Andstæðingur Gunnars eys hann lofi

Sam Elsdon, andstæðingur Gunnars á laugardaginn, eys hann lofi í pistli sem hann skrifar á enska vefsíðu í dag og segist svo sannarlega ekki skammast sín fyrir Gunnari sem sé frábær fyrirmynd þótt ungur sé. Elsdon segist hafa lært meira á þessum ósigri en hann gæti hafa gert á hundrað sigrum. Hann segist stoltur af því að ári eftir að hann hafi tekið líf sig í gegn og ákveðið að einbeita sér að markmiðum sínum hafi hann barist við einn athyglisverðasta og efnilegasta bardagaíþróttamann heims í einni af stærstu MMA keppnum Bretlandseyja. Og Elsdon fer afar fögrum orðum um Gunnar:

Fyrir mér er Gunnar hin fullkomna fyrirmynd þess hvernig bardagaíþróttamaður á að vera, hógvær, kurteis og einbeittur. Svo ekki sé talað um frábærlega hæfileikaríkur. Ég sagði í viðtali sem Giant Films tóku fyrir bardagann að Gunnar væri sá sem ég vildi hafa verið 21 árs, og mér var full alvara. Mér finn hann vera fyrirmynd fyrir okkur öll um hverju þú færð áorkað ef þú einbeitir þeir að markmiðum þínum, ýtir úr vegi bæði líkamlegum og andlegum hindrunum, og vinnur af atorku og dugnaði. 
Þrátt fyrir að margir hafi ráðlagt mér frá því að berjast við hann þá er þetta eitt það besta sem ég hef gert og mér er mikill heiður af því að hafa fengið að mæta honum.
Þegar ég fór heiman að frá mér klukkan 7 í morgun var fögur sólarupprás í hæðunum þar sem ég bý og ég gerði mér þetta væri aðeins upphaf nýs dags.
Ég held að það sé Gunnar í okkur öllum og með einbeittum vilja getum við öll afrekað stóra hluti. Ég tapaði ekki á laugardagskvöldið... ég sigraði!

Gunnar í símaviðtali hjá Lindu Blöndal á síðdegisútvarpi Rásar 2 á Rúv.


mbl.is Hengingarbragð í fyrstu lotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef tvisvar hitt þennan dreng og algjörlega heillaðist af honum. Ég átti stutt spjall við hann í fyrra skiptið og þig Haraldur og eftir þetta  endurskoðaði ég alla mína aftstöðu í bardagaíþrótta og þá sem hana stunda og verð bara að játa að fyrri afstaða mín var ekki byggð á neinu nema fáfræði og jafnvel fordómum. Ég hef síðan fylgst með Gunnari og afrekum hans og það er enginn spurning í mínum huga að Gunnar Nelson er einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. Sú litla umfjöllun sem afrek hans fá í íslenskum fjölmiðlum er í raun áfellisdómur yfir íslenskum fréttamönnum og um leið dónaskapur af þeirra hálfu í garð þessa mikla íþróttamanns. Erlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fyrir löngu uppgötvað hann þó þeir íslensku opinberi fákunnáttu sína og ófagmennsku með fréttaleysi sínu af honum. En miðað við það sem ég hef séð til Gunnars og heyrt frá þeim sem umgangast hann (er tengdur einum) þá hefur hann sennilega enga áhyggjur af þessu og er sennilega bara feginn því að vera sem minnst í sviðsljósinu. Hann heldur bara ótrauður áfram afrekum sínum.

Kristinn K. (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband