Það yrði aldeilis fundið að því ef...

... þetta hefði gerst á einhverju bardagaíþróttamóti, þ.e. að nokkrir keppendur hefðu verið fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. En svona birtast nú fordómar og fáfræði í mörgum og mismunandi myndum. Bardagaíþróttir hafa lengi mátt berjast fyrir tilverurétti sínum hér á landi þrátt fyrir að vera elsta íþróttagrein í sögu mannkyns. Umræður hér á landi hafa iðulega einkennst af sterkum skoðunum fólks sem aldrei hefur komið nálægt bardagaíþróttum og veit ekkert um þær. Ef svo ólíklega vill til að einhver slasist við iðkun bardagaíþrótta (en meiðslatíðni þar er afar lág) er það gjarnan blásið upp en það þykir ekkert tiltökumál þó menn séu í umvörpum fluttir á sjúkrahús eftir akursíþróttamót eða hér sé fjöldi fólks stórslasaður eða látinn eftir hestaslys.

Með því að gera þetta að stuttu umtalsefni hér er ég þó engan veginn að vega að akstursíþróttum né öðrum íþróttagreinum enda þeirrar skoðunar að fólk eigi að fá að stunda þær íþróttir sem það vill. Ég er aðeins að vekja athygli á þessu til að vekja þá sem þetta lesa til umhugsunar um að líta sér nær næst þegar menn fárast yfir bardagaíþróttum, án þess auðvitað að hafa nokkuð á bak við sig til að styða fordóma sína. Frekar en aðra fordóma almennt.


mbl.is Klaustur gekk stórslysalaust fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 193480

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband