9.3.2012 | 18:03
Gunnar sigraði Alexander Butneko á armbar
Ég ætti náttúrulega fyrir löngu að vera búinn að segja frá þessum úrslitum hér en þar sem fjölmiðlar fluttu nokkuð ítarlegar fréttir af bardaganum, auk þess sem hann var sýndur beint á Stöð 2 Sport, þá misfórst það eitthvað. En allavega þá hefði maður ekki getað skrifað handritið að þessum bardaga betur sjálfur. Gunnar var mjög yfirvegaður allan tímann og stýrði bardaganum frá upphafi til enda. Hann byrjaði á því að lenda tveimur föstu spörkum í fætur Butenko. Butenko reyndi svo hægri krók sem Gunnar beygði sig vel undir og okkar maður kastaði svo sambo glímukappanum með glæsilegu Uchimata kasti. Gunnar kom sér strax framhjá guardinu hjá Butenko og í side control. Butenko virtist ekki eiga mörg svör við þessu hjá Gunnar sem mountaði Úkraínumanninn fljótt og lenti nokkrum góðum höggum og olnbogum. Undir lok lotunnar leit Gunnar upp á dómarann, eins og til að sjá hvort hann hygðist ekki stöðva bardagann, en þar sem hann veifaði bardaganum áfram tók Gunnar armbar á Butenko sem neyddi hann til uppgjafar þegar rúmar fjórar mínútur (4:21) voru liðnar af fyrstu lotu. Þetta var í fyrsta sinn sem Butenko er stöðvaður í hringnum en hann hafði m.a. unnið 10 af síðustu 11 bardögum sínum og aðeins tapað á dómaraúrskurði fram að þessu. Þess má geta að 6 af 12 sigrum Butenko hafa einmitt komið eftir armbar. Gunnar er enn ósigraður á MMA ferli sínum.
Gunnar fór létt með Úkraínumanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.