21.5.2007 | 16:33
Gunnar vann tvöfalt
Síðastliðinn laugardag, 19. maí, var Opna Mjölnismótið í frjálsri glímu eða "submission grappling" eins og íþróttin kallast á ensku. Frjáls glíma er vaxandi íþrótt og nýtur aukinna vinsælda á Íslandi en íþróttin hefur lengið verið vinsæl víða erlendis. Reglurnar í frjálsri glímu eru til þess sniðnar að iðkenndur flestra glímuíþrótta geta tekið þátt. Gunnar Nelson vann tvöfalt sem sagt bæði sinn flokk, en hann keppti í -81 kg flokki, svo og opna flokkinn. Sigurvegari í kvennaflokki var Auður Olga Skúladóttir. Svo skemmtilega vill til að þau eru par. Mótið var nú, líkt og í fyrra, haldið í sal Júdófélags Reykjavíkur.
Til gamans má geta þess að þau Gunnar og Auður voru á sínum tíma (apríl 2005) valin efnilegustu karatemenn Íslands en þau eru nú bæði hætt keppni í karate og hafa alfarið snúið sér að æfingum í MMA (mixed martial arts) og BJJ (brasilísk Jiu Jitsu). Gunnar og Auður æfa bæði hjá Mjölni.
Úrslit á mótinu má finna hér að neðan.
Opinn flokkur karla
1. Gunnar Nelson (Mjölnir)
2. Arnar Freyr Vigfússon (Mjölnir)
3. Bjarni Baldursson (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir)
2. Sólveig Sigurðardóttir (Mjölnir)
+88 kg
1. Gunnar Páll Helgason (Mjölnir)
2. Atli Örn Guðmundsson (Mjölnir)
3. Haraldur Óli Ólafsson (Fjölnir)
-88 kg
1. Jón Viðar Arnþórsson (Mjölnir)
2. Brynjar Hróarsson (Mjölnir)
-81 kg
1. Gunnar Nelson (Mjölnir)
2. Bjarni Baldursson (Mjölnir)
3. Sighvatur Helgason (Mjölnir)
-74 kg
1. Arnar Freyr Vigfússon (Mjölnir)
2. Victor Pálmarsson (Mjölnir)
3. Tómas Gabríel Benjamin (Mjölnir)
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 193647
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.