10.11.2009 | 00:30
Frábært Íslandsmeistaramót
Þetta var frábært mót í alla staði. Fjöldi keppanda að aukast um tæp 70% frá síðasta ári, fullt af áhorfendum og bein útsending á SportTV. Sveppi og Auddi settu líka skemmtilegan svip á þetta með sinni heimsókn. Gunnar varði titilinn sinn frá því í fyrra. Vann bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn án þess að skorað væri eitt einasta stig á hann en sama var uppi á tengingnum á síðasta ári. Og líkt og í fyrra mætti hann Ingþóri Erni Valdimarssyni í úrslitum í opnum flokki en Ingþór sigraði +100kg flokkinn á mótinu í ár og munar 26kg á þeim félögum. Í fyrra vann Gunnar úrslitin á stigum en nú neyddi hann Ingþór til uppgjafar með hengingu (guillotine). Auður Olga vann opinn flokk kvenna og Mjölnir varð sigurlið mótsins með langflesta sigra (m.a. öll gull nema eitt) af þeim 5 félögum sem tóku þátt. Ég hef annars eiginlega engu að bæta við þá umfjöllun sem þegar er komin um mótið en nokkrir tenglar eru hér að neðan:
Þá var ágæt umfjöllun og viðtal við Gunna í fréttatíma sjónvarpsins á sunnudagskvöldinu og örfrétt á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Það verður þó meira í þættinum hjá Audda og Sveppa á Stöð 2 næsta föstudag (13. nóv.) í opinni dagskrá. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá síðustu sekúndurnar í úrslitaglímunni milli Gunnars og Ingþórs í opnum flokki.
Hér er líka myndband af YouTube sem bardagi.is hefur tekið saman.
Að lokum má geta þess að Gunnar flaug til Manchester morguninn eftir Íslandsmótið en hann mun dvelja þar og í Dublin við æfingar næsta mánuðinn og kemur svo heim 11. desember.
Sigursælir Mjölnismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Combat - bardagaíþróttir
Tenglar
MMA vefir
Áhugaverðar síður um bardagaíþróttir
- Gunnar Nelson in English Gunnar's Nelson official website
- Fighters Only Magazine Stærsta MMA tímarrit í Evrópu
- UFC Ultimate Fighting Championship
- MMA Weekly Fréttasíða um MMA
- Sherdog MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- MMA Universe MMA gagnagrunnur, fréttir o.fl.
- Mjölnir - SBG Iceland Bardagaíþróttafélagið Mjölnir
- SBG Ireland Gymið hjá John Kavanagh
- Renzo Gracie Renzo Gracie Academy
- Gracie Magazine Vinsælasta BJJ tímarit í heimi
RSS-straumar
MMA fréttir
Mjölnir
- Augnablik - sæki gögn...
Fighters Only Magazine
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.