Færsluflokkur: Íþróttir

Hættur að uppfæra þetta

Fékk fyrirspurn um þetta þannig að sennilega er best að setja það hér inn formlega að ég er hættur að nota þetta blogg. Þetta er mest allt komið inn á Facebook og svo má benda á vefsíður eins og:


Þetta vinnst vonandi á endanum

UFC keppendur faðmast eftir bardagaFyrirsögn, millifyrirsagnir og myndaval er með ólíkindum í þessari grein sem Gunnar vísar til í Fréttablaðinu um daginn. Maður hlýtur líka að velta fyrir sér af hverju svona mikið púður fer í að rekja fyrstu keppnirnar þegar nánast engar reglur voru og hver tilgangurinn sé með slíku. Þetta er bara allt annað sport í dag þó nafnið á keppninni sé það sama. UFC hefur haldið 253 keppnir á þessum 20 árum en fyrstu 5-10 fá mestu umfjöllunina í yfirferðinni sem svo endar einhvern veginn í engu. Ég fletti til að lesa restina af greininni en greip í tómt. En Gunnar svarar þessu vel á MBL í kvöld.

Maður er alltaf að vonast til þess að fólk láti af fordómum sínum í garð bardagaíþrótta og sem betur fer eru þeir á undanhaldi. Með góðum vilja og aukinni fræðslu vinnst þetta vafalítið á endanum. Við höldum allavega ótrauðir áfram og troðum þá slóð sem þarf.


mbl.is Ekkert ofbeldi í MMA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott viðtal við Jón Viðar

Flott viðtal við Jón Viðar Arnþórsson stjórnarformanns Mjölnis og upphafsmann.
mbl.is Mjölnir byrjaði með Mortal Kombat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill fengur fyrir Mjölni

Mikið svakalega er gott að fá Árna aftur í Mjölni. Pínulítið eins og að fá týnda soninn aftur heim. Auðvitað með fullri virðingu fyrir þeim sem hann starfaði hjá áður en þeir hljóta þá líka að skilja ánægju okkar að fá kappann till okkar aftur. Enda er hann boðinn hjartanlega velkominn heim í Mjölni eins og sést á þessari grein á Mjölnisvefnum.
mbl.is Árni í raðir Mjölnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjölnismenn sigursælir í dag

Mjölnismenn voru afar sigursælir á Mjölnir Open uppgjafarglímumótinu sem haldið var í dag í húsakynnum Mjölnis. Mótið er einskonar óopinbert Íslandsmeistaramót í uppgjafarglímu en þetta er sjöunda árið í röð sem mótið er haldið. Keppendur voru tæplega áttatíu talsins en Gunnar og Sólveig Sigurðardóttir unnu tvöfalt, þ.e. bæði sína þyngdarflokka og opna flokkinn. Alls tóku fjögur félög þátt á mótinu en Mjölnismenn unnu gullverðlaun í öllum flokkum nema þyngsta flokki karla sem féll í hlut Sleipnismanna.

Gullverðlaunahafar urðu þessir:

Konur:
-64 kg – Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)
+64 kg – Sigrún Helga Lund (Mjölnir)

Karlar:
-66 kg – Axel Kristinsson (Mjölnir)
-77 kg – Hamilton Ash (Mjölnir)
-88 kg – Gunnar Nelson (Mjölnir)
-99 kg – Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
+99 kg – Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

Opinn flokkur kvenna:
Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla:
Gunnar Nelson (Mjölnir)

Nánari úrlit munu birtast á vefsetri Mjölnis (www.mjolnir.is) innan tíðar.


mbl.is Gunnari bregst ekki bardagalistin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar sigraði Alexander Butneko á armbar

Gunnar Nelson sigrar Alexander Butenko Ég ætti náttúrulega fyrir löngu að vera búinn að segja frá þessum úrslitum hér en þar sem fjölmiðlar fluttu nokkuð ítarlegar fréttir af bardaganum, auk þess sem hann var sýndur beint á Stöð 2 Sport, þá misfórst það eitthvað. En allavega þá hefði maður ekki getað skrifað handritið að þessum bardaga betur sjálfur. Gunnar var mjög yfirvegaður allan tímann og stýrði bardaganum frá upphafi til enda. Hann byrjaði á því að lenda tveimur föstu spörkum í fætur Butenko. Butenko reyndi svo hægri krók sem Gunnar beygði sig vel undir og okkar maður kastaði svo sambo glímukappanum með glæsilegu Uchimata kasti. Gunnar kom sér strax framhjá guardinu hjá Butenko og í side control. Butenko virtist ekki eiga mörg svör við þessu hjá Gunnar sem mountaði Úkraínumanninn fljótt og lenti nokkrum góðum höggum og olnbogum. Undir lok lotunnar leit Gunnar upp á dómarann, eins og til að sjá hvort hann hygðist ekki stöðva bardagann, en þar sem hann veifaði bardaganum áfram tók Gunnar armbar á Butenko sem neyddi hann til uppgjafar þegar rúmar fjórar mínútur (4:21) voru liðnar af fyrstu lotu. Þetta var í fyrsta sinn sem Butenko er stöðvaður í hringnum en hann hafði m.a. unnið 10 af síðustu 11 bardögum sínum og aðeins tapað á dómaraúrskurði fram að þessu. Þess má geta að 6 af 12 sigrum Butenko hafa einmitt komið eftir armbar. Gunnar er enn ósigraður á MMA ferli sínum.
mbl.is Gunnar fór létt með Úkraínumanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þáttur um Gunnar í Ísþjóðinni á RÚV

Þættir Ragnhildar Steinunnar, Ísþjóðin, hafa vakið talsverða athygli en þetta er þáttaröð um ungt og áhugavert fólk sem skarar fram úr á hinum ýmsu sviðum. Þættirnir hafa verið hver öðrum betri en fimmtudaginn 22. september sl. var þáttur um Gunnar. Hér er þátturinn.


Flott frammistaða á ADCC 2011

ADCC 2011Gunnar stóð sig afar vel á ADCC mótinu sem fram fór í Nottingham á Englandi 24.-25. september síðastliðinn. Hann sigraði m.a. Marko Helen núverandi og tvöfaldan Evrópumeistara og margfaldan Finnlandsmeistara. Gunnar sótti stíft alla glímuna sem þó fór í tvöfalda framlengingu og endaði með nokkuð öruggum sigri Gunnars á stigum. Þá sigraði Gunnar einnig hinn brasílíska Bruno Frazzato sem er bæði núverandi Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Bruno er reyndar fjórfaldur Braslilíumeistari í sínum þyngdarflokki og heimsmeistari frá 2007. Gunnar hafði talsverða yfirburði í glímunni við Bruno og sótti stíft á hann en sigraði á stigum að lokum. Hvorki Marko né Bruno skoruðu nein stig á Gunnar né voru nálægt því. Í -88kg flokknum féll Gunnar naumlega út fyrir Andre Galvao sem bæði sigraði þyngdarflokkinn og opna flokkinn og var maður mótsins. Andre skoraði stig á Gunnar þegar aðeins um 20 sekúndur voru eftir af glímunni. Gunnar tapaði einnig með minnsta mögulega stigamun fyrir sjálfum Alexandre “Xande” Ribeiro (6 földum heimsmeistara og tvöföldum ADCC meistara) sem er hátt í 20kg þyngri en Gunnar en Xande hafnaði í þriðja sæti í -99kg flokknum og í þriðja sæti í opna flokknum.

Mótinu hafa verið gerð ágæt skil í fjölmiðlum og hér má finna góða umfjöllun um gengi Gunnars á Mjölnisvefnum. Læt það duga Smile Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal (á ensku) tekið við Gunnar eftir mótið.


Árni Ísaks tapaði í Jórdaníu

Árni ÍsakssonVinur okkar Árni Ísaksson háði harða rimmu í fyrrakvöld um veltivigtarbeltið hjá Cage Warriors en andstæðingur hans var hinn franski Gael Grimaud. Bardaginn fór fram í Amman í Jórdaníu og var John Kavanagh (þjálfari Gunna og Árna á Írlandi) í horninu hjá Árna en John var með þrjá aðra keppendur á cardinu þetta kvöld. Því miður fyrir okkur hér heima þá bar Frakkinn sigurorð af okkar manni en Árni barðist til síðasta blóðdropa og landi og þjóð til sóma.

Árni byrjaði ágætlega, náði tvöföldum underhook á Frakkann og felldi hann í gólfið og sótti stíft á hann fyrri helming fyrstu lotunnar. En Gael var seigur og náði að snúa taflinu sér í hag og þegar Árni reyndi fótalás sem mistókst nýtti Frakkinn sér það og náði að lokum bakinu á Árna. Þar setti hann inn svokallaðan body triangle en Árni varðist þó vel. Að lokum náði okkar maður að losa Gael af bakinu á sér og báðir keppendur voru standandi þegar lotunni lauk. Önnur lota hófst því miður ekki vel fyrir “Ísvíkinginn”. Eftir að keppendur höfðu skipst á höggum fór bardaginn í gólfið og þar náði Frakkinn aftur yfirhöndinni, ýmist með því að ná bakinu á Árna eða með mount. Frakkinn lét höggin dynja á okkar manni sem þó gaf sig ekki en þegar tæp mínúta var eftir af lotunni taldi Marc Goddard dómari nóg komið og stöðvaði bardagann. Frakkinn sigraði því Árna á tæknilegu rothöggi (TKO). Árni var að sjálfsögðu svekktur með tapið en svona er sportið og Árni mun læra af þessum ósigri og koma sterkari til baka. Hann hefur áður mætt mótvindi á sínum ferli og alltaf komið betri til baka eftir áfall. Svo verður einnig nú.

Þess má geta að vinkona okkar Aisling Daly, sem oft hefur komið til Íslands og æft hjá Mjölni, vann góðan sigur á cardinu á aðeins 20 sekúndum með armbar og Conor McGregor sem líka æfir hjá John Kavanagh sigraði á TKO í fyrstu lotu. Cathal Pendred gerði jafntefli við Danny Mitchell, þann sama og Gunnar sigraði í Manchester í fyrra.

Bardaga Árna frá því í fyrradag má sjá hér að neðan.


Video frá námskeiði sem Gunnar hélt í Manchester

Nýlega birtist á vefnum video sem tekið var þegar Gunnar hélt námskeið í klúbbnum hjá Karl Tanswell í Manchester í Englandi í maí síðastliðnum. Þetta er mjög flott video með vangaveltum Gunnars um ýmis atriði sem snúa að andlegu hliðinni á íþróttinni og auðvitað tæknilegum atriðum. Einnig er þarna að finna nokkra viðtalsbúta við Karl Tanswell. Fyrir áhugasama þá birti BJJ Hacks stutta umfjöllun um Gunnar og þetta video sem þeir kölluðu Gunnar Nelson: Getting Good and Enjoying the Process. Videoið má svo sjá hér að neðan.

Gunnar Nelson Seminar 2011 from stuart cooper on Vimeo.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband