við öll auðvitað. Þess má geta að rúmlega 70 mínútna heimildarmynd um æfi Renzo var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival í lok október en myndin mun koma út á DVD í Bandaríkjunum um miðjan nóvember.
Hér eru myndir af þeim sem Gunnar glímdi við í úrslitunum:
"Macaco" Jorge Patino
Dan Simmler
Fréttir um þetta á visir.is og Bylgjunni (13:37 mínútu)
Íþróttir | Breytt 19.11.2008 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2008 | 14:20
Gunnar með þrenn gullverðlaun og nú farinn til New York
Ég átti alveg eftir að segja sigri Gunnar á ÍM í BJJ hér á blogginu enda verið nokkuð busy. Allavega þá tók Gunnar þrenn gullverðlaun (eða öll sem voru í boði fyrir hann) á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns um síðustu helgi, nánar tiltekið sunnudaginn 26. október. Hann sigraði sem sagt opna karlaflokkinn, -88 kg flokkinn (vigtaði inn 81,4 kg í gi) og sigraði hann liðakeppnina líka en sigurlið Mjölnis var skipað honum, Bjarna Baldurs og Jóhann Helga (þó ekki keflvíski söngvarinn). Gunni sigraði allar sínar glímur af öryggi og fékk ekki á sig eitt einasta stig í öllu mótinu. Hann er því fyrsti opinberi Íslandsmeistarinn í BJJ.
Mótið var frábært í alla staði en 42 keppendur tóku þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ og það er gríðarlega gaman að sjá hversu hratt íþróttin hefur vaxið síðustu ár enda er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins. Á Íslandsmeistaramótinu var keppt í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga.
Keppendur frá klúbbnum okkar Mjölni voru afar sigursælir en klúbburinn var með langflesta sigurvegara á mótinu og jafnframt flesta þátttakendur. Mjölnismenn sigruðu fimm af sex þyngdaflokkum, auk þess að sigra í liðakeppni og opnum flokki karla.
Sigurvegarar flokkanna voru þessir: Í -67 kg flokki sigraði Halldór Már Jónsson, Mjölni. Í -74 kg flokki sigraði Tómas Gabríel, Mjölni, Í -81 kg flokki sigraði Jóhann Helgason, Mjölni. Í -88 sigraði Gunnar Nelson, Mjölni. Í -99 sigraði Haraldur Óli, Fjölni. Og í þyngsta flokknum (+99) sigraði Bjarni Már Óskarsson, Mjölni. Í kvennaflokki sigraði Kristín Sigmarsdóttir frá Pedro Sauer og í opna karlaflokknum sigraði Gunnar Nelson, Mjölni.
Mjölnir saknaði sárlega Auðar Olgu en hún er í Svíþjóð og gerði sé lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Scandinavian Open þessa sömu helgi. Frábær árangur hjá henni. Þá forfallaðist Sólveig Sigurðardóttir (hans Jóns Viðars) á síðustu stundu vegna veikinda. Þeim sem hafa áhuga á nánar upplýsingum um mótið og úrslit þess er bent á frétt á vefsetri BJJ Samband Íslands. Það er einnig gaman að segja frá því að mótinu voru gerð góð skil í fjölmiðlum, því það birtist fréttir af því á Mbl, Vísi og DV svo eitthvað sé nefnt. Einnig var fín umfjöllun um mótið í fréttatíma RÚV um kvöldið. Þá kom heilsíðuviðtal við Gunna í DV þriðjudaginn 28. okt. um mótið, síðustu sigra hans og framtíðarplön (hér er PDF skrá með því viðtali).
Talandi um framtíðarplön þá er Gunnar núna kominn til New York þar sem hann æfir allt upp í 4 sinnum á dag 6 daga vikunnar hjá Renzo Gracie (sjá líka blogg frá því að Renzo kom hingað til lands í júní). Gunni býr í Queens og er aðeins ca. 5 mínútur í rútu eða lest í Renzo Gracie Jiu-Jitsu Academy í Manhattan þar sem hann æfir. Aðstaðan þar til æfinga er frábær og alls æfa um 40 svartbeltingar reglulega hjá klúbbnum, þar af margir meðal þeirra bestu í heimi (Gunni var t.d. að glíma við Ricardo Almeida). Svo ekki sé nú talað um allan fjöldann sem bera önnur belti. Þetta verður því ómetanleg reynsla fyrir Gunna.
Mjölnismenn sterkastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 9.11.2008 kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 17:52
Gunnar sigrar Opna breska meistaramótið!
Íþróttir | Breytt 17.10.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2008 | 21:09
Magnaður sigur hjá Gunnari!
Var að detta heim eftir aldeilis frábæra ferð til Kaupmannahafnar þar sem Gunnar sigraði Iran Mascarenhas með frábæru rothöggi seint í annarri lotu eins og fram kemur í þessari frétt á mbl.is og hér á visir.is. Þetta var ótrúlega spennandi bardagi og taugastrekkjandi eins og alltaf þegar maður horfinn á strákinn sinn keppa. Iran var mjög öflugur og getur svo sannarlega staðið af sér högg. Það var ótrúleg stemning í höllinni í Köben og frábært hvað það komu margir Íslendingar á keppina til að hvetja Gunnar, m.a. stór hópur vina hans frá Íslandi sem flaug sérstaklega út til styðja við bakið á sínum manni. Ekki amalegt að eiga svona félaga. Bestu þakkir til allra fyrir frábæran stuðning þarna úti. Bendi annars á frétt á Mjölni um sigur Gunna.
Á myndunum hér að neðan má annars vegar sjá rothöggið hjá Gunnari og hins vegar hluta þeirra Íslendinga sem voru á keppninni að styðja Gunnar.
Gunnar sigraði í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 23.11.2010 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.8.2008 | 12:41
Glíma Gunna við pólska tröllið
Glíma Gunna við pólska tröllið Piotr Stawski er nú komin á netið. Ég er sannfærður um að ef glíman hefði verið tveimur mínútum lengur þá hefði Gunni klárað þetta. Pólverjinn massaði sig út úr hinu og þessu í byrjun glímunnar meðan hann hafði sprengikraftinn, enda miklu sterkari en Gunni, en Gunni var að rúlla yfir hann þarna í restina. Pinnaði hann niður, kneeridaði, mountaði o.s.frv. og þetta var bara tímaspurnsmál hvenær Gunni kláraði þetta. Því miður rann tíminn út og þar sem þetta var submission only glíma endaði hún með jafntefli. Samt gaman að telja stigin svona miðað við ADCC og aðra grappling keppnir. Gunni hefði unnið þetta með yfirburðum á stigum, í það minnsta 12-4.
Commentið hjá Pólverjanum í lokin, þegar Gunnar fékk brúna beltið, þóttu setja hann nokkuð niður en þar segist hann bara vera hvítt belti. Það fór af stað smá umræða um þetta comment hans, bæði á spjallvefjum á Írlandi en þó sérstaklega manna á milli skilst mér. Menn hlógu sig máttlausa að þessu bulli. Pólverjinn er búinn að grappla allt sitt líf og var keppnismaður í júdó áður fyrr. Hann rekur sinn eigin klúbb og þjálfar þar og hefur verið að vinna opinn flokk í hverri keppninni á fætur annarri. John Kavanagh var reyndar frekar fúll út í hann út af þessu. Benti á að Fedor og fleiri væru líka "white belt" í BJJ ef út í það væri farið og fannst asnalegt af honum að reyna að "steal the moment" svo vitnað sé beint í John. Þessi gaur er auðvitað ekki hvítt belti level frekar en ekki hvað but who cares.
En hér er glíman. Þeir sem nenna ekki að horfa á hana alla geta horft bara á Part 2 en þar eru rúmar 4 mínútur glíma. Restin af því videoi er afhendingin á brúna beltinu.
Part 1
Part 2
Íþróttir | Breytt 10.9.2008 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 13:14
Íslendingur gráðar í fyrsta skipti í BJJ
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar