Gunnar fékk fjólublátt belti í BJJ - Sigrađi 18 á 44 mínútum

Gráđun hjá Mjölni 3. júní 2007Ţćr voru heldur betur magnađar ćfingarbúđirnar međ ţeim Matt Thornton og Karl Tanswell hjá Mjölni um síđustu helgi. Undirritađur tók ţátt í ţeim, ásamt um ţrjátíu manns, og var tekiđ vel á ţví frá föstudegi til sunnudags.

Ađ undangengninni ţriggja klukkustunda ćfingu á sunnudeginum var Gunnar síđan settur í svokallađ Ironman (járnmennaraun) í rúmar 50 mínútur. Ţađ felst í ţví ađ viđkomandi er látinn glíma viđ fjölda óţreytta andstćđinga, hvern á fćtur öđrum, án ţess ađ hann fái hvíld á milli glíma. Gunnar glímdi viđ alla í salnum, alls 23 andstćđinga, og stóđu glímurnar yfir í rúmar 50 mínútur eins og áđur segir. Gunnar sigrađi fyrstu 18 en síđan sagđi ţreytan til sín, enda ţá búinn ađ glíma stanslaust í rúmar 44 mínútur, auk ţess sem 2 af 5 síđustu andstćđingunum voru ţeir M. Thornton og K. Tanswell. Ég hef aldrei séđ Gunnar örmagna fyrr en eftir ţessa eldskírn fékk hann fjólublátt belti (međ tveimur röndum) og er ţriđji Íslendingurinn til ađ ná slíku belti í BJJ (brasilísku Jiu Jitsu). Hinir eru ţeir Arnar Freyr Sigfússon yfirţjálfari Mjölnis og Haraldur Ţorsteinsson sem kominn er á fullorđinsár en hann hefur búiđ í Bandríkjunum til fjölda ára. Enginn Íslendingur hefur enn náđ brúnu né svörtu belti í BJJ.

Ţá fengu ţau Auđur Olga Skúladóttir, Sólveig Sigurđardóttir, Silja Baldursdóttir og Ingţór Örn Valdimarsson öll blátt belti (Auđur fékk einnig ţrjár rendur á sitt belti og Sólveig tvćr). Hópur blábeltinga í Mjölni fer ţví ört stćkkandi og ţó nokkrir sem eru ekki langt frá ţví marki og reyndar sumir blábeltingar einnig ekki langt frá ţví fjólubláa.

Ţađ var gaman ađ heyra í Matt Thornton eftir gráđunina en ţá hrósađi hann Mjölni, ţjálfurum og iđkendum félagsins fyrir fćrni og dugnađ. Hann sagđi alla ţá sem fengu beltin sín afar vel ađ ţeim komin og m.a. sagđi hann ađ stelpurnar ţrjár vćru sérlega tćknilegar og góđar. Ţá sagđi hann standardinn hjá félaginu háan og faglegan metnađ mikinn. Matt fór afar fögrum orđum um Gunnar og sagđi ađ af öllum ţeim fjölda BJJ iđkenda sem hann hefđi ţjálfađ gegnum árin á Norđurlöndum teldi hann Gunnar Nelson, ásamt Thomas La Cour hjá CSA í Danmörku, hafa einstaka hćfileika í BJJ.

Ţađ er svo sannarlega ekki amarlegt fyrir jafn ungan klúbb og Mjölni ađ vera međ tvo fjólubláa beltinga í BJJ (og hvađ ţá jafn há fjólublá belti og Arnar og Gunnar), ekki síst undir Matt Thornton og SBG International sem gerir gríđarlegar kröfur til beltishafa (ţćr mestu sem ţekkjast) en til marks um ţađ má nefna ađ enginn Norđurlandabúi hefur enn fengiđ hćrri gráđu en fjólublátt belti innan SBG. Rétt er líka ađ hafa í huga ađ fleiri hjá Mjölni eru sennilega ekki langt frá ţví ađ fá fjólublátt.

Nánari upplýsingar og myndir frá ćfingabúđunum má finna á vefsetri Mjölnis, www.mjolnir.is og einnig er myndband af allri 50 mínútna járnmennarauninni inni á Google.

Viđbót 7. júní
Viđ ţetta má bćta ađ Morgunblađiđ birti mjög góđa frétt um ţetta á baksíđu sinni í gćr, 6. júní. Ber blađinu miklar ţakkir fyrir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíţróttir (bardagalistir), bćđi á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Fighters Only Magazine

Stćrsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánađarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband