11.5.2011 | 01:57
Gunnari boðinn þátttaka á ADCC 2011
Það er gaman að geta staðfest að Gunnari hefur verið boðinn þátttaka á ADCC 2011 sem fer fram á slóðum Hróa hattar í Nottingham á Englandi dagana 24.-25. september næstkomandi. Eins og margir vita er ADCC öflugasta og erfiðasta uppgjafarglímumót heims en það er haldið annað hvert ár víðs vegar um heiminn og af flestum talið óopinbert heimsmeistaramót í uppgjafarglímu (submission grappling).
Gunnar mun keppa í -77kg flokki en hann tók einnig þátt í síðasta ADCC móti sem fór fram í Barcelona 2009. Þá þurfti hann að keppa í -88kg flokki (þó hann væri eins um 80kg) þar sem -77kg flokkurinn var fullsetinn. Keppendur öðlast þátttökurétt á mótinu á tvennskonar hátt. Annars vegar með því að sigra sinn þyngdarflokk í undankeppni hverrar heimsálfu fyrir sig eða með því að fá boð mótshaldara (sem þykir mikill heiður). Gunnar hlaut einnig boð á keppnina fyrir tveimur árum og var þá fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í þessari gríðarlega erfiðu keppni og vakti mikla athygli með því að lenda í fjórða sæti í opnum flokki m.a. með fræknum sigrum á Jeff Monson og David Avellan.
Undankeppnin í Evrópu fer fram í Turku í Finnlandi þann 21. maí nk. en 5 Íslendingar munu taka þátt í henni að þessu sinni og freista þess að vinna þátttökurétt á ADCC 2011 í Englandi. Af þessum 5 eru 4 úr keppnisliði Mjölnis en það eru þau Þráinn Kolbeinsson (-99), Sighvatur Magnús Helgason (-88), Axel Kristinsson (-66) og Auður Olga Skúladóttir (+60). Þá mun Arnar Freyr Vigfússon (-77) frá Combat Gym einnig keppa í undankeppninni.
Gunnar dvelur núna í Manchester og Dublin við æfingar en kemur heim 18. maí og stefnir síðan að því að fara til New York og víðar til frekari undirbúnings fyrir keppnina í lok september. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hér myndaalbúm frá ADCC 2009.
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.