8.9.2008 | 21:09
Magnaður sigur hjá Gunnari!
Var að detta heim eftir aldeilis frábæra ferð til Kaupmannahafnar þar sem Gunnar sigraði Iran Mascarenhas með frábæru rothöggi seint í annarri lotu eins og fram kemur í þessari frétt á mbl.is og hér á visir.is. Þetta var ótrúlega spennandi bardagi og taugastrekkjandi eins og alltaf þegar maður horfinn á strákinn sinn keppa. Iran var mjög öflugur og getur svo sannarlega staðið af sér högg. Það var ótrúleg stemning í höllinni í Köben og frábært hvað það komu margir Íslendingar á keppina til að hvetja Gunnar, m.a. stór hópur vina hans frá Íslandi sem flaug sérstaklega út til styðja við bakið á sínum manni. Ekki amalegt að eiga svona félaga. Bestu þakkir til allra fyrir frábæran stuðning þarna úti. Bendi annars á frétt á Mjölni um sigur Gunna.
Á myndunum hér að neðan má annars vegar sjá rothöggið hjá Gunnari og hins vegar hluta þeirra Íslendinga sem voru á keppninni að styðja Gunnar.
Gunnar sigraði í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn!
Veistu hvar er hægt að nálgast upptökur af bardaganum? Íslensku sjónvarpstöðvarnar mættu alveg fara að taka sig saman í andlitinu og fara að sýna beint frá þessum bardögum hjá Gunnari enda strákurinn að ná frábærum árangri í magnaðri íþróttagrein!!!
Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:29
Þakka þér fyrir. Það voru tvær tökuvélar tökuvélar við hringinn sem tóku upp alla bardagana frá tveimur sjónarhornum. Mér skilst að þetta verði klippt saman sem allra fyrst og verði síðan aðgengilegt á netinu. Ég mun setja það hér inn um leið og ég get og má.
Halli Nelson, 8.9.2008 kl. 21:43
Frábær árangur hjá Gunnari og ég tek undir hamingju óskir til hans. Skömm af því að Rúv skuli ekki sýna eða segja frá þessum afrekum Íslendingsins. Maður spyr sig hvort íþróttafréttamenn þar séu svona takmarkaðir í hugsun. Ég tek líka eftir því að þú nennir sennilega ekki að munnhöggvast því þessa "mannvitsbrekku" sem var að skammast út í þetta og varð aðeins sjálfum sér til skammar.
Kalli (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:20
Þakka aftur hamingjuóskir til Gunnars. Jurgen, ég veit hvað ég myndi senda börnin mín í ef þau væru að hefja íþróttaiðkun: Brasilísk Jiu Jistu. En það er fleira gott í boði líka.
Kalli, það er rétt að ég nenni ekki að munnhöggvast við "mannvitsbrekkuna" enda ekki til neins. Ég get vel skilið að bardagaíþróttir séu ekki fyrir alla en lífið er fullt af valmöguleikum og sem betur fer lifum við ekki í svart/hvítum heimi. Ekki hvarflar að mér að hnýtast út í þá sem stunda eitthvað sem mér finnst glórulaus eða vekur ekki áhuga minn. En ég styð frelsi manna til að finna sér sjálfir farveg í lífinu án þess að vera settir í hlekki forræðishyggju og flathyggjumanna. Ef menn vilja ræða gildi bardagaíþrótta þá skal ég glaður taka þá umræðu en það er nauðsynlegt að slíkt fari fram af skynsemi. og skynsemi er augljóslega ekki fyrir að fara hjá "mannvitsbrekkunni". Því læt ég þennan labbakút eiga sig, enda væri ekki sanngjarnt af mér að fara út í vitmunabaráttu við einstakling sem er augljóslega varnarlaus á því sviði.
Halli Nelson, 9.9.2008 kl. 23:32
Gunnar er frabaer ithrottamadur og tjessi bardagi hans i gegn Iran var otrulegur. Ad sja hversu svellkaldur Gunnar var tho hann lenti undir margverdlaunudum svartbeltingi i BJJ i golfinu i byrjun bardagans var magnad. Ad hugsa ser ad Gunnar se bara 20 ara med thennan andlega styrk og yfirvegun. Eg hef aldrei sed annad eins. Og hvernig Gunnar tok svo oll vold i hringnum gegn Iran og gjorsigradi hann i annarri lotu var bara med olikindum!
Faranlegt ad sumir illa innraettir bloggarar seu og argast ut i thessa mognudu ithrott. Og ad ausa einhverju yfir Gunnar er audvitad bara minnimattarkennd og ragmennska. Allir sem thekkja Gunna eru a einum mali ad hann se gull af manni. Annars hef eg sjaldan se eins flotta "hoflega" munnlega barsmid eins og hja Halla her ad ofan: "Því læt ég þennan labbakút eiga sig, enda væri ekki sanngjarnt af mér að fara út í vitmunabaráttu við einstakling sem er augljóslega varnarlaus á því sviði." Thetta er bara eitt flottasta KO ever!
Magnus (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:53
Það er sennilega rétt að geta þess að fyrrnefndur bloggari hefur beðist formlegrar afsökunar á skrifum sínum og fjarlægt bloggfærsluna af vefnum. Hann er að mínu mati maður af meiri fyrir vikið og málið afgreitt. Hér er afsökunarbeiðni hans:
Halli Nelson, 12.9.2008 kl. 14:13
Glæsilegur árangur hjá Gunna, frábært að við skulum eiga svo færan mann í MMA. Er eitthvað farið að pæla í hver hans næsti andstæðingur verður?
Sindri Njáll (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:45
Takk fyri það. Nei, Gunnar mun sennilega keppa á Opna breska meistarmótinu í grappling á sunnudaginn. Kemur svo líkalega heim eftir helgi og hvílir áður en hann fer til New York að æfa hjá Renzo Gracie. Það hefur ekkert verið ákveðið um næsta andstæðing Gunna.
Halli Nelson, 12.9.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.