Gunnar ofarlega á MMA styrkleikalista FightBomb

FightBombÞað er gaman að segja frá því að Gunnar er nr. 5 á heimsstyrkleikalista MMA vefsins FightBomb yfir MMA keppendur í veltivigt, 25 ára og yngri, sem ekki eru með samning við eitt af fjórum stærstu MMA samböndunum (UFC, Strikeforce, DREAM eða Sengoku). Fyrir ofan Gunnar eru Englendingur, tveir Bandaríkjamenn og Norðmaður. Allir eru þeir með fleiri bardaga á sínum ferli og eldri en Gunnar. FightBomb birti listann fyrir síðustu helgi en hann nær yfir 25 efstu í hverjum þyngdarflokki. Á heildarlista yfir MMA bardagaíþróttamenn í öllum aldurshópum, sem ekki eru með samning við risana fjóra, er Gunnar í 13. sæti í veltivigt og þeir sem eru fyrir ofan hann eru einnig allir eldri og reyndari en hann.

Það er ansi athyglisvert hversu hátt Gunnar er settur á listann, ekki síst með tilliti til þess að hann hefur ekki keppt í MMA síðan í september í fyrra, því hann hefur einbeitt sér þetta árið að keppnum í Grappling og BJJ. Frábær árangur hans á árinu á sterkustu glímumótum í heimi skilar honum hins vegar svona ofarlega ásamt þeirri staðreynd að hann er ósigraður í MMA á ferlinum með 5 sigra undir belti.

Eins og fram kom hér í júní var Gunnar í 4. sæti á lista Sherdog yfir 10 efnilegustu MMA menn í Evrópu (samningslausa 23 ára og yngri) og þeir þrír sem voru fyrir ofan hann voru allir eldri, reyndari og í hærri þyngdarflokkum. Gunnar stefnir af því að keppa einhverja MMA bardaga á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Combat - bardagaíþróttir

Umfjöllun um bardagaíþróttir (bardagalistir), bæði á Íslandi og erlendis.

Höfundur

Halli Nelson
Halli Nelson

Nýjustu myndir

  • Gunnar Nelson vs Vinicius Magalhães
  • Þráinn Kolbeinsson, Gunnar Nelson og Sighvatur Helgason
  • Gunnar Nelson after the win over Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell
  • Gunnar Nelson vs Danny Mitchell

RSS-straumar

MMA fréttir

Mjölnir

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Fighters Only Magazine

Stærsta tímarit í Evrópu um MMA. Kemur út mánaðarlega.
  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 193437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband